Hvernig losnum við undan verðtryggingunni? 28. ágúst 2017 07:00 Ungt fólk á Íslandi í dag tekur helst verðtryggð lán til húsnæðiskaupa vegna þess að þau bjóða upp á lægri og þar með viðráðanlegri afborganir um hver mánaðamót. Fæstir hafa með öðrum orðum efni á því að taka óverðtryggð lán og flestir þeirra sem taka þau gera það aðeins að hluta til. En verðtryggingin er samt óþolandi viðbót við þá alltof háu vexti sem við greiðum í dag af lánunum okkar og hvoru tveggja kemur til vegna óstöðugleika íslensku krónunnar. Það er sú rót vandans sem við þurfum að ráðast að. Með því að festa krónuna við evru, t.d. með myntráði eins og við í Viðreisn tölum fyrir, náum við fram stöðugleikanum sem þarf til að lækka vexti og losna undan verðtryggingunni. Verðtryggingin yrði einfaldlega óþörf. Og það er miklu betri aðferðafræði en að boða „afnám“ illskásta lánakostsins fyrir ungt fólk, eins og sumir flokkar hafa talað fyrir. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum sem stuðla að stöðugu lágvaxtaumhverfi án verðtryggingar eitt af meginverkefnum Viðreisnar á kjörtímabilinu. Að ná böndum um íslensku krónuna er lykillinn að árangri þar. Stöðugur gjaldmiðill breytir nefnilega myndinni. Í Danmörku t.d. býr fólk ekki við háa vexti og verðtryggingu. Danska krónan er bundin evrunni á grundvelli samkomulags milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu og sveiflast því algjörlega í takti við evruna. Þannig tryggja stjórnvöld Dönum og dönskum fyrirtækjum stöðugleika, lágt vaxtastig og líf án verðtryggingar. Þetta þýðir jafnframt að Danir geta eignast húsnæðið sitt án þess að borga það margfalt eins og við Íslendingar gerum. Á meðan við búum við sveiflukennda krónu verður verðtryggingin ill nauðsyn, bæði fyrir lánveitendur en ekki síður fyrir lántakendur sem vegna hennar njóta viðráðanlegra afborgana um hver mánaðamót. Þess vegna þarf að ráðast í nauðsynlegar breytingar á peningastefnu landsins sem fela í sér löngu tímabæra múlbindingu íslensku krónunnar, eins og við í Viðreisn höfum statt og stöðugt boðað. Íslensk heimili eiga betra skilið en óbreytt ástand alltof hárra vaxta og verðtryggingar. Viðreisn vill meira og betra fyrir heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi í dag tekur helst verðtryggð lán til húsnæðiskaupa vegna þess að þau bjóða upp á lægri og þar með viðráðanlegri afborganir um hver mánaðamót. Fæstir hafa með öðrum orðum efni á því að taka óverðtryggð lán og flestir þeirra sem taka þau gera það aðeins að hluta til. En verðtryggingin er samt óþolandi viðbót við þá alltof háu vexti sem við greiðum í dag af lánunum okkar og hvoru tveggja kemur til vegna óstöðugleika íslensku krónunnar. Það er sú rót vandans sem við þurfum að ráðast að. Með því að festa krónuna við evru, t.d. með myntráði eins og við í Viðreisn tölum fyrir, náum við fram stöðugleikanum sem þarf til að lækka vexti og losna undan verðtryggingunni. Verðtryggingin yrði einfaldlega óþörf. Og það er miklu betri aðferðafræði en að boða „afnám“ illskásta lánakostsins fyrir ungt fólk, eins og sumir flokkar hafa talað fyrir. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum sem stuðla að stöðugu lágvaxtaumhverfi án verðtryggingar eitt af meginverkefnum Viðreisnar á kjörtímabilinu. Að ná böndum um íslensku krónuna er lykillinn að árangri þar. Stöðugur gjaldmiðill breytir nefnilega myndinni. Í Danmörku t.d. býr fólk ekki við háa vexti og verðtryggingu. Danska krónan er bundin evrunni á grundvelli samkomulags milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu og sveiflast því algjörlega í takti við evruna. Þannig tryggja stjórnvöld Dönum og dönskum fyrirtækjum stöðugleika, lágt vaxtastig og líf án verðtryggingar. Þetta þýðir jafnframt að Danir geta eignast húsnæðið sitt án þess að borga það margfalt eins og við Íslendingar gerum. Á meðan við búum við sveiflukennda krónu verður verðtryggingin ill nauðsyn, bæði fyrir lánveitendur en ekki síður fyrir lántakendur sem vegna hennar njóta viðráðanlegra afborgana um hver mánaðamót. Þess vegna þarf að ráðast í nauðsynlegar breytingar á peningastefnu landsins sem fela í sér löngu tímabæra múlbindingu íslensku krónunnar, eins og við í Viðreisn höfum statt og stöðugt boðað. Íslensk heimili eiga betra skilið en óbreytt ástand alltof hárra vaxta og verðtryggingar. Viðreisn vill meira og betra fyrir heimilin í landinu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun