Hvernig losnum við undan verðtryggingunni? 28. ágúst 2017 07:00 Ungt fólk á Íslandi í dag tekur helst verðtryggð lán til húsnæðiskaupa vegna þess að þau bjóða upp á lægri og þar með viðráðanlegri afborganir um hver mánaðamót. Fæstir hafa með öðrum orðum efni á því að taka óverðtryggð lán og flestir þeirra sem taka þau gera það aðeins að hluta til. En verðtryggingin er samt óþolandi viðbót við þá alltof háu vexti sem við greiðum í dag af lánunum okkar og hvoru tveggja kemur til vegna óstöðugleika íslensku krónunnar. Það er sú rót vandans sem við þurfum að ráðast að. Með því að festa krónuna við evru, t.d. með myntráði eins og við í Viðreisn tölum fyrir, náum við fram stöðugleikanum sem þarf til að lækka vexti og losna undan verðtryggingunni. Verðtryggingin yrði einfaldlega óþörf. Og það er miklu betri aðferðafræði en að boða „afnám“ illskásta lánakostsins fyrir ungt fólk, eins og sumir flokkar hafa talað fyrir. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum sem stuðla að stöðugu lágvaxtaumhverfi án verðtryggingar eitt af meginverkefnum Viðreisnar á kjörtímabilinu. Að ná böndum um íslensku krónuna er lykillinn að árangri þar. Stöðugur gjaldmiðill breytir nefnilega myndinni. Í Danmörku t.d. býr fólk ekki við háa vexti og verðtryggingu. Danska krónan er bundin evrunni á grundvelli samkomulags milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu og sveiflast því algjörlega í takti við evruna. Þannig tryggja stjórnvöld Dönum og dönskum fyrirtækjum stöðugleika, lágt vaxtastig og líf án verðtryggingar. Þetta þýðir jafnframt að Danir geta eignast húsnæðið sitt án þess að borga það margfalt eins og við Íslendingar gerum. Á meðan við búum við sveiflukennda krónu verður verðtryggingin ill nauðsyn, bæði fyrir lánveitendur en ekki síður fyrir lántakendur sem vegna hennar njóta viðráðanlegra afborgana um hver mánaðamót. Þess vegna þarf að ráðast í nauðsynlegar breytingar á peningastefnu landsins sem fela í sér löngu tímabæra múlbindingu íslensku krónunnar, eins og við í Viðreisn höfum statt og stöðugt boðað. Íslensk heimili eiga betra skilið en óbreytt ástand alltof hárra vaxta og verðtryggingar. Viðreisn vill meira og betra fyrir heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi í dag tekur helst verðtryggð lán til húsnæðiskaupa vegna þess að þau bjóða upp á lægri og þar með viðráðanlegri afborganir um hver mánaðamót. Fæstir hafa með öðrum orðum efni á því að taka óverðtryggð lán og flestir þeirra sem taka þau gera það aðeins að hluta til. En verðtryggingin er samt óþolandi viðbót við þá alltof háu vexti sem við greiðum í dag af lánunum okkar og hvoru tveggja kemur til vegna óstöðugleika íslensku krónunnar. Það er sú rót vandans sem við þurfum að ráðast að. Með því að festa krónuna við evru, t.d. með myntráði eins og við í Viðreisn tölum fyrir, náum við fram stöðugleikanum sem þarf til að lækka vexti og losna undan verðtryggingunni. Verðtryggingin yrði einfaldlega óþörf. Og það er miklu betri aðferðafræði en að boða „afnám“ illskásta lánakostsins fyrir ungt fólk, eins og sumir flokkar hafa talað fyrir. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum sem stuðla að stöðugu lágvaxtaumhverfi án verðtryggingar eitt af meginverkefnum Viðreisnar á kjörtímabilinu. Að ná böndum um íslensku krónuna er lykillinn að árangri þar. Stöðugur gjaldmiðill breytir nefnilega myndinni. Í Danmörku t.d. býr fólk ekki við háa vexti og verðtryggingu. Danska krónan er bundin evrunni á grundvelli samkomulags milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu og sveiflast því algjörlega í takti við evruna. Þannig tryggja stjórnvöld Dönum og dönskum fyrirtækjum stöðugleika, lágt vaxtastig og líf án verðtryggingar. Þetta þýðir jafnframt að Danir geta eignast húsnæðið sitt án þess að borga það margfalt eins og við Íslendingar gerum. Á meðan við búum við sveiflukennda krónu verður verðtryggingin ill nauðsyn, bæði fyrir lánveitendur en ekki síður fyrir lántakendur sem vegna hennar njóta viðráðanlegra afborgana um hver mánaðamót. Þess vegna þarf að ráðast í nauðsynlegar breytingar á peningastefnu landsins sem fela í sér löngu tímabæra múlbindingu íslensku krónunnar, eins og við í Viðreisn höfum statt og stöðugt boðað. Íslensk heimili eiga betra skilið en óbreytt ástand alltof hárra vaxta og verðtryggingar. Viðreisn vill meira og betra fyrir heimilin í landinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar