Hvernig losnum við undan verðtryggingunni? 28. ágúst 2017 07:00 Ungt fólk á Íslandi í dag tekur helst verðtryggð lán til húsnæðiskaupa vegna þess að þau bjóða upp á lægri og þar með viðráðanlegri afborganir um hver mánaðamót. Fæstir hafa með öðrum orðum efni á því að taka óverðtryggð lán og flestir þeirra sem taka þau gera það aðeins að hluta til. En verðtryggingin er samt óþolandi viðbót við þá alltof háu vexti sem við greiðum í dag af lánunum okkar og hvoru tveggja kemur til vegna óstöðugleika íslensku krónunnar. Það er sú rót vandans sem við þurfum að ráðast að. Með því að festa krónuna við evru, t.d. með myntráði eins og við í Viðreisn tölum fyrir, náum við fram stöðugleikanum sem þarf til að lækka vexti og losna undan verðtryggingunni. Verðtryggingin yrði einfaldlega óþörf. Og það er miklu betri aðferðafræði en að boða „afnám“ illskásta lánakostsins fyrir ungt fólk, eins og sumir flokkar hafa talað fyrir. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum sem stuðla að stöðugu lágvaxtaumhverfi án verðtryggingar eitt af meginverkefnum Viðreisnar á kjörtímabilinu. Að ná böndum um íslensku krónuna er lykillinn að árangri þar. Stöðugur gjaldmiðill breytir nefnilega myndinni. Í Danmörku t.d. býr fólk ekki við háa vexti og verðtryggingu. Danska krónan er bundin evrunni á grundvelli samkomulags milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu og sveiflast því algjörlega í takti við evruna. Þannig tryggja stjórnvöld Dönum og dönskum fyrirtækjum stöðugleika, lágt vaxtastig og líf án verðtryggingar. Þetta þýðir jafnframt að Danir geta eignast húsnæðið sitt án þess að borga það margfalt eins og við Íslendingar gerum. Á meðan við búum við sveiflukennda krónu verður verðtryggingin ill nauðsyn, bæði fyrir lánveitendur en ekki síður fyrir lántakendur sem vegna hennar njóta viðráðanlegra afborgana um hver mánaðamót. Þess vegna þarf að ráðast í nauðsynlegar breytingar á peningastefnu landsins sem fela í sér löngu tímabæra múlbindingu íslensku krónunnar, eins og við í Viðreisn höfum statt og stöðugt boðað. Íslensk heimili eiga betra skilið en óbreytt ástand alltof hárra vaxta og verðtryggingar. Viðreisn vill meira og betra fyrir heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á Íslandi í dag tekur helst verðtryggð lán til húsnæðiskaupa vegna þess að þau bjóða upp á lægri og þar með viðráðanlegri afborganir um hver mánaðamót. Fæstir hafa með öðrum orðum efni á því að taka óverðtryggð lán og flestir þeirra sem taka þau gera það aðeins að hluta til. En verðtryggingin er samt óþolandi viðbót við þá alltof háu vexti sem við greiðum í dag af lánunum okkar og hvoru tveggja kemur til vegna óstöðugleika íslensku krónunnar. Það er sú rót vandans sem við þurfum að ráðast að. Með því að festa krónuna við evru, t.d. með myntráði eins og við í Viðreisn tölum fyrir, náum við fram stöðugleikanum sem þarf til að lækka vexti og losna undan verðtryggingunni. Verðtryggingin yrði einfaldlega óþörf. Og það er miklu betri aðferðafræði en að boða „afnám“ illskásta lánakostsins fyrir ungt fólk, eins og sumir flokkar hafa talað fyrir. Þess vegna er baráttan fyrir breytingum sem stuðla að stöðugu lágvaxtaumhverfi án verðtryggingar eitt af meginverkefnum Viðreisnar á kjörtímabilinu. Að ná böndum um íslensku krónuna er lykillinn að árangri þar. Stöðugur gjaldmiðill breytir nefnilega myndinni. Í Danmörku t.d. býr fólk ekki við háa vexti og verðtryggingu. Danska krónan er bundin evrunni á grundvelli samkomulags milli Seðlabanka Danmerkur og Seðlabanka Evrópu og sveiflast því algjörlega í takti við evruna. Þannig tryggja stjórnvöld Dönum og dönskum fyrirtækjum stöðugleika, lágt vaxtastig og líf án verðtryggingar. Þetta þýðir jafnframt að Danir geta eignast húsnæðið sitt án þess að borga það margfalt eins og við Íslendingar gerum. Á meðan við búum við sveiflukennda krónu verður verðtryggingin ill nauðsyn, bæði fyrir lánveitendur en ekki síður fyrir lántakendur sem vegna hennar njóta viðráðanlegra afborgana um hver mánaðamót. Þess vegna þarf að ráðast í nauðsynlegar breytingar á peningastefnu landsins sem fela í sér löngu tímabæra múlbindingu íslensku krónunnar, eins og við í Viðreisn höfum statt og stöðugt boðað. Íslensk heimili eiga betra skilið en óbreytt ástand alltof hárra vaxta og verðtryggingar. Viðreisn vill meira og betra fyrir heimilin í landinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar