Erlent

Húsleitir vegna meints samsæris um pólitísk morð í Þýskalandi

Kjartan Kjartansson skrifar
Þýskur lögreglumaður að störfum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki.
Þýskur lögreglumaður að störfum. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/AFP
Lögreglan í norðurhluta Þýskalands hefur gert húsleitir á heimilum og vinnustöðum tveggja hægriöfgamanna sem eru grunaðir um að leggja á ráðin um að ráða stjórnmálaleiðtoga af dögum.

Ríkissaksóknari Þýskalands sagði í yfirlýsingu að mennirnir séu grunaðir um að hafa birgt sig upp af skotfærum og búið til lista yfir skotmörk. Ástæðan sé reiði þeirra yfir innflytjenda- og flóttamannastefnu þýskra stjórnvalda.

Mennirnir tveir eru þó ekki í varðhaldi, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Húsleitirnar fóru fram í sambandsríkinu Mecklenburg-Vorpommern.

Þeir eru sagðir hafa áformað að drepa stjórnmálaleiðtoga af vinstri væng þýskra stjórnmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×