Handbolti

Teitur tíu marka maður í sigri á Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson.
Teitur Örn Einarsson. Vísir/Eyþór
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fór á kostum þegar íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann tveggja marka sigur á Japan, 26-24, í fyrsta leik leik sínum á heimsmeistaramóti U19 í Georgíu.

Teitur sem spilaði vel með Selfossi í Olís-deildinni á síðustu leiktíð var með 10 mörk og 7 stoðsendingar í leiknum.

Það munaði einnig mikið um stórleik Andra Scheving í markinu en hann varði tólf skot á síðustu 20 mínútum leiksins.

Íslenska liðið byrjaði mjög vel komst í 4-0 og 8-2 eftir 10 mínútna leik, en eftir það komust Japanir jafnt og þétt inn í leikinn og jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik.

Mörk Íslands í leiknum:

Teitur Örn Einarsson 10

Sveinn Andri Sveinsson  3

Birgir Már Birgisson 3

Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3  

Orri Freyr Þorkelsson 3

Sveinn Jose Riviera 2

Úlfur Kjartansson 1

Darri Aronsson 1

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot

Andri Scheving varði 12 skot






Fleiri fréttir

Sjá meira


×