Handbolti

Teitur öflugur í góðum sigri Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Teitur Örn fer vel af stað með íslenska landsliðinu.
Teitur Örn fer vel af stað með íslenska landsliðinu. Vísir/Eyþór
Teitur Örn Einarsson fer vel af stað á HM U-19 ára í handbolta en hann skoraði tíu mörk í fimm marka sigri Íslands á Síle í dag, 27-22.

Þetta var annar sigur Íslands á mótinu í jafn mörgum leikjum en strákarnir unnu Japan í fyrsta leik sínum í gær.

Ísland hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 12-9, og náðu mest átta marka forystu í síðari hálfleik.

Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, skoraði sex mörk fyrir Ísland í leiknum og Sveinn Jose Rivera, leikmaður Vals þrjú. Haukamaðurinn Andri Scheving varði tíu skot í marki Íslands.

Ísland mætir næst heimamönnum í Gergíu á föstudag.


Tengdar fréttir

Teitur tíu marka maður í sigri á Japan

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson fór á kostum þegar íslenska 19 ára landsliðið í handbolta vann tveggja marka sigur á Japan, 26-24, í fyrsta leik leik sínum á heimsmeistaramóti U19 í Georgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×