Til varnar Hrími Guðmundur Edgarsson skrifar 20. júlí 2017 16:46 Hún var furðuleg fréttin sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu þess efnis að verslunin Hrím hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður. Kærunefnd janfréttismála komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að störfin sem starfssystkinin unnu hafi verið ólík auk þess sem karlmaðurinn var í föstu starfi en konan í hlutastarfi. Nefndin úrskurðaði nefnilega að þar sem engir skriflegir ráðningarsamningar hafi verið gerðir sem tilgreindu eðlismun á störfunum tveimur yrði að líta svo á að þau væru jafnverðmæt. Að auki benti nefndin á að ólöglegt væri að mismuna starfsmönnum eftir starfshlutfalli. Kemur ríkinu ekki við Þessi frétt er lýsandi fyrir þá tilhneigingu æ fleiri stjórnmálamanna að setja fyrirskipandi lög um mál sem koma ríkinu nákvæmlega ekkert við. Svo fremi sem samningar haldi, varða kjör starfsmanns vitaskuld eingöngu hann sjálfan og vinnuveitanda. Eigandi fyrirtækis á því ekki að þurfa að útskýra fyrir þriðja aðila hvers vegna hann borgar þessi laun eða hin eða af hverju einhver fær hærri laun en annar. Hann á fyrirtækið, ekki starfsmaðurinn, ríkið eða Jafnréttisstofa. Vinnuveitandinn er líka best fær um að meta framlag og afköst starfsmanna. Þar koma ótal þættir við sögu, flestir illmælanlegir. Því er það heldur ekki hlutverk ríkisins að meta hvort borga eigi starfsmanni í fullu starfi hlutfallslega meira eða minna en þeim sem er í hlutastarfi. Slíkt er einkamál vinnuveitanda.Siðlaus lög Vissulega var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í þessu máli í samræmi við gildandi lög. Vandinn er hins vegar sá að þessi lög eru til óþurftar og í raun siðlaus. Þau færa embættismönnum óeðlileg völd sem ná langt út fyrir þeirra hlutverk og þekkingu og eru til þess fallin að valda fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra verulegu tjóni. Því ber að afnema þau við fyrsta tækifæri. Nógu þéttur er reglugerðarfrumskógurinn fyrir.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hún var furðuleg fréttin sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu þess efnis að verslunin Hrím hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður. Kærunefnd janfréttismála komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að störfin sem starfssystkinin unnu hafi verið ólík auk þess sem karlmaðurinn var í föstu starfi en konan í hlutastarfi. Nefndin úrskurðaði nefnilega að þar sem engir skriflegir ráðningarsamningar hafi verið gerðir sem tilgreindu eðlismun á störfunum tveimur yrði að líta svo á að þau væru jafnverðmæt. Að auki benti nefndin á að ólöglegt væri að mismuna starfsmönnum eftir starfshlutfalli. Kemur ríkinu ekki við Þessi frétt er lýsandi fyrir þá tilhneigingu æ fleiri stjórnmálamanna að setja fyrirskipandi lög um mál sem koma ríkinu nákvæmlega ekkert við. Svo fremi sem samningar haldi, varða kjör starfsmanns vitaskuld eingöngu hann sjálfan og vinnuveitanda. Eigandi fyrirtækis á því ekki að þurfa að útskýra fyrir þriðja aðila hvers vegna hann borgar þessi laun eða hin eða af hverju einhver fær hærri laun en annar. Hann á fyrirtækið, ekki starfsmaðurinn, ríkið eða Jafnréttisstofa. Vinnuveitandinn er líka best fær um að meta framlag og afköst starfsmanna. Þar koma ótal þættir við sögu, flestir illmælanlegir. Því er það heldur ekki hlutverk ríkisins að meta hvort borga eigi starfsmanni í fullu starfi hlutfallslega meira eða minna en þeim sem er í hlutastarfi. Slíkt er einkamál vinnuveitanda.Siðlaus lög Vissulega var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í þessu máli í samræmi við gildandi lög. Vandinn er hins vegar sá að þessi lög eru til óþurftar og í raun siðlaus. Þau færa embættismönnum óeðlileg völd sem ná langt út fyrir þeirra hlutverk og þekkingu og eru til þess fallin að valda fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra verulegu tjóni. Því ber að afnema þau við fyrsta tækifæri. Nógu þéttur er reglugerðarfrumskógurinn fyrir.Höfundur er kennari
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar