Til varnar Hrími Guðmundur Edgarsson skrifar 20. júlí 2017 16:46 Hún var furðuleg fréttin sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu þess efnis að verslunin Hrím hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður. Kærunefnd janfréttismála komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að störfin sem starfssystkinin unnu hafi verið ólík auk þess sem karlmaðurinn var í föstu starfi en konan í hlutastarfi. Nefndin úrskurðaði nefnilega að þar sem engir skriflegir ráðningarsamningar hafi verið gerðir sem tilgreindu eðlismun á störfunum tveimur yrði að líta svo á að þau væru jafnverðmæt. Að auki benti nefndin á að ólöglegt væri að mismuna starfsmönnum eftir starfshlutfalli. Kemur ríkinu ekki við Þessi frétt er lýsandi fyrir þá tilhneigingu æ fleiri stjórnmálamanna að setja fyrirskipandi lög um mál sem koma ríkinu nákvæmlega ekkert við. Svo fremi sem samningar haldi, varða kjör starfsmanns vitaskuld eingöngu hann sjálfan og vinnuveitanda. Eigandi fyrirtækis á því ekki að þurfa að útskýra fyrir þriðja aðila hvers vegna hann borgar þessi laun eða hin eða af hverju einhver fær hærri laun en annar. Hann á fyrirtækið, ekki starfsmaðurinn, ríkið eða Jafnréttisstofa. Vinnuveitandinn er líka best fær um að meta framlag og afköst starfsmanna. Þar koma ótal þættir við sögu, flestir illmælanlegir. Því er það heldur ekki hlutverk ríkisins að meta hvort borga eigi starfsmanni í fullu starfi hlutfallslega meira eða minna en þeim sem er í hlutastarfi. Slíkt er einkamál vinnuveitanda.Siðlaus lög Vissulega var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í þessu máli í samræmi við gildandi lög. Vandinn er hins vegar sá að þessi lög eru til óþurftar og í raun siðlaus. Þau færa embættismönnum óeðlileg völd sem ná langt út fyrir þeirra hlutverk og þekkingu og eru til þess fallin að valda fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra verulegu tjóni. Því ber að afnema þau við fyrsta tækifæri. Nógu þéttur er reglugerðarfrumskógurinn fyrir.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Hún var furðuleg fréttin sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu þess efnis að verslunin Hrím hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga með því að borga kvenkyns starfsmanni lægri laun en starfsbróður. Kærunefnd janfréttismála komst að þessari niðurstöðu þrátt fyrir að störfin sem starfssystkinin unnu hafi verið ólík auk þess sem karlmaðurinn var í föstu starfi en konan í hlutastarfi. Nefndin úrskurðaði nefnilega að þar sem engir skriflegir ráðningarsamningar hafi verið gerðir sem tilgreindu eðlismun á störfunum tveimur yrði að líta svo á að þau væru jafnverðmæt. Að auki benti nefndin á að ólöglegt væri að mismuna starfsmönnum eftir starfshlutfalli. Kemur ríkinu ekki við Þessi frétt er lýsandi fyrir þá tilhneigingu æ fleiri stjórnmálamanna að setja fyrirskipandi lög um mál sem koma ríkinu nákvæmlega ekkert við. Svo fremi sem samningar haldi, varða kjör starfsmanns vitaskuld eingöngu hann sjálfan og vinnuveitanda. Eigandi fyrirtækis á því ekki að þurfa að útskýra fyrir þriðja aðila hvers vegna hann borgar þessi laun eða hin eða af hverju einhver fær hærri laun en annar. Hann á fyrirtækið, ekki starfsmaðurinn, ríkið eða Jafnréttisstofa. Vinnuveitandinn er líka best fær um að meta framlag og afköst starfsmanna. Þar koma ótal þættir við sögu, flestir illmælanlegir. Því er það heldur ekki hlutverk ríkisins að meta hvort borga eigi starfsmanni í fullu starfi hlutfallslega meira eða minna en þeim sem er í hlutastarfi. Slíkt er einkamál vinnuveitanda.Siðlaus lög Vissulega var niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í þessu máli í samræmi við gildandi lög. Vandinn er hins vegar sá að þessi lög eru til óþurftar og í raun siðlaus. Þau færa embættismönnum óeðlileg völd sem ná langt út fyrir þeirra hlutverk og þekkingu og eru til þess fallin að valda fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra verulegu tjóni. Því ber að afnema þau við fyrsta tækifæri. Nógu þéttur er reglugerðarfrumskógurinn fyrir.Höfundur er kennari
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar