Erlent

Sakaður um að hafa ekið vísvitandi á hjólreiðamann

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir vinirnir Greg Goodman og Tyler Noe voru að undirbúa sig fyrir þríþraut í Tennessee í Bandaríkjunum á laugardaginn þegar ekið var á Noe. Þá voru þeir á hjólum og ökumaðurinn stakk af. Goodman og Neo telja að maðurinn hafi ekið viljandi á Noe.

Hann slasaðist ekki illa og er nú kominn af sjúkrahúsi. Goodman og Noe saka manninn um að hafa ekið viljandi á Noe.

58 ára gamall maður hefur verið handtekinn, en Goodman var með myndavél á hjálmi sínum sem lögreglan notaði til að elta Marshall Grant Neely uppi.

Vegurinn sem vinirnir voru að hjóla á er skilgreindur sem hjólaleið og voru þeir ekki að brjóta lög, samkvæmt frétt héraðsmiðilsins WSMV.

Neely hefur verið ákærður fyrir að stofna öðrum í hættu, stinga af frá vettvangi slyss, láta yfirvöld ekki vita af slysi og fyrir að bjóða ekki fram hjálp sína. Mögulega verður hann kærður fyrir fleiri glæpi.

Myndbandið sem Goodman tók má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×