Sóttvarnalæknir sendi út tilmæli til lækna vegna saurmengunar í Faxaskjóli Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júlí 2017 19:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar. Viðgerð á dælustöðinni í Faxaskjóli er enn ólokið en hún hefur reynst tímafrekari en áætlað var. Niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 7. júlí leiddu í ljós að magn saurgerla í sjónum austan megin við dælustöðina er vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni. Vestan megin við dælustöðina var magnið undiðr viðmiðunarmörkum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að saurmengaður sjór skapi hættu á fjölmörgum sýkingum fyrir þá sem komast í snertingu við hann. „Í fyrsta lagi geta menn fengið húðsýkingar og ertingu í húð af völdum sýklanna sem eru í saurmenguninni. Ef að mengunin kemst ofan í menn, upp í menn og ofan í maga, þá geta menn fengið einkenni frá meltingarvegi, niðurgangspest o.s.frv. Sumar veirur geta valdið veikindum eins og lifrarbólgu A en hún er mjög sjaldgæf hér á landi svo ég tel ekki miklar líkur á því að það geti gerst,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir boðaði starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til fundar í dag til að ræða saurmengunina í Faxaskjóli. Hann segir að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið að fara yfir stöðuna. „Við höfum sent læknum hér á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um þá sýkingarhættu sem getur stafað af svona saurmengun og beðið þá um að vera á varðbergi og tilkynna til okkar ef þeir finna slík tilfelli. Síðan held ég að við þurfum almennt að gefa leiðbeiningar um þá hættu sem getur hugsanlega stafað af því að vera í svona mengun. Við bendum fólki á að fylgjast vel með eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins hér við strendur. Það eru til mælingar þar sem fólk getur séð magn sýkla og gerla í sjónum og þannig tekið upplýsta ákvörðun um hvort það vilji baða sig þar eða ekki.“ Landlæknisembættið birti á sjötta tímanum í dag yfirlýsingu á vefsíðu embættisins um saurmengunina í Faxaskjóli. Þar segir að enn sem komið er hafi engar tilkynningar vegna veikinda af völdum saurmengunar í Faxaskjóli borist embættinu. Þórólfur segir að upplýsingagjöf sveitarfélaga um magn saurgerla í sjó mætti vera betri. Ekki sé samræmt verklag hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og stundum sé erfitt að nálgast upplýsingar. Sem stendur er hættulaust að baða sig í Nauthólsvík því saurmengunin hefur ekki borist þangað. „Ég myndi hins vegar ekki ráðleggja fólki að vera í Faxaskjóli nálægt þessari dælustöð sem er biluð fyrr en mælingar sýna óyggjandi að magn gerla er innan marka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að saurmengaður sjór geti skapað hættu á fjölmörgum sýkingum. Þar má nefna húðsýkingar, ertingu í húð og lifrarbólgu A. Sóttvarnalæknir fundaði með Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna saurmengunar við dælustöðina í Faxaskjóli í dag. Þá sendi hann út tilmæli til lækna vegna mengunarinnar. Viðgerð á dælustöðinni í Faxaskjóli er enn ólokið en hún hefur reynst tímafrekari en áætlað var. Niðurstöður sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 7. júlí leiddu í ljós að magn saurgerla í sjónum austan megin við dælustöðina er vel yfir viðmiðunarmörkum reglugerðar um baðstaði í náttúrunni. Vestan megin við dælustöðina var magnið undiðr viðmiðunarmörkum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að saurmengaður sjór skapi hættu á fjölmörgum sýkingum fyrir þá sem komast í snertingu við hann. „Í fyrsta lagi geta menn fengið húðsýkingar og ertingu í húð af völdum sýklanna sem eru í saurmenguninni. Ef að mengunin kemst ofan í menn, upp í menn og ofan í maga, þá geta menn fengið einkenni frá meltingarvegi, niðurgangspest o.s.frv. Sumar veirur geta valdið veikindum eins og lifrarbólgu A en hún er mjög sjaldgæf hér á landi svo ég tel ekki miklar líkur á því að það geti gerst,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir boðaði starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til fundar í dag til að ræða saurmengunina í Faxaskjóli. Hann segir að tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið að fara yfir stöðuna. „Við höfum sent læknum hér á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um þá sýkingarhættu sem getur stafað af svona saurmengun og beðið þá um að vera á varðbergi og tilkynna til okkar ef þeir finna slík tilfelli. Síðan held ég að við þurfum almennt að gefa leiðbeiningar um þá hættu sem getur hugsanlega stafað af því að vera í svona mengun. Við bendum fólki á að fylgjast vel með eftirliti Heilbrigðiseftirlitsins hér við strendur. Það eru til mælingar þar sem fólk getur séð magn sýkla og gerla í sjónum og þannig tekið upplýsta ákvörðun um hvort það vilji baða sig þar eða ekki.“ Landlæknisembættið birti á sjötta tímanum í dag yfirlýsingu á vefsíðu embættisins um saurmengunina í Faxaskjóli. Þar segir að enn sem komið er hafi engar tilkynningar vegna veikinda af völdum saurmengunar í Faxaskjóli borist embættinu. Þórólfur segir að upplýsingagjöf sveitarfélaga um magn saurgerla í sjó mætti vera betri. Ekki sé samræmt verklag hjá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna og stundum sé erfitt að nálgast upplýsingar. Sem stendur er hættulaust að baða sig í Nauthólsvík því saurmengunin hefur ekki borist þangað. „Ég myndi hins vegar ekki ráðleggja fólki að vera í Faxaskjóli nálægt þessari dælustöð sem er biluð fyrr en mælingar sýna óyggjandi að magn gerla er innan marka,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent