Erlent

Þúsundir mótmæla lögum um dómara í Póllandi

Heimir Már Pétursson skrifar
Þúsundir manna komu saman fyrir framan þinghúsið í Varsjá, höfuðborg Póllands.
Þúsundir manna komu saman fyrir framan þinghúsið í Varsjá, höfuðborg Póllands. Vísir/AFP
Þúsundir manna með pólska fánann og fána Evrópusambandsins komu saman fyrir framan þinghúsið í Varsjá höfuðborg Póllands í dag til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á lögum um skipan dómara í landinu. Efri deild pólska þingsins samþykkti frumvarpið í gær en það felur í sér að pólska þingið og dómsmálaráðherrann skipi dómara.

Frá því núverandi hægristjórn flokksins Laga og réttlætis tók við völdum árið 2015 hefur hún komið ýmsum umdeildum lagabreytingum í gegn sem vakið hafa upp mótmæli í landinu. Ríkisstjórnin segir nauðsynlegt að breyta lögum um skipan dómara vegna spillingar í dómskerfinu.

Włodzimierz Wróbel einn hæstaréttardómara Póllands sagði hins vegar við BBC fréttastofuna í dag að dómskerfið muni glata sjálfstæði sínu með lagabreytingunni. Þingið og dómsmálaráðherrann færu nú þegar með saksóknaravaldið.

Frumvarpið verður ekki að lögum fyrr en Andrzej Duda forseti hefur staðfest það en hann hefur ekki gefið upp afstöðu sinna til frumvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×