Æskilegt að forseti Íslands leiðbeini Alþingi Svanur Kristjánsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Sumir ráðamenn virðast halda að hægt sé að breyta valdi forseta og ábyrgð á náðun og almennri uppgjöf saka einfaldlega með lagabreytingum. Slíkur málflutningur byggir á vanþekkingu og er til þess fallinn að draga athyglina frá kjarna málsins. Vald og ábyrgð forseta Íslands í slíkum málum er samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Ákvæðið er byggt á eldri ákvæðum stjórnarskrár um náðunarvald Danakonungs. Á grundvelli úreltra og óljósra ákvæða um vald og ábyrgð forseta Íslands er staða hans í stjórnskipun landsins mjög óviss. Stundum er vald og ábyrgð forseta Íslands talin vera mikil eins og árið 1952 þegar 27.364 landsmenn undirrituðu áskorun til forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, um að veita almenna sakaruppgjöf til þeirra sem dæmdir voru vegna atburða á Austurvelli 30. mars 1949. Núna bendir hver ráðamaður á annan varðandi ábyrgð á umdeildri uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns. Forseti Íslands bendir á innanríkisráðherra sem aftur bendir á starfsfólk innanríkisráðuneytis ! Slík stjórnarskrá með tilheyrandi ábyrgðarleysi æðstu valdhafa er uppskrift að sífelldum deilum um grundvallaratriði stjórnskipunar og réttarfars. Þjóðkjörinn forseti Íslands þarf að gegna lykilhlutverki við uppbyggingu íslenska lýðveldisins. Að mínu mati er mjög æskilegt að forseti Íslands skori á Alþingi að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar 67% kjósenda samþykktu meginatriði Nýju stjórnarskrárinnar sem m.a. afmarkar vald og ábyrgð forseta Íslands. Eina leiðin til að skýra stöðu og hlutverk forseta Íslands í stjórnskipun landsins er grundvallarbreyting á stjórnarskrá. Í lýðræðisríki á enginn valdsmaður að hafa vald án ábyrgðar. Raunverulegt lýðveldi verður ekki byggt á 19. aldar stjórnarskrá konungsríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sumir ráðamenn virðast halda að hægt sé að breyta valdi forseta og ábyrgð á náðun og almennri uppgjöf saka einfaldlega með lagabreytingum. Slíkur málflutningur byggir á vanþekkingu og er til þess fallinn að draga athyglina frá kjarna málsins. Vald og ábyrgð forseta Íslands í slíkum málum er samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Ákvæðið er byggt á eldri ákvæðum stjórnarskrár um náðunarvald Danakonungs. Á grundvelli úreltra og óljósra ákvæða um vald og ábyrgð forseta Íslands er staða hans í stjórnskipun landsins mjög óviss. Stundum er vald og ábyrgð forseta Íslands talin vera mikil eins og árið 1952 þegar 27.364 landsmenn undirrituðu áskorun til forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, um að veita almenna sakaruppgjöf til þeirra sem dæmdir voru vegna atburða á Austurvelli 30. mars 1949. Núna bendir hver ráðamaður á annan varðandi ábyrgð á umdeildri uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns. Forseti Íslands bendir á innanríkisráðherra sem aftur bendir á starfsfólk innanríkisráðuneytis ! Slík stjórnarskrá með tilheyrandi ábyrgðarleysi æðstu valdhafa er uppskrift að sífelldum deilum um grundvallaratriði stjórnskipunar og réttarfars. Þjóðkjörinn forseti Íslands þarf að gegna lykilhlutverki við uppbyggingu íslenska lýðveldisins. Að mínu mati er mjög æskilegt að forseti Íslands skori á Alþingi að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar 67% kjósenda samþykktu meginatriði Nýju stjórnarskrárinnar sem m.a. afmarkar vald og ábyrgð forseta Íslands. Eina leiðin til að skýra stöðu og hlutverk forseta Íslands í stjórnskipun landsins er grundvallarbreyting á stjórnarskrá. Í lýðræðisríki á enginn valdsmaður að hafa vald án ábyrgðar. Raunverulegt lýðveldi verður ekki byggt á 19. aldar stjórnarskrá konungsríkis.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar