Æskilegt að forseti Íslands leiðbeini Alþingi Svanur Kristjánsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Sumir ráðamenn virðast halda að hægt sé að breyta valdi forseta og ábyrgð á náðun og almennri uppgjöf saka einfaldlega með lagabreytingum. Slíkur málflutningur byggir á vanþekkingu og er til þess fallinn að draga athyglina frá kjarna málsins. Vald og ábyrgð forseta Íslands í slíkum málum er samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Ákvæðið er byggt á eldri ákvæðum stjórnarskrár um náðunarvald Danakonungs. Á grundvelli úreltra og óljósra ákvæða um vald og ábyrgð forseta Íslands er staða hans í stjórnskipun landsins mjög óviss. Stundum er vald og ábyrgð forseta Íslands talin vera mikil eins og árið 1952 þegar 27.364 landsmenn undirrituðu áskorun til forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, um að veita almenna sakaruppgjöf til þeirra sem dæmdir voru vegna atburða á Austurvelli 30. mars 1949. Núna bendir hver ráðamaður á annan varðandi ábyrgð á umdeildri uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns. Forseti Íslands bendir á innanríkisráðherra sem aftur bendir á starfsfólk innanríkisráðuneytis ! Slík stjórnarskrá með tilheyrandi ábyrgðarleysi æðstu valdhafa er uppskrift að sífelldum deilum um grundvallaratriði stjórnskipunar og réttarfars. Þjóðkjörinn forseti Íslands þarf að gegna lykilhlutverki við uppbyggingu íslenska lýðveldisins. Að mínu mati er mjög æskilegt að forseti Íslands skori á Alþingi að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar 67% kjósenda samþykktu meginatriði Nýju stjórnarskrárinnar sem m.a. afmarkar vald og ábyrgð forseta Íslands. Eina leiðin til að skýra stöðu og hlutverk forseta Íslands í stjórnskipun landsins er grundvallarbreyting á stjórnarskrá. Í lýðræðisríki á enginn valdsmaður að hafa vald án ábyrgðar. Raunverulegt lýðveldi verður ekki byggt á 19. aldar stjórnarskrá konungsríkis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumir ráðamenn virðast halda að hægt sé að breyta valdi forseta og ábyrgð á náðun og almennri uppgjöf saka einfaldlega með lagabreytingum. Slíkur málflutningur byggir á vanþekkingu og er til þess fallinn að draga athyglina frá kjarna málsins. Vald og ábyrgð forseta Íslands í slíkum málum er samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan saksókn né refsingu, sem landsdómur hefur dæmt, nema með samþykki Alþingis.“ Ákvæðið er byggt á eldri ákvæðum stjórnarskrár um náðunarvald Danakonungs. Á grundvelli úreltra og óljósra ákvæða um vald og ábyrgð forseta Íslands er staða hans í stjórnskipun landsins mjög óviss. Stundum er vald og ábyrgð forseta Íslands talin vera mikil eins og árið 1952 þegar 27.364 landsmenn undirrituðu áskorun til forseta Íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar, um að veita almenna sakaruppgjöf til þeirra sem dæmdir voru vegna atburða á Austurvelli 30. mars 1949. Núna bendir hver ráðamaður á annan varðandi ábyrgð á umdeildri uppreist æru dæmds kynferðisafbrotamanns. Forseti Íslands bendir á innanríkisráðherra sem aftur bendir á starfsfólk innanríkisráðuneytis ! Slík stjórnarskrá með tilheyrandi ábyrgðarleysi æðstu valdhafa er uppskrift að sífelldum deilum um grundvallaratriði stjórnskipunar og réttarfars. Þjóðkjörinn forseti Íslands þarf að gegna lykilhlutverki við uppbyggingu íslenska lýðveldisins. Að mínu mati er mjög æskilegt að forseti Íslands skori á Alþingi að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 þegar 67% kjósenda samþykktu meginatriði Nýju stjórnarskrárinnar sem m.a. afmarkar vald og ábyrgð forseta Íslands. Eina leiðin til að skýra stöðu og hlutverk forseta Íslands í stjórnskipun landsins er grundvallarbreyting á stjórnarskrá. Í lýðræðisríki á enginn valdsmaður að hafa vald án ábyrgðar. Raunverulegt lýðveldi verður ekki byggt á 19. aldar stjórnarskrá konungsríkis.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun