Kjarasamningar í ferðaþjónustu Indriði H. Þorláksson og Jakob S. Jónsson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Í fjölmiðlum hafa birst fregnir af því að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu virði ekki kjarasamninga leiðsögumanna. Sum þessara mála hafa borist á borð þeirra stéttarfélaga sem í hlut eiga og verður auðvitað tekið á þeim. Auk þess má ætla að fjöldi „skuggamála“ sé nokkur, þ.e. mála, sem aldrei koma fram í dagsljósið vegna þess að launþegi þekkir ekki rétt sinn eða þorir ekki að biðja um aðstoð við leiðréttingu þegar á honum er brotið af ótta við viðbrögð vinnuveitanda. Þá eru dæmi þess að vinnuveitendur hafi beinlínis meinað launþegum að vera í réttu stéttarfélagi, enda er það áhrifamikil leið til að „deila og drottna“. Það er vont ef ástand á þessum vinnumarkaði er þannig að unnt sé að misbeita valdi og hunsa þá ábyrgð sem vinnuveitandi hefur á því að samningar séu virtir. Á þessu verða stéttarfélög að taka með ákveðni og afli. Vegna þessa viljum við undirritaðir koma eftirfarandi á framfæri, svo auðveldara verði fyrir vinnuveitendur leiðsögumanna að gera sér grein fyrir skyldum sínum í þessum efnum og leiðsögumönnum sé ljóst hver réttindi þeirra eru: Stéttarfélög eru samtök launamanna úr tilteknum starfsstéttum og eru þau stofnuð í þeim tilgangi að sjá um sameiginlega hagsmuni þeirra. Í því felst m.a. gerð kjarasamninga, sem er samkomulag um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda. Kjarasamningur veitir báðum aðilum viss réttindi og leggur á þá gagnkvæmar skyldur, og þetta ber báðum aðilum að virða sem lágmarksréttindi. Meðal annars er það skylda fyrirtækja í ferðaþjónustu að greiða þeim sem hjá þeim starfa við leiðsögn ferðamanna að lágmarki skv. kjarasamningum Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hluti af þessum skyldum launagreiðanda er að halda eftir af launum starfsmanna sinna iðgjaldi, félagsgjöldum og framlögum til samningsbundinna sjóða, og greiða það til viðkomandi stéttarfélags. Launamenn mega skv. ákvæði stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og ákvæðum laga 55/1980 standa utan stéttarfélaga, en þeim ber engu að síður skylda til að taka þátt í því kjarnahlutverki stéttarfélaganna að gera kjarasamninga sem ná til allra í viðkomandi starfsstétt. Það er því ekki hægt að velja sér stéttarfélag, eins og borið hefur við að gert er. Greiða ber iðgjöld til þess félags sem gerir kjarasamninga fyrir viðkomandi starfsgrein. Í samræmi við framangreint eiga allir launagreiðendur leiðsögumanna að greiða iðgjöld af launum þeirra til Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Öllum er frjálst að taka þátt í starfi síns stéttarfélags og vinna að bættum kjörum félagsmanna, og skulu allir hvattir til þess enda eflir það félagið að sem flestir taki þátt og hafi áhrif. Ferðaþjónusta á Íslandi er bæði ung og gömul atvinnugrein. Fyrstu sporin í þjónustu við ferðamenn voru tekin snemma í sögu okkar og þá hefði nú sennilega engan órað fyrir því að fjöldi ferðamanna í framtíðinni næmi margföldum fjölda þjóðarinnar sjálfrar. Þangað erum við þó engu að síður komin og þá ríður á að ferðaþjónustan sé fagmannleg og traust. Það er ekki viðunandi að kjarasamningar starfsfólks í stærstu undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar séu virtir að vettugi og slegið sé af kröfum um faglega þjónustu. Metnaður ferðaþjónustunnar á m.a. að felast í að bera virðingu fyrir náttúru lands og menningu þjóðar og því fylgir að fara að lögum og kjarasamningum. Svo einfalt er það! Indriði H. Þorláksson er formaður Leiðsagnar - félagsleiðsögumanna.Jakob S. Jónsson er formaður kjaranefndar Leiðsagnar - félags leiðsögumanna.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun