Gerum kröfu um styttri vinnuviku Guðríður Arnardóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðríður Arnardóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru með fjórðu lengstu vinnuviku í Evrópu og hlutfall Íslendinga sem vinna meira en 50 stundir á viku er þriðja hæst í álfunni. Landsframleiðsla er hins vegar ekki í samræmi við lengd vinnuvikunnar sem þýðir að afköst haldast ekkert endilega í hendur við lengd vinnudags. Jákvæð áhrif styttri vinnuviku hafa verið skoðuð bæði hérlendis og erlendis. Reykjavíkurborg átti frumkvæði að tilraunaverkefni vorið 2015 þar sem vinnuvika á völdum vinnustöðum borgarinnar var stytt í 35 stundir. Niðurstöðurnar voru afgerandi þar sem andleg líðan, líkamleg líðan og starfsánægja mældist marktækt betri og meiri á „tilraunavinnustöðunum“ og um leið dró úr langtímaveikindum. Vinnuvikan var stytt úr 44 í 40 stundir með lögum árið 1971. Síðan þá hefur ekkert verið gert og allt of lítið rætt um frekari styttingu vinnuvikunnar. Nú, nærri hálfri öld síðar, þegar smjör virðist aftur farið að drjúpa af hverju strái er lag að stíga fleiri skref í átt til styttingar vinnuvikunnar, til dæmis úr 40 stundum í 35. Þjóð sem bryður þunglyndislyf í meiri mæli en aðrar þjóðir hefði örugglega gott af því að eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Kulnun í starfi og langtímaveikindi kosta samfélagið gríðarlegar fjárhæðir og yrði stytting vinnuvikunnar til þess að auka afköst og gleði þjóðarinnar eru fá rök sem mæla gegn henni. En það sem mestu máli skiptir varðar börnin okkar. Þau myndu svo sannarlega þiggja að komast fyrr heim úr skólanum og eyða meiri tíma með foreldrum sínum. Skóladagurinn í leikskóla og yngstu bekkjum grunnskólans er yfirleitt allt of langur og brýnt að stytta hann. Launþegahreyfingin þarf að taka höndum saman og gera kröfu um styttri vinnuviku í komandi samningalotu. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna saman fyrir alla. Væri ekki gott að stimpla sig út klukkutíma fyrr alla daga og knúsa krakkana? Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun