Mikil tækifæri fólgin í því að nýta erfðaupplýsingar í heilbrigðisþjónustu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. júlí 2017 20:00 Landlæknir Bretlands leggur til að erfðaupplýsingar og raðgreining erfðamengis verði ein af grunnstoðum heilbrigðisþjónustunnar. Íslendingar standa framarlega í alþjóðlegum samanburði þegar slík þekking er annars vegar og segir prófessor í erfðalækningum að Íslendingar hafi ekki eftir neinu að bíða við að innleiða slík vísindi í heilbrigðiþjónustunni. Erfðamengi einstaklingsins er safn 20.000 gena og rúmlega þriggja milljarða kirna. Fjölbreytileiki mannsins er fólginn í þessu safni, en að öðru leyti höfum við 99,8% sama erfðaefni. Öll okkar sérkenni, þar á meðal sjúkdómarnir sem herja á okur, liggja í þessum 0,2% sem aðgreina okkur.Sally Davies, landlæknir Bretlands.Sally Davies, landlæknir Bretlands, vekur athygli á möguleikum erfðalækninga og erfðamengjagreiningar í heilbrigðisþjónustu í árlegri skýrslu sinni í dag. Hún segir slík vísindi boða lægri kostnað fyrir sjúklinga, ásamt betri umönnun með einstaklingsmiðuðum meðferðum og minni aukaverkunum. Davies segir tíma svokallaðra nákvæmnilækninga vera runninn upp. Reynir Arngrímsson, prófessor í erfðalækningum, segir skýrslu Davies vera mikið tímamótaverk. „Hún leggur mikla áherslu á það að í dag sé staðin orðin sú í þekkingu okkur á erfðamenginu og að möguleikarnir á hagnýtingu hennar séu þannig að nú getum við farið að nýta þetta á miklu viðtækari hátt en við höfum gert áður. Bæði varðandi greiningu á sjaldgæfum sjúkdómum en líka á krabbameinum og ekki hvað síst til að geta sniðið meðferðina eftir erfðaeiginleikum einstaklingsins,“ segir Reynir. Hann segir mikilvægt að íslenska heilbrigðiskerfið fylgi þeim ráðleggingum sem Davies tíundar í skýrslu sinni. „Ég tel það einboðið að við eigum að fara sömu leið og nýta þessar upplýsingar til að veita þessa þjónustu,“ segir Reynir.Reynir Arngrímsson, prófessor í erfðalækningum.VÍSIR/LÆKNABLAÐIÐÁ síðustu árum hafa meiriháttar framfarir átt sér stað í erfðarannsóknum. Fyrir tíu árum kortlagði alþjóðlegur hópur vísindamanna erfðamengi mannskepnunnar, og 2015 birtu íslenskir vísindamenn rannsóknir sem byggðu á erfðamengi rúmlega hundrað þúsund Íslendinga. Þessi erfðaspegill íslensku þjóðarinnar er einstakt framtak – en af hverju hefur okkur ekki tekist að nýta þessa þekkingu í læknisfræðilegum tilgangi? Ýmsar ástæður eru fyrir því. Ákveðin íhaldssemi er nauðsynleg í heilbrigðisgeiranum þegar nýjungar eru annars vegar. Þá þarf að horfa til persónuverndarsjónarmiða auk þess sem litlu fjármagni hefur verið varið í erfðaheilbrigðisþjónustu. Ávinningurinn af því að finna lausn á þessum áskorunum sé hins vegar ótvíræður. „Greiningartími þeirra sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma myndi styttast verulega og það myndi leiða til þess að meðferð yrði markvissari. Við myndum veita rétta meðferð miklu fyrr en við erum að gera í dag. Hinn þátturinn er að sníða meðferðina að þörfum einstaklingsins,“ segir Reynir og bætir við: „Það er ekki eftir neinu að bíða.“ Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Landlæknir Bretlands leggur til að erfðaupplýsingar og raðgreining erfðamengis verði ein af grunnstoðum heilbrigðisþjónustunnar. Íslendingar standa framarlega í alþjóðlegum samanburði þegar slík þekking er annars vegar og segir prófessor í erfðalækningum að Íslendingar hafi ekki eftir neinu að bíða við að innleiða slík vísindi í heilbrigðiþjónustunni. Erfðamengi einstaklingsins er safn 20.000 gena og rúmlega þriggja milljarða kirna. Fjölbreytileiki mannsins er fólginn í þessu safni, en að öðru leyti höfum við 99,8% sama erfðaefni. Öll okkar sérkenni, þar á meðal sjúkdómarnir sem herja á okur, liggja í þessum 0,2% sem aðgreina okkur.Sally Davies, landlæknir Bretlands.Sally Davies, landlæknir Bretlands, vekur athygli á möguleikum erfðalækninga og erfðamengjagreiningar í heilbrigðisþjónustu í árlegri skýrslu sinni í dag. Hún segir slík vísindi boða lægri kostnað fyrir sjúklinga, ásamt betri umönnun með einstaklingsmiðuðum meðferðum og minni aukaverkunum. Davies segir tíma svokallaðra nákvæmnilækninga vera runninn upp. Reynir Arngrímsson, prófessor í erfðalækningum, segir skýrslu Davies vera mikið tímamótaverk. „Hún leggur mikla áherslu á það að í dag sé staðin orðin sú í þekkingu okkur á erfðamenginu og að möguleikarnir á hagnýtingu hennar séu þannig að nú getum við farið að nýta þetta á miklu viðtækari hátt en við höfum gert áður. Bæði varðandi greiningu á sjaldgæfum sjúkdómum en líka á krabbameinum og ekki hvað síst til að geta sniðið meðferðina eftir erfðaeiginleikum einstaklingsins,“ segir Reynir. Hann segir mikilvægt að íslenska heilbrigðiskerfið fylgi þeim ráðleggingum sem Davies tíundar í skýrslu sinni. „Ég tel það einboðið að við eigum að fara sömu leið og nýta þessar upplýsingar til að veita þessa þjónustu,“ segir Reynir.Reynir Arngrímsson, prófessor í erfðalækningum.VÍSIR/LÆKNABLAÐIÐÁ síðustu árum hafa meiriháttar framfarir átt sér stað í erfðarannsóknum. Fyrir tíu árum kortlagði alþjóðlegur hópur vísindamanna erfðamengi mannskepnunnar, og 2015 birtu íslenskir vísindamenn rannsóknir sem byggðu á erfðamengi rúmlega hundrað þúsund Íslendinga. Þessi erfðaspegill íslensku þjóðarinnar er einstakt framtak – en af hverju hefur okkur ekki tekist að nýta þessa þekkingu í læknisfræðilegum tilgangi? Ýmsar ástæður eru fyrir því. Ákveðin íhaldssemi er nauðsynleg í heilbrigðisgeiranum þegar nýjungar eru annars vegar. Þá þarf að horfa til persónuverndarsjónarmiða auk þess sem litlu fjármagni hefur verið varið í erfðaheilbrigðisþjónustu. Ávinningurinn af því að finna lausn á þessum áskorunum sé hins vegar ótvíræður. „Greiningartími þeirra sem eru með sjaldgæfa sjúkdóma myndi styttast verulega og það myndi leiða til þess að meðferð yrði markvissari. Við myndum veita rétta meðferð miklu fyrr en við erum að gera í dag. Hinn þátturinn er að sníða meðferðina að þörfum einstaklingsins,“ segir Reynir og bætir við: „Það er ekki eftir neinu að bíða.“
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira