Ertu leiðtogi af gamla skólanum? Rúna Magnúsdóttir skrifar 5. júlí 2017 07:00 Hvort sem þú ert að leiða teymi, deild, heilt fyrirtæki eða stofnun, þá hefur þú alltaf val. Þú getur valið um að vera leiðtogi af gamla eða nýja skólanum. Hvort ert þú? Upp úr síðustu aldamótum fór að bera á nýjum leiðtogaáherslum, fræðum sem kallast „Feminine Valued Leadership“ og mætti snara yfir á íslensku sem „gildi kvenlægrar stjórnunar“ þar sem hugtök eins og samstarf, samvinna og samsköpun eru höfð að leiðarljósi. Bæði viðskipta- og stjórnmálaumhverfið var upphaflega skilgreint af körlum – fyrir karla – og hefur það frá upphafi snúist um leiðir og aðferðir sem karlar hafa fundið sig í. Konur hafa til þessa dags þurft að laga sig að þessu karllæga umhverfi til þess að vera virtar og metnar að verðleikum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að leiðtoginn af „gamla skólanum“ er stjórnandinn sem stýrist af hinum svokölluðu karllægu gildum. Hugtökum eins og hugrekki, einurð, fastur fyrir, styrkur, sjálfstæði og stefnufesta. Hin svokölluðu kvenlægu gildi sem talað er um í leiðtogafræðunum eru: tilfinningagreind, gagnvirk hlustun, samræður, hluttekning, skilningur, samstarf, samvinna, samsköpun í verkefnum og áherslum. Rithöfundurinn Daniel Goldman sem skrifaði metsölubókina „Emotional Intelligence“ sýndi fram á að leiðtoginn sem nær bestum árangri, er leiðtogi sem hefur 85 prósent tilfinningagreind. Slíkur leiðtogi stjórnar út frá hinum kvenlægu gildum með lítilræði (15 prósent) af hinum svokölluðu karlægum gildum. Bæði konur og karlar stjórnast bæði af karlægum og kvenlegum gildum og spurningin er bara hvernig blandan lítur út og hvort viðkomandi sé opinn fyrir að efla hin kvenlægu gildi hjá sjálfum sér. Sem stjórnendaþjálfi á alþjóðamarkaði síðastliðin tíu ár hef ég tekið eftir því að alltof stór hópur leiðtoga telur sér trú um að þeir séu að stjórna sem leiðtogi af nýja skólanum. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þeir eru fastir í formi gamalla gilda. Góðu fréttirnar eru þær, að þegar stjórnandi eins og þú verður meðvituð/aður um eigin venjur, þá er hægt að fara í breytingar í þá átt sem gefa þér og teyminu þínu meiri ánægju, árangur og dýpri tengingu við tilgang og framgang fyrirtækisins. Ert þú enn þá að vinna út frá eldgömlum karllægum gildum?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hvort sem þú ert að leiða teymi, deild, heilt fyrirtæki eða stofnun, þá hefur þú alltaf val. Þú getur valið um að vera leiðtogi af gamla eða nýja skólanum. Hvort ert þú? Upp úr síðustu aldamótum fór að bera á nýjum leiðtogaáherslum, fræðum sem kallast „Feminine Valued Leadership“ og mætti snara yfir á íslensku sem „gildi kvenlægrar stjórnunar“ þar sem hugtök eins og samstarf, samvinna og samsköpun eru höfð að leiðarljósi. Bæði viðskipta- og stjórnmálaumhverfið var upphaflega skilgreint af körlum – fyrir karla – og hefur það frá upphafi snúist um leiðir og aðferðir sem karlar hafa fundið sig í. Konur hafa til þessa dags þurft að laga sig að þessu karllæga umhverfi til þess að vera virtar og metnar að verðleikum. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að leiðtoginn af „gamla skólanum“ er stjórnandinn sem stýrist af hinum svokölluðu karllægu gildum. Hugtökum eins og hugrekki, einurð, fastur fyrir, styrkur, sjálfstæði og stefnufesta. Hin svokölluðu kvenlægu gildi sem talað er um í leiðtogafræðunum eru: tilfinningagreind, gagnvirk hlustun, samræður, hluttekning, skilningur, samstarf, samvinna, samsköpun í verkefnum og áherslum. Rithöfundurinn Daniel Goldman sem skrifaði metsölubókina „Emotional Intelligence“ sýndi fram á að leiðtoginn sem nær bestum árangri, er leiðtogi sem hefur 85 prósent tilfinningagreind. Slíkur leiðtogi stjórnar út frá hinum kvenlægu gildum með lítilræði (15 prósent) af hinum svokölluðu karlægum gildum. Bæði konur og karlar stjórnast bæði af karlægum og kvenlegum gildum og spurningin er bara hvernig blandan lítur út og hvort viðkomandi sé opinn fyrir að efla hin kvenlægu gildi hjá sjálfum sér. Sem stjórnendaþjálfi á alþjóðamarkaði síðastliðin tíu ár hef ég tekið eftir því að alltof stór hópur leiðtoga telur sér trú um að þeir séu að stjórna sem leiðtogi af nýja skólanum. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að þeir eru fastir í formi gamalla gilda. Góðu fréttirnar eru þær, að þegar stjórnandi eins og þú verður meðvituð/aður um eigin venjur, þá er hægt að fara í breytingar í þá átt sem gefa þér og teyminu þínu meiri ánægju, árangur og dýpri tengingu við tilgang og framgang fyrirtækisins. Ert þú enn þá að vinna út frá eldgömlum karllægum gildum?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun