Skipuleggur karlmannslausa tónlistarhátíð eftir tíð kynferðisbrot á Bråvalla-hátíðinni Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2017 13:14 Emma Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter á sunnudagskvöld. Wikipedia Commons/EPA Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. Þetta gerir hún í kjölfar fjölda ofbeldisbrota á nýafstaðinni Bråvalla-hátíðinni þar sem tilkynnt var um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa þegar sagt að hún verði ekki haldin að ári. Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter á sunnudagskvöldinu. „Hvað finnst ykkur um við hendum upp svakalegri hátíð þar sem aðrir en karlmenn eru velkomnir og sem við höldum gangandi þar til að ALLIR karlmenn læri hvernig eigi að haga sér?“ sagði Knyckare.Vad tror ni om att vi styr ihop en asfet festival dit bara icke män är välkomna som vi kör tills ALLA män har lärt sig hur en beter sig?— Emma Knyckare (@Knyckare) July 2, 2017 Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Þetta varð að alveg risadæmi á örfáum klukkustundum,“ segir Knyckare í samtali við DN. „Nærri þúsund manns hafa verið í sambandi og vilja hjálpa til, allt frá almannatengslum til hreinsunarstarfs.“ Knyckare segir jafnframt að listakonur eins og Linnea Henriksson, Julia Frej og Cleo Missaoui hafi nú þegar samþykkt að troða upp.Að konur finni fyrir öryggi „Hverjir eru það sem nauðga? Jú, karlmenn. En ef við skipuleggjum tónlistarhátíð þar sem þeir mega ekki koma? Það var þannig sem ég hugsaði. Mér finnst það hræðilegt að hálf þjóðin skuli finna fyrir óöryggi. Þannig að þegar á næsta ári verður annar möguleiki í boði: Rokkhátíð þar sem stelpur geta fundið fyrir öryggi,“ segir Knyckare. Aðspurð um hvort ekki sé verið að mismuna með slíkri hátíð segist hún ekki líta þannig á málið. „En af því að það virðist vera í góðu lagi að mismuna konum að staðaldri þá er það kannski í lagi að útiloka karlmenn í þrjá daga. Ég myndi ekki kalla það árás að fá ekki að fara á tónlistarhátíð. Auk þess hefur Magnus Betnér [sænskur grínisti] boðist til að þrífa svæðið eftir hátíðina. Þannig að þetta verður ekki algerlega laust við karlmenn,“ segir Knyckare. Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaða tónlistarhátíð. Tengdar fréttir Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. 3. júlí 2017 20:04 Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins. 1. júlí 2017 15:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sænski grínistinn og útvarpskonan Emma Knyckare stefnir nú að því að halda tónlistarhátíð þar sem öllum karlmönnum verður meinaður aðgangur. Þetta gerir hún í kjölfar fjölda ofbeldisbrota á nýafstaðinni Bråvalla-hátíðinni þar sem tilkynnt var um 22 líkamsárásir og fjórar nauðganir. Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa þegar sagt að hún verði ekki haldin að ári. Knyckare varpaði fyrst fram hugmyndinni á Twitter á sunnudagskvöldinu. „Hvað finnst ykkur um við hendum upp svakalegri hátíð þar sem aðrir en karlmenn eru velkomnir og sem við höldum gangandi þar til að ALLIR karlmenn læri hvernig eigi að haga sér?“ sagði Knyckare.Vad tror ni om att vi styr ihop en asfet festival dit bara icke män är välkomna som vi kör tills ALLA män har lärt sig hur en beter sig?— Emma Knyckare (@Knyckare) July 2, 2017 Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Þetta varð að alveg risadæmi á örfáum klukkustundum,“ segir Knyckare í samtali við DN. „Nærri þúsund manns hafa verið í sambandi og vilja hjálpa til, allt frá almannatengslum til hreinsunarstarfs.“ Knyckare segir jafnframt að listakonur eins og Linnea Henriksson, Julia Frej og Cleo Missaoui hafi nú þegar samþykkt að troða upp.Að konur finni fyrir öryggi „Hverjir eru það sem nauðga? Jú, karlmenn. En ef við skipuleggjum tónlistarhátíð þar sem þeir mega ekki koma? Það var þannig sem ég hugsaði. Mér finnst það hræðilegt að hálf þjóðin skuli finna fyrir óöryggi. Þannig að þegar á næsta ári verður annar möguleiki í boði: Rokkhátíð þar sem stelpur geta fundið fyrir öryggi,“ segir Knyckare. Aðspurð um hvort ekki sé verið að mismuna með slíkri hátíð segist hún ekki líta þannig á málið. „En af því að það virðist vera í góðu lagi að mismuna konum að staðaldri þá er það kannski í lagi að útiloka karlmenn í þrjá daga. Ég myndi ekki kalla það árás að fá ekki að fara á tónlistarhátíð. Auk þess hefur Magnus Betnér [sænskur grínisti] boðist til að þrífa svæðið eftir hátíðina. Þannig að þetta verður ekki algerlega laust við karlmenn,“ segir Knyckare. Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaða tónlistarhátíð.
Tengdar fréttir Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. 3. júlí 2017 20:04 Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins. 1. júlí 2017 15:58 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sex nauðganir til rannsóknar hjá lögreglu eftir Hróarskelduhátíðina Sex nauðganir eru til rannsóknar hjá lögreglu á Sjálandi í kjölfar Hróarskelduhátíðarinnar. 3. júlí 2017 20:04
Svíar aflýsa tónlistarhátíð vegna kynferðisofbeldis Í framhaldi af því að kynferðisbrot voru framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla í Svíþjóð var ákveðið að aflýsa með öllu hátíðinni. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins. 1. júlí 2017 15:58