Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur fyrir fiskeldi framtíðarinnar Helgi Thorarensen skrifar 6. júlí 2017 07:00 Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun