Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur fyrir fiskeldi framtíðarinnar Helgi Thorarensen skrifar 6. júlí 2017 07:00 Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar