Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur fyrir fiskeldi framtíðarinnar Helgi Thorarensen skrifar 6. júlí 2017 07:00 Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum. Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.Skólakerfið vel í stakk búiðEðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni. Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.Ábyrgð starfsmanna mikilSérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis. Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæðastjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.Tryggja þarf menntunNærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi. Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða. Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar