Innlent

Eistnaflug fór að mestu leyti vel fram

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Tónlistarhátíðin Eistnaflug er vinsæl tónlistarhátíð sem er vel sótt ár hvert.
Tónlistarhátíðin Eistnaflug er vinsæl tónlistarhátíð sem er vel sótt ár hvert. Mynd/Freyja Gylfadóttir
Þungarokkshátíðin Eistnaflug sem haldin var um helgina á Neskaupstað gekk að mestu leyti vel fyrir og ekki kom til mikilla afskipta lögreglu þrátt fyrir töluverða ölvun á hátíðinni en ein líkamsárás var kærð til lögreglu. Þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Austurlandi.

Í öðru máli fór lögregla með aðila á sjúkrahús sem var mikið bólginn á fæti og með skurð á höfði og sagðist hafa lent í átökum á tjaldvæðinu. Þá var annar aðili handtekinn vegna meints vopnalagabrots en einnig fundust fíkniefni í fórum mannsins.

Seinni hluta nætur hafði lögreglan í nógu að snúast seinni part næturinnar en meðal annars var tilkynnt um stúlku sem hafði gengið í sjóinn og þá var æstum og ölvuðum mönnum vísað út af tónleikasvæðinu en þeir höfðu ekki keypt sér miða. Einn ölvaður ökumaður var handtekinn við Egilsstaði en sá hafði verið að koma af hátíðinni.

Samkvæmt lögreglunni gekk umferð vel fyrir sig í dag og virðist gestir hátíðarinnar hafa passað sig á að fara ekki of snemma af stað á bílum sínum. Einhverjir frestuðu för sinni fram eftir degi eftir að hafa fengið að blása hjá lögreglu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×