Er í lagi að ráðherrar ljúgi? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. júní 2017 07:00 Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta. Ég held að þessi einfalda og bernska lífsspeki sé sérstaklega mikilvæg þeim sem taka þátt í stjórnmálum og enn frekar þeim sem falin er ábyrgð á hendur á þeim vettvangi. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir því undanfarið að eftir umrót síðustu ára í stjórnmálum; eftir búsáhaldabyltingu, kröfu um gegnsærri og heiðarlegri stjórnmál, eftir að tvær af síðustu þremur ríkisstjórnum hafa hrökklast frá völdum vegna þess að almenningur treysti þeim ekki lengur – eftir allt þetta ferli virðumst við vera stödd á þeim stað að það sé í lagi að ráðherra ljúgi að Alþingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra varð á dögunum uppvís að því að hafa sagt ósatt í pontu. Tilefnið var fyrirspurn Óla Halldórssonar, varaþingsmanns Vinstri grænna, um hvort fjárfestar hefðu sett sig í samband við ráðuneytið vegna Keflavíkurflugvallar. Þrátt fyrir að fjárfestar hefðu gert það, sagði Benedikt svo ekki vera. Og síðar sama dag áttu fjárfestar annan fund um einmitt þetta mál. Öllum getur orðið á, en það hvernig við tökum á slíku segir ansi margt um það hver við erum. Benedikt þagði þunnu hljóði yfir ósannindunum og það var ekki fyrr en Stundin hafði samband að ráðherrann útskýrði málið á Facebook. Og skýringin? Hann vissi einfaldlega ekki af því hvað verið var að bardúsa í ráðuneytinu varðandi fundi um mál sem hefur verið þó nokkuð í umræðunni. Enn hefur Benedikt þó ekki útskýrt hvers vegna hann beið með að útskýra ósannindin þar til blaðakonan kom upp um hann. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar. Ráðherrar sem eru uppvísir að ósannindum, eiga að taka meiri ábyrgð á því en að henda í einn status sem segir ekki nema hálfa söguna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta. Ég held að þessi einfalda og bernska lífsspeki sé sérstaklega mikilvæg þeim sem taka þátt í stjórnmálum og enn frekar þeim sem falin er ábyrgð á hendur á þeim vettvangi. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir því undanfarið að eftir umrót síðustu ára í stjórnmálum; eftir búsáhaldabyltingu, kröfu um gegnsærri og heiðarlegri stjórnmál, eftir að tvær af síðustu þremur ríkisstjórnum hafa hrökklast frá völdum vegna þess að almenningur treysti þeim ekki lengur – eftir allt þetta ferli virðumst við vera stödd á þeim stað að það sé í lagi að ráðherra ljúgi að Alþingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra varð á dögunum uppvís að því að hafa sagt ósatt í pontu. Tilefnið var fyrirspurn Óla Halldórssonar, varaþingsmanns Vinstri grænna, um hvort fjárfestar hefðu sett sig í samband við ráðuneytið vegna Keflavíkurflugvallar. Þrátt fyrir að fjárfestar hefðu gert það, sagði Benedikt svo ekki vera. Og síðar sama dag áttu fjárfestar annan fund um einmitt þetta mál. Öllum getur orðið á, en það hvernig við tökum á slíku segir ansi margt um það hver við erum. Benedikt þagði þunnu hljóði yfir ósannindunum og það var ekki fyrr en Stundin hafði samband að ráðherrann útskýrði málið á Facebook. Og skýringin? Hann vissi einfaldlega ekki af því hvað verið var að bardúsa í ráðuneytinu varðandi fundi um mál sem hefur verið þó nokkuð í umræðunni. Enn hefur Benedikt þó ekki útskýrt hvers vegna hann beið með að útskýra ósannindin þar til blaðakonan kom upp um hann. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar. Ráðherrar sem eru uppvísir að ósannindum, eiga að taka meiri ábyrgð á því en að henda í einn status sem segir ekki nema hálfa söguna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun