Skapandi aflvaki til framtíðar Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningarfélags Akureyrar sem skilar menningarlegum verðmætum til samfélagsins. Í lok maí kynnti Menningarfélagið afrakstur stefnumótunarvinnu sem starfsfólk félagsins og fulltrúar stjórna þeirra félaga sem það mynda tóku þátt í. Félögin eru: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Menningarfélagið Hof.Efling atvinnu í sviðslistum Í stefnunni er megináhersla lögð á eflingu atvinnustarfsemi í sviðslist og sinfónískri tónlist á Akureyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomuhússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Menningarfélag Akureyrar er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rík áhersla er því á grasrótina og að fóstra listræna hæfileika, með það að leiðarljósi að sem flestir angar lista- og menningarlífs dafni og blómstri. Menningarfélagið vill hlúa að frumsköpun og veita ungu fólki tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur og skapa þannig ný samfélagsleg verðmæti. Segja má að upptaktur stefnumótunarinnar hafi hafist strax við stofnun MAk 2015 og unnið hefur verið eftir þeim takti. Menningarfélagið er óhrætt við að takast á við áskoranir eins og frumflutning á nýjum íslenskum verkum, bæði á sviði leiklistar og sinfónískrar tónlistar. Síðastliðinn vetur setti Leikfélag Akureyrar upp fjölskyldusýninguna Núnó og Júníu og sýndi með því mikla áræðni, því það krefst hugrekkis að bjóða upp á eitthvað nýtt, eitthvað ókunnugt. Allar sviðsuppfærslur Leikfélags Akureyrar undir hatti Menningarfélagsins hafa verið nýskrif, ný leikrit, leikgerðir eða samsköpunarverkefni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflutti verk eftir Kjartan Valdimarsson og setti auk þess stórbrotna kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar í glæsilega umgjörð með lifandi flutningi í Hamraborg við mikla hrifningu áhorfenda. Sinfóníuhljómsveitin hefur markað sér braut sem framsækin og áræðin hljómsveit. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri tók nýverið fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitarinnar á móti athafna- og nýsköpunarverðlaunum Akureyrarbæjar fyrir frumkvöðlastarf í upptökum á kvikmyndatónlist í menningarhúsinu Hofi og sköpun nýrra tækifæra fyrir tónlistarfólk.Stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur Framtíðarsýn Menningarfélagsins byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu, en framlög til reksturs Leikfélags Akureyrar hafa staðið í stað frá 2007 og ekki hefur heldur verið tekið tillit til verðlagsbreytinga hjá hinum félögunum í fjárframlögum hins opinbera til Menningarfélagsins. Aukið framleiðslufé mun gera Leikfélagi Akureyrar kleift að ráða til sín leikhóp og tónlistarsviði Menningarfélagsins mögulegt að veita atvinnutónlistarmönnum á Norðurlandi tækifæri til að lifa á list sinni. Áætlanir vetrarins hafa staðist og er reksturinn stöðugur. Hinn rauði þráður í nýrri stefnumótun er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningarfélags Akureyrar sem skilar menningarlegum verðmætum til samfélagsins. Í lok maí kynnti Menningarfélagið afrakstur stefnumótunarvinnu sem starfsfólk félagsins og fulltrúar stjórna þeirra félaga sem það mynda tóku þátt í. Félögin eru: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Menningarfélagið Hof.Efling atvinnu í sviðslistum Í stefnunni er megináhersla lögð á eflingu atvinnustarfsemi í sviðslist og sinfónískri tónlist á Akureyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomuhússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Menningarfélag Akureyrar er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rík áhersla er því á grasrótina og að fóstra listræna hæfileika, með það að leiðarljósi að sem flestir angar lista- og menningarlífs dafni og blómstri. Menningarfélagið vill hlúa að frumsköpun og veita ungu fólki tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur og skapa þannig ný samfélagsleg verðmæti. Segja má að upptaktur stefnumótunarinnar hafi hafist strax við stofnun MAk 2015 og unnið hefur verið eftir þeim takti. Menningarfélagið er óhrætt við að takast á við áskoranir eins og frumflutning á nýjum íslenskum verkum, bæði á sviði leiklistar og sinfónískrar tónlistar. Síðastliðinn vetur setti Leikfélag Akureyrar upp fjölskyldusýninguna Núnó og Júníu og sýndi með því mikla áræðni, því það krefst hugrekkis að bjóða upp á eitthvað nýtt, eitthvað ókunnugt. Allar sviðsuppfærslur Leikfélags Akureyrar undir hatti Menningarfélagsins hafa verið nýskrif, ný leikrit, leikgerðir eða samsköpunarverkefni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflutti verk eftir Kjartan Valdimarsson og setti auk þess stórbrotna kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar í glæsilega umgjörð með lifandi flutningi í Hamraborg við mikla hrifningu áhorfenda. Sinfóníuhljómsveitin hefur markað sér braut sem framsækin og áræðin hljómsveit. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri tók nýverið fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitarinnar á móti athafna- og nýsköpunarverðlaunum Akureyrarbæjar fyrir frumkvöðlastarf í upptökum á kvikmyndatónlist í menningarhúsinu Hofi og sköpun nýrra tækifæra fyrir tónlistarfólk.Stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur Framtíðarsýn Menningarfélagsins byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu, en framlög til reksturs Leikfélags Akureyrar hafa staðið í stað frá 2007 og ekki hefur heldur verið tekið tillit til verðlagsbreytinga hjá hinum félögunum í fjárframlögum hins opinbera til Menningarfélagsins. Aukið framleiðslufé mun gera Leikfélagi Akureyrar kleift að ráða til sín leikhóp og tónlistarsviði Menningarfélagsins mögulegt að veita atvinnutónlistarmönnum á Norðurlandi tækifæri til að lifa á list sinni. Áætlanir vetrarins hafa staðist og er reksturinn stöðugur. Hinn rauði þráður í nýrri stefnumótun er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar