Skapandi aflvaki til framtíðar Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningarfélags Akureyrar sem skilar menningarlegum verðmætum til samfélagsins. Í lok maí kynnti Menningarfélagið afrakstur stefnumótunarvinnu sem starfsfólk félagsins og fulltrúar stjórna þeirra félaga sem það mynda tóku þátt í. Félögin eru: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Menningarfélagið Hof.Efling atvinnu í sviðslistum Í stefnunni er megináhersla lögð á eflingu atvinnustarfsemi í sviðslist og sinfónískri tónlist á Akureyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomuhússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Menningarfélag Akureyrar er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rík áhersla er því á grasrótina og að fóstra listræna hæfileika, með það að leiðarljósi að sem flestir angar lista- og menningarlífs dafni og blómstri. Menningarfélagið vill hlúa að frumsköpun og veita ungu fólki tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur og skapa þannig ný samfélagsleg verðmæti. Segja má að upptaktur stefnumótunarinnar hafi hafist strax við stofnun MAk 2015 og unnið hefur verið eftir þeim takti. Menningarfélagið er óhrætt við að takast á við áskoranir eins og frumflutning á nýjum íslenskum verkum, bæði á sviði leiklistar og sinfónískrar tónlistar. Síðastliðinn vetur setti Leikfélag Akureyrar upp fjölskyldusýninguna Núnó og Júníu og sýndi með því mikla áræðni, því það krefst hugrekkis að bjóða upp á eitthvað nýtt, eitthvað ókunnugt. Allar sviðsuppfærslur Leikfélags Akureyrar undir hatti Menningarfélagsins hafa verið nýskrif, ný leikrit, leikgerðir eða samsköpunarverkefni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflutti verk eftir Kjartan Valdimarsson og setti auk þess stórbrotna kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar í glæsilega umgjörð með lifandi flutningi í Hamraborg við mikla hrifningu áhorfenda. Sinfóníuhljómsveitin hefur markað sér braut sem framsækin og áræðin hljómsveit. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri tók nýverið fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitarinnar á móti athafna- og nýsköpunarverðlaunum Akureyrarbæjar fyrir frumkvöðlastarf í upptökum á kvikmyndatónlist í menningarhúsinu Hofi og sköpun nýrra tækifæra fyrir tónlistarfólk.Stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur Framtíðarsýn Menningarfélagsins byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu, en framlög til reksturs Leikfélags Akureyrar hafa staðið í stað frá 2007 og ekki hefur heldur verið tekið tillit til verðlagsbreytinga hjá hinum félögunum í fjárframlögum hins opinbera til Menningarfélagsins. Aukið framleiðslufé mun gera Leikfélagi Akureyrar kleift að ráða til sín leikhóp og tónlistarsviði Menningarfélagsins mögulegt að veita atvinnutónlistarmönnum á Norðurlandi tækifæri til að lifa á list sinni. Áætlanir vetrarins hafa staðist og er reksturinn stöðugur. Hinn rauði þráður í nýrri stefnumótun er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Öflug miðstöð skapandi greina hefur byggst upp með stofnun Menningarfélags Akureyrar sem skilar menningarlegum verðmætum til samfélagsins. Í lok maí kynnti Menningarfélagið afrakstur stefnumótunarvinnu sem starfsfólk félagsins og fulltrúar stjórna þeirra félaga sem það mynda tóku þátt í. Félögin eru: Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Leikfélag Akureyrar og Menningarfélagið Hof.Efling atvinnu í sviðslistum Í stefnunni er megináhersla lögð á eflingu atvinnustarfsemi í sviðslist og sinfónískri tónlist á Akureyri ásamt því að ýta frekar undir aðdráttarafl Hofs og Samkomuhússins fyrir listviðburði, fundi og ráðstefnur. Menningarfélag Akureyrar er gróðurhús fyrir hugmyndir, staður þar sem draumar geta ræst. Rík áhersla er því á grasrótina og að fóstra listræna hæfileika, með það að leiðarljósi að sem flestir angar lista- og menningarlífs dafni og blómstri. Menningarfélagið vill hlúa að frumsköpun og veita ungu fólki tækifæri til að eiga stefnumót við áhorfendur og skapa þannig ný samfélagsleg verðmæti. Segja má að upptaktur stefnumótunarinnar hafi hafist strax við stofnun MAk 2015 og unnið hefur verið eftir þeim takti. Menningarfélagið er óhrætt við að takast á við áskoranir eins og frumflutning á nýjum íslenskum verkum, bæði á sviði leiklistar og sinfónískrar tónlistar. Síðastliðinn vetur setti Leikfélag Akureyrar upp fjölskyldusýninguna Núnó og Júníu og sýndi með því mikla áræðni, því það krefst hugrekkis að bjóða upp á eitthvað nýtt, eitthvað ókunnugt. Allar sviðsuppfærslur Leikfélags Akureyrar undir hatti Menningarfélagsins hafa verið nýskrif, ný leikrit, leikgerðir eða samsköpunarverkefni. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflutti verk eftir Kjartan Valdimarsson og setti auk þess stórbrotna kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar í glæsilega umgjörð með lifandi flutningi í Hamraborg við mikla hrifningu áhorfenda. Sinfóníuhljómsveitin hefur markað sér braut sem framsækin og áræðin hljómsveit. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri tók nýverið fyrir hönd Sinfóníuhljómsveitarinnar á móti athafna- og nýsköpunarverðlaunum Akureyrarbæjar fyrir frumkvöðlastarf í upptökum á kvikmyndatónlist í menningarhúsinu Hofi og sköpun nýrra tækifæra fyrir tónlistarfólk.Stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur Framtíðarsýn Menningarfélagsins byggir á þeirri forsendu að aukið fé verði sett í framleiðslu, en framlög til reksturs Leikfélags Akureyrar hafa staðið í stað frá 2007 og ekki hefur heldur verið tekið tillit til verðlagsbreytinga hjá hinum félögunum í fjárframlögum hins opinbera til Menningarfélagsins. Aukið framleiðslufé mun gera Leikfélagi Akureyrar kleift að ráða til sín leikhóp og tónlistarsviði Menningarfélagsins mögulegt að veita atvinnutónlistarmönnum á Norðurlandi tækifæri til að lifa á list sinni. Áætlanir vetrarins hafa staðist og er reksturinn stöðugur. Hinn rauði þráður í nýrri stefnumótun er ekki einungis stóraukinn listrænn og samfélagslegur ávinningur heldur einnig rekstur í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar