Uppreist æra án iðrunar og ábyrgðar Bergur Þór Ingólfsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. Þegar nafni Roberts Downey er slegið upp á leitarvélum eða í dómsskjölum er ómögulegt að finna hvernig hann missti æruna og réttindi sín til að stunda lögmannsstörf en í stað þess koma ótal niðurstöður um frægan leikara í Hollywood. Ástæðan er sú að glæpirnir sem hann var dæmdur fyrir voru framdir undir öðru nafni. Þá hét hann Róbert Árni Hreiðarsson. Hvaða slóð er svo maðurinn að fela með því að skipta um nafn? Til að missa æruna samkvæmt íslenskum lögum þarf einstaklingur að fremja svívirðilegan glæp og refsing sem dæmd var þarf að vera fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta. Róbert hlaut þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fjórtán til fimmtán ára en sjálfur var hann þá um sextugt. Þremur árum síðar þurfti hann svo að greiða fimmtu stúlkunni skaðabætur fyrir sömu sakir en var sá glæpur ekki metinn til lengingar á fangelsisvistinni. Hann sat inni í tvö ár. Við tælingu á fórnarlömbum sínum beitti Róbert blekkingum og nýtti sér yfirburði sína vegna stöðu sinnar og aldurs- og þroskamunar. Hann var á þessum tíma með tvo síma, fjögur símkort og á þeim voru skráð nöfn hundraða stúlkna og aldur þeirra fyrir aftan. Hann nálgaðist líka stúlkurnar á msn-samskiptaforritinu undir ýmsum fölskum nöfnum m.a. gælunafni sonar síns. Allt saman þaulskipulagt. Auðveldast var fyrir hann að tæla stúlkur sem stóðu höllum fæti með peningum og áfengi. Tilvitnun í dóminn: „Að mati dómsins var brotavilji ákærða einbeittur. Þá hélt hann brotum sínum áfram eftir að honum var kunnugt um að hann væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart A. Þá verður ekki hjá því litið að ákærði var starfandi lögmaður er hann framdi brotin en hann hefur m.a. annast hagsmunagæslu fyrir brotaþola í sakamálum og sinnt verjandastörfum í kynferðisbrotamálum.“ [...] „Ákærði hefur í þessu máli verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gagnvart 4 stúlkum. Er brot hans stórfellt og verður ótvírætt að telja að hann sé ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðsdómslögmaður eða njóta þeirra réttinda. Með vísan til þess, sbr. 2. mgr. 68. gr. if., laga nr. 19/1940, er ákærði sviptur réttindum til að vera héraðsdómslögmaður. Í málflutningsræðu ákæruvalds kom fram að við héraðsdómstól lægi á þessari stundu fyrir ósk um að ákærði yrði skipaður verjandi manns, sem ákærður væri fyrir kynferðisbrot gegn barni. Dómurinn hefur fengið þær upplýsingar staðfestar frá viðkomandi dómstól. Í ljósi þeirra mikilsverðu hagsmuna sem í húfi eru þykir rétt, með vísan til 2. mgr. 139. gr. laga nr. 19/1991, að láta áhrif réttindasviptingarinnar þegar koma til framkvæmda.“ Nú kemur maðurinn fram undir enn nýju nafni, fær uppreist æru og hlýtur lögmannsréttindi á þeim forsendum „...að það skipti hann miklu máli að geta skilið við þann kafla í lífi sínu sem hafi leitt til dóms.“ Lögmaður hans birtist í fjölmiðlum þann 17. júní og kvað Robert svo endurhæfðan að hann hefði meira að segja farið til sálfræðings og bætti svo við að dómurinn hefði verið þungur miðað við brotin. – „Allir sem töldu það,“ sagði hann. Allir? Það er ekki nema sanngjarnt að það komi fram að sá sem skrifar þessa grein er faðir einnar stúlkunnar sem brotið var á. Dóttir mín og fjölskylda hennar hafa verið að leita svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra (núverandi forsætisráðherra) og forseti Íslands veiti manni sem hefur í áratugi blekkt og svívirt ungar stúlkur geti talist flekklaus og fái að stunda störf við aðstæður þar sem hann er aftur kominn í yfirburðastöðu gagnvart öðrum borgurum. Forsætisráðherrann segist ekkert vita. Forsetinn setur nafn sitt við þennan gjörning en ber enga ábyrgð. Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar? Það skal tekið fram að Róbert viðurkenndi aldrei við dóm að hann hefði gert nokkuð rangt. Þvert á móti fannst honum á sér brotið. Iðrun hefur hann aldrei sýnt og við efumst um að hana sé að finna í þeim skjölum sem dómsmálaráðuneytið lagði fram til upprisu ærunnar, séu þau til. Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Þann 15. júní 2017 staðfesti Hæstiréttur úrskurð héraðsdóms um að svipting réttinda Roberts Downey til að vera héraðsdómslögmaður skyldi felld niður. Virðist dómnum ekki hafa verið stætt á öðru þar sem Robert hafði þann 16. september 2016 fengið uppreist æru hjá forseta Íslands og settum innanríkisráðherra, svo og tókst lögmanni hans að útiloka að dómarar tækju álit Lögmannafélagsins til greina þar sem hann hafði ekki beint verið dæmdur fyrir brot í starfi. Þegar nafni Roberts Downey er slegið upp á leitarvélum eða í dómsskjölum er ómögulegt að finna hvernig hann missti æruna og réttindi sín til að stunda lögmannsstörf en í stað þess koma ótal niðurstöður um frægan leikara í Hollywood. Ástæðan er sú að glæpirnir sem hann var dæmdur fyrir voru framdir undir öðru nafni. Þá hét hann Róbert Árni Hreiðarsson. Hvaða slóð er svo maðurinn að fela með því að skipta um nafn? Til að missa æruna samkvæmt íslenskum lögum þarf einstaklingur að fremja svívirðilegan glæp og refsing sem dæmd var þarf að vera fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið hið minnsta. Róbert hlaut þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum á aldrinum fjórtán til fimmtán ára en sjálfur var hann þá um sextugt. Þremur árum síðar þurfti hann svo að greiða fimmtu stúlkunni skaðabætur fyrir sömu sakir en var sá glæpur ekki metinn til lengingar á fangelsisvistinni. Hann sat inni í tvö ár. Við tælingu á fórnarlömbum sínum beitti Róbert blekkingum og nýtti sér yfirburði sína vegna stöðu sinnar og aldurs- og þroskamunar. Hann var á þessum tíma með tvo síma, fjögur símkort og á þeim voru skráð nöfn hundraða stúlkna og aldur þeirra fyrir aftan. Hann nálgaðist líka stúlkurnar á msn-samskiptaforritinu undir ýmsum fölskum nöfnum m.a. gælunafni sonar síns. Allt saman þaulskipulagt. Auðveldast var fyrir hann að tæla stúlkur sem stóðu höllum fæti með peningum og áfengi. Tilvitnun í dóminn: „Að mati dómsins var brotavilji ákærða einbeittur. Þá hélt hann brotum sínum áfram eftir að honum var kunnugt um að hann væri grunaður um kynferðisbrot gagnvart A. Þá verður ekki hjá því litið að ákærði var starfandi lögmaður er hann framdi brotin en hann hefur m.a. annast hagsmunagæslu fyrir brotaþola í sakamálum og sinnt verjandastörfum í kynferðisbrotamálum.“ [...] „Ákærði hefur í þessu máli verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gagnvart 4 stúlkum. Er brot hans stórfellt og verður ótvírætt að telja að hann sé ekki verður til að rækja þann starfa að vera héraðsdómslögmaður eða njóta þeirra réttinda. Með vísan til þess, sbr. 2. mgr. 68. gr. if., laga nr. 19/1940, er ákærði sviptur réttindum til að vera héraðsdómslögmaður. Í málflutningsræðu ákæruvalds kom fram að við héraðsdómstól lægi á þessari stundu fyrir ósk um að ákærði yrði skipaður verjandi manns, sem ákærður væri fyrir kynferðisbrot gegn barni. Dómurinn hefur fengið þær upplýsingar staðfestar frá viðkomandi dómstól. Í ljósi þeirra mikilsverðu hagsmuna sem í húfi eru þykir rétt, með vísan til 2. mgr. 139. gr. laga nr. 19/1991, að láta áhrif réttindasviptingarinnar þegar koma til framkvæmda.“ Nú kemur maðurinn fram undir enn nýju nafni, fær uppreist æru og hlýtur lögmannsréttindi á þeim forsendum „...að það skipti hann miklu máli að geta skilið við þann kafla í lífi sínu sem hafi leitt til dóms.“ Lögmaður hans birtist í fjölmiðlum þann 17. júní og kvað Robert svo endurhæfðan að hann hefði meira að segja farið til sálfræðings og bætti svo við að dómurinn hefði verið þungur miðað við brotin. – „Allir sem töldu það,“ sagði hann. Allir? Það er ekki nema sanngjarnt að það komi fram að sá sem skrifar þessa grein er faðir einnar stúlkunnar sem brotið var á. Dóttir mín og fjölskylda hennar hafa verið að leita svara við þeirri spurningu hvaða mat liggi að baki því að dómsmálaráðuneytið, settur innanríkisráðherra (núverandi forsætisráðherra) og forseti Íslands veiti manni sem hefur í áratugi blekkt og svívirt ungar stúlkur geti talist flekklaus og fái að stunda störf við aðstæður þar sem hann er aftur kominn í yfirburðastöðu gagnvart öðrum borgurum. Forsætisráðherrann segist ekkert vita. Forsetinn setur nafn sitt við þennan gjörning en ber enga ábyrgð. Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar? Það skal tekið fram að Róbert viðurkenndi aldrei við dóm að hann hefði gert nokkuð rangt. Þvert á móti fannst honum á sér brotið. Iðrun hefur hann aldrei sýnt og við efumst um að hana sé að finna í þeim skjölum sem dómsmálaráðuneytið lagði fram til upprisu ærunnar, séu þau til. Hér er pottur brotinn. Hér er allt á skakk og skjön. Hér virðist valdi misbeitt eða illa farið með. Þurfum við kannski að leggja Nýju stjórnarskrána fram fyrir fólkið í landinu svo forsetinn þurfi ekki að skrifa undir eitthvað sem hann veit ekki hvað er? Fyrst og fremst viljum við heyra rök núverandi forsætisráðherra fyrir því vali sínu að veita einmitt þessum manni uppreist æru en ekki öðrum. Og við hvetjum núverandi dómsmálaráðherra til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að taka málið upp að nýju því það virðist hafa farið í gegn án þess að nokkur beri ábyrgð og enginn hafi unnið við það. Höfundur er leikstjóri.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun