Nýr Landspítali og „borgarlína“ Guðjón Sigurbjartsson skrifar 22. júní 2017 11:00 Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrsti áfangi „Borgarlínunnar“ sem er til skoðunar hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) er áætlaður kosta 44-72 milljarða kr. Óska sveitarfélögin eftir 25-30 milljarða kr. ríkisframlagi til ársins 2022. Annað mál en þessu tengt er að samgönguráðherra telur að setja þurfi um 100 milljarða kr. í styrkingu stofnbrauta út frá höfuðborgarsvæðinu á næstu árum að Sundabraut meðtalinni. Samtals eru þetta hátt í 200 milljarðar króna af viðbótarfé sem þyrfti að setja í samgöngubætur í og út frá höfuðborginni. Tugi ef ekki hundruð milljarða kr. vantar í heilbrigðismál og fleiri málaflokka ríkisins enda staldra margir við fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 sem sýnir að svigrúmið er lítið. „Innviðagjald“ og vegatollar hafa verið nefndir sem möguleg lausn en ofangreind fjárvöntun næst ekki nema með stórauknum viðbótartekjum hins opinbera sem ekki munu nást nema með stóraukinni þjóðarframleiðslu á mann. Hún þarf í raun að vaxa um 50% og verða um 30% meiri en hjá helstu þjóðum sem við berum okkur saman við, svo við náum að vega upp óhagkvæmni fámennisins á tiltölulega stórri norðlægri eyju, þó íseyjan sé að mörgu leyti ágæt. En það er til hagkvæm lausn á hluta vandans. Hún er sú að byggja nýja Landspítalann á betri stað nær fólkinu austar á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 100 milljörðum kr. hagkvæmara en að byggja við Hringbraut. Hagkvæmni liggur meðal annars í verðmæti lóðarinnar við Hringbraut, lægri fjárfestingu í samgöngum og lægri ferðakostnaði notenda spítalans vegna styttri ferða þegar spítalinn kemur nær framtíðar þungamiðju byggðarinnar. Sameining LSH við Hringbraut er áformuð með nýjum meðferðarkjarna árið 2023 og endurbyggingu gömlu húsanna í framhaldi af því. Við það mun umferð í nálægum götum aukast um 10-12% samkvæmt umferðarspám. Ferðir til og frá spítalanum áætlast um 18.000 á sólarhring eftir sameiningu, þar af 100 til 200 sjúkrabílar. Gatnakerfið í nágrenni Hringbrautar er þegar sprungið og með þessari aukningu mun ástandið verða algerlega óviðunandi. Með því að byggja nýjan Landspítala austar á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis við Vífilsstaði, í landi Keldna eða við voga Elliðaánna, mætti hins vegar létta á umferðinni á Hringbrautarsvæðinu sem nemur um 15%. Spítalinn verður sem sagt ábyrgur fyrir um 25% umferðar í nágrenni sínu ef hann verður byggður upp við Hringbraut. Hugmynd borgaryfirvalda sem ótrúlegt nokk fylgja uppbyggingu LSH við Hringbraut þrátt fyrir samgönguvandann og þrátt fyrir áherslu á þéttingu byggðar og fleira, er að leysa málið með „borgarlínu“, setja Miklubraut í stokk og byggja Öskjuhlíðargöng. Samtals kostar þessi styrking samgöngukerfisins yfir 100 milljarða kr. til viðbótar áðurnefndri þörf fyrir stofnbrautir út frá höfuðborgarsvæðinu. Í stað spítalans við Hringbraut kæmi blönduð íbúðabyggð og hótel sem myndi jafna umferðarálagið og stórfelld styrking samgöngumannvirkja mætti sleppa eða að minnsta kosti bíða allmörg ár, sem léttir útgjaldapressu af ríkissjóði.Hagkvæmni sameiningar ofmetin Það verður hvort sem er ekki hægt að leggja niður Fossvogsspítala þegar meðferðarkjarninn kemur við Hringbraut eins og var ein af forsendunum. Eftirspurnaraukning eftir sjúkrahússþjónustu er um 1,7% á ári og spítalinn er þegar yfirfullur. Hagkvæmni sameiningar við Hringbraut er því ofmetin upp á um þrjá milljarða kr. á ári sem gerir um sextíu milljarða kr. á núvirði. Ef hins vegar byrjað verður upp á nýtt á heppilegu svæði má byggja stærri spítala tiltölulega hratt og vega upp nýjan undirbúningstíma. Það mun taka um tuttugu ár að ljúka framkvæmdum við Hringbraut ef endurgerð gömlu bygginganna er tekin með. Bygging á nýjum stað þarf ekki að taka nema um tíu ár með undirbúningstíma. Í fjármálaáætlun ríkissjóðs 2018-2022 eru teknir til hliðar um 50 milljarðar króna til byggingar nýs meðferðarkjarna LHS við Hringbraut, sem eins og hér hefur verið rakið er vanhugsuð framkvæmd. Notum þetta fé í að efla heilbrigðiskerfið, styrkja samgöngur og annað brýnt og undirbúum byggingu nýs Landspítala á nýjum stað betur. Byggjum hann svo á fimm árum. Höfundur er viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka um betri spítala á betri stað.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun