Ríkasti maður Alaska að kaupa eina stærstu hótelkeðju landsins Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2017 07:00 EBITDA-hagnaður Keahótela var um milljarður í fyrra. Vísir/Ernir Bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alaska, er að ganga frá kaupum á eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Gert er ráð fyrir því að kaupsamningur verði tilbúinn á allra næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Keahótel reka samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík. Heildarkaupverð á hótelkeðjunni verður í kringum sex milljarðar króna. Ekki hefur enn verið endanlega frágengið hvort JL Properties muni kaupa allt hlutafé Keahótela en viðræður hafa staðið yfir við fjárfestingarfélagið Varða Capital um að það hafi einnig aðkomu að viðskiptunum og kaupi um það bil fjórðungshlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigendur Varða Capital eru Grímur Garðarsson, Jónas Hagan Guðmundsson og Bandaríkjamaðurinn Edward Mac Gillivray Schmidt. Fjárfestingarfélag þeirra kom meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu og er í hópi stærstu hluthafa Kviku banka með um 7,7 prósenta hlut. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni. Aðrir hluthafar Keahótela eru Tröllahvönn ehf., sem á 32 prósenta hlut í hótelfélaginu, og Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, en hann á átta prósenta hlut í gegnum félagið Selen ehf. Eigendur Tröllahvannar eru Andri Gunnarsson, Kristján M. Grétarsson, Fannar Ólafsson og Þórður Hermann Kolbeinsson. Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki hefur verið ráðgjafi seljenda við söluferlið.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.JL Properties er stærsta fasteignaþróunarfélagið í Alaska en auk þess hefur fyrirtækið meðal annars komið að fjárfestingu í hótelverkefnum í Utah og Flórída. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkasti maður Alaska árið 2015. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjárfestingarfélag með aðsetur í Anchorage í Alaska kemur að kaupum á íslensku fyrirtæki en fyrr á þessu ári var endanlega gengið frá kaupum eignastýringarfyrirtækisins PT Capital á helmingshlut í fjarskiptafélaginu Nova. Ráðgjafi PT Capital, rétt eins og í kaupum JL Properties á Keahótelum, voru Íslensk verðbréf. Rekstur Keahótela hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Hagnaður félagsins á árinu 2015 nam 263 milljónum króna og næstum tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þá var velta hótelkeðjunnar tæplega 1,7 milljarðar króna og jókst um liðlega 500 milljónir króna frá árinu 2014. EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 372 milljónir á árinu 2015 og hækkaði um meira en 200 milljónir á milli ára. Ekki er enn búið að birta ársreikning fyrir síðasta rekstrarár en samkvæmt upplýsingum Markaðarins jókst EBITDA-hagnaður Keahótela umtalsvert á árinu 2016 og var samtals um einn milljarður. Sú aukning stafar einkum af því að hótelherbergjum sem heyra undir rekstur samstæðunnar fjölgaði mikið á tímabilinu vegna opnunar tveggja nýrra hótela í árslok 2015.Jónas Hagan Guðmundsson, hluthafi í Varða Capital.Keahótel reka sem fyrr segir átta hótel, fimm í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi, en á síðustu tveimur árum hefur félagið opnað tvö ný hótel í Reykjavík – hótelin Skugga og Storm. Önnur hótel sem félagið starfrækir eru Reykjavík Lights, Apótek og Borg sem er að finna í Reykjavík. Á Akureyri eru hótelin tvö – Hótel Norðurland og Hótel Kea – auk þess sem Keahótel reka hótelið Gíg í Mývatnssveit. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagið JL Properties, sem er með aðsetur í Anchorage í Alaska, er að ganga frá kaupum á eignarhaldsfélaginu Keahótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins. Gert er ráð fyrir því að kaupsamningur verði tilbúinn á allra næstu dögum, samkvæmt heimildum Markaðarins, en Keahótel reka samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík. Heildarkaupverð á hótelkeðjunni verður í kringum sex milljarðar króna. Ekki hefur enn verið endanlega frágengið hvort JL Properties muni kaupa allt hlutafé Keahótela en viðræður hafa staðið yfir við fjárfestingarfélagið Varða Capital um að það hafi einnig aðkomu að viðskiptunum og kaupi um það bil fjórðungshlut, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eigendur Varða Capital eru Grímur Garðarsson, Jónas Hagan Guðmundsson og Bandaríkjamaðurinn Edward Mac Gillivray Schmidt. Fjárfestingarfélag þeirra kom meðal annars að fjármögnun lúxushótelsins við Hörpu og er í hópi stærstu hluthafa Kviku banka með um 7,7 prósenta hlut. Á meðal þeirra sem eru að selja hlut sinn í Keahótelum er Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, en um þrjú ár eru liðin síðan sjóðurinn festi kaup á 60 prósenta hlut í hótelkeðjunni. Aðrir hluthafar Keahótela eru Tröllahvönn ehf., sem á 32 prósenta hlut í hótelfélaginu, og Páll L. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Keahótela, en hann á átta prósenta hlut í gegnum félagið Selen ehf. Eigendur Tröllahvannar eru Andri Gunnarsson, Kristján M. Grétarsson, Fannar Ólafsson og Þórður Hermann Kolbeinsson. Hluthafar Keahótela settu félagið í söluferli í ársbyrjun, eins og greint var frá í Markaðnum 1. febrúar síðastliðinn, en það voru einkum erlendir fjárfestar sem sýndu hótelkeðjunni áhuga á meðan á ferlinu stóð, samkvæmt heimildum. Íslandsbanki hefur verið ráðgjafi seljenda við söluferlið.Jonathan B. Rubini, stjórnarformaður og forstjóri JL Properties.JL Properties er stærsta fasteignaþróunarfélagið í Alaska en auk þess hefur fyrirtækið meðal annars komið að fjárfestingu í hótelverkefnum í Utah og Flórída. Stjórnarformaður og forstjóri JL Properties er Jonathan B. Rubini en samkvæmt árlegri úttekt tímaritsins Forbes var hann ríkasti maður Alaska árið 2015. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem fjárfestingarfélag með aðsetur í Anchorage í Alaska kemur að kaupum á íslensku fyrirtæki en fyrr á þessu ári var endanlega gengið frá kaupum eignastýringarfyrirtækisins PT Capital á helmingshlut í fjarskiptafélaginu Nova. Ráðgjafi PT Capital, rétt eins og í kaupum JL Properties á Keahótelum, voru Íslensk verðbréf. Rekstur Keahótela hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Hagnaður félagsins á árinu 2015 nam 263 milljónum króna og næstum tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þá var velta hótelkeðjunnar tæplega 1,7 milljarðar króna og jókst um liðlega 500 milljónir króna frá árinu 2014. EBITDA-hagnaður félagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – var um 372 milljónir á árinu 2015 og hækkaði um meira en 200 milljónir á milli ára. Ekki er enn búið að birta ársreikning fyrir síðasta rekstrarár en samkvæmt upplýsingum Markaðarins jókst EBITDA-hagnaður Keahótela umtalsvert á árinu 2016 og var samtals um einn milljarður. Sú aukning stafar einkum af því að hótelherbergjum sem heyra undir rekstur samstæðunnar fjölgaði mikið á tímabilinu vegna opnunar tveggja nýrra hótela í árslok 2015.Jónas Hagan Guðmundsson, hluthafi í Varða Capital.Keahótel reka sem fyrr segir átta hótel, fimm í Reykjavík og þrjú á Norðurlandi, en á síðustu tveimur árum hefur félagið opnað tvö ný hótel í Reykjavík – hótelin Skugga og Storm. Önnur hótel sem félagið starfrækir eru Reykjavík Lights, Apótek og Borg sem er að finna í Reykjavík. Á Akureyri eru hótelin tvö – Hótel Norðurland og Hótel Kea – auk þess sem Keahótel reka hótelið Gíg í Mývatnssveit. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira