Handbolti

Hafdís samdi við SönderjyskE

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hafdís í leik með Stjörnunni.
Hafdís í leik með Stjörnunni. vísir/vilhelm

Markvörðurinn efnilegi Hafdís Renötudóttir er á leið til Danmerkur en hún hefur samið við SönderjyskE.

Hin 19 ára gamla Hafdís skrifaði undir eins árs samning við danska félagið en hún mun verja markið með hinni hollensku Claudia Rompen.

Hafdís varði vel í marki Stjörnunnar í vetur en liðið varð deildar- og bikarmeistari.

Hún er 192 sentimetrar að hæð og á framtíðina fyrir sér.

„Hafdís er eitt mesta efnið í Skandinavíu. Mjög spennandi leikmaður sem getur farið langt,“ segir Olivera Kecman, íþróttastjóri félagsins.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.