Erlent

Sjö sjóliða saknað eftir árekstur herskips og flutningaskips

Kjartan Kjartansson skrifar
Töluverðar skemmdir urðu á USS Fitzgerald sem er þrefalt léttara en flutningaskipið sem það rakst á.
Töluverðar skemmdir urðu á USS Fitzgerald sem er þrefalt léttara en flutningaskipið sem það rakst á. Vísir/EPA
Skipstjóri bandaríska herskipsins USS Fitzgerald er á meðal þeirra sem eru slasaðir eftir árekstur þess við gámaflutningaskip undan ströndu Japans í gærkvöldi. Sjö sjóliða úr áhöfn bandaríska skipsins er saknað.

Japanska strandgæslan vinnur nú með bandarískum sveitum að því að leyta að þeirra sem er saknað. Auk skipstjórans var flogið með tvo aðra sjóliða á sjúkrahús til að hlúa að skurðum og mari sem þeir hlutu.

Tók u-beygju skömmu fyrir áreksturinn

Áreksturinn átti sér stað um 56 sjómílur suðvestur af japönsku hafnarborginni Yokosuka þar sem bandaríski flotinn er með bækistöðvar kl. 17:30 að íslenskum tíma í gær.

USS Fitzgerald skemmdist verulega í árekstrinum við flutningaskipið sem er frá Filippseyjum. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir japönsku strandgæslunni að gámaflutningaskipið vegi tæp 30.000 tonn. Það er þrefalt meira en USS Fitzgerald.

Skipaeftirlitskerfi sýna að flutningaskipið tók u-beygju um 25 mínútum fyrir áreksturinn. Ekki er vitað hvers vegna það breytti um stefnu. Skipið var á leið milli japönsku organna Nagoya og Tókýó.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×