Fasteignamat á Húsavík hækkar um 42,2 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 2. júní 2017 12:00 Vísir/pjetur Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fasteignamat sem gildir fyrir næsta ár hækkar mest á Húsavík af öllum bæjarfélögum landsins eða um 42,2 prósent. Formaður Byggðaráðs segir vöxt í ferðaþjónustu og uppbygginguna á Bakka skýra þessa miklu hækkun. Meðaltalshækkun í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu verður 17,5 prósent en 12,2 prósent utan þess. Fasteignamatið endurspeglar hækkun á markaðsverði húsnæðis á landinu. Fasteignamatið sem Þjóðskrá birti í morgun gildir fyrir árið 2018 og hækkar um 13,8 prósent á landinu öllu. Það segir hins vegar ekki alla söguna þar sem einstök svæði innan höfuðborgarsvæðisins hækka misjafnlega mikið og það sama á við svæði utan þess. Þannig er meðaltalshækkun sérbýlis í Reykjavík 17,5 prósent en 15,4 í fjölbýli. Mesta hækkun fasteignamats á höfuðborgarsvæðinu er í Blesugróf í Reykjavík eða 27,8 prósent og þá vekur athygli að matið í neðra Breiðholti hækkar um 21,5 prósent á meðan hækkunin í miðborginni er um 16 prósent. Af einstökum bæjum landsins á Húsavík, eða Norðurþing, metið þar sem fasteignamatið fyrir næsta ár hækkar um 42,2 prósent. Óli Halldórsson formaður Byggðaráðs Norðurþings segir ástæður þessarar hækkunar fleiri en ein.Farið hægar af stað en vonir stóðu til „Það er að byggjast upp starfsemi á Bakka. Þá hefur ferðaþjónustan verið að eflast mjög hratta á Húsavík og það er alveg ljóst að þessir tveir þættir eru kannski mest afgerandi í þessari hækkun á húsnæðisverði. Þar sem ferðaþjónustan bæði fyrir starfsfólk og kúnna pressar á húsnæðismarkaðinn en einnig auðvitað þessi uppbyggingartími á Bakka,“ segir Óli. Þó nokkur byggingaverkefni væru komin af stað eða í undirbúningi á Húsavík. „En ég neita því ekki að það hefur kannski farið hægar af stað en við vorum að vona. Ef til vill má segja að það hafi verið ákveðin varfærni í húsnæðismarkaðnum hér. Fólk brennt eftir hrun eða eitthvað þess háttar. Þannig að það hefur verið varfærni á húsnæðismarkaðnum og ekki mörg byggingarverkefni sem fóru strax af stað. En það er margt í pípunum og þegar komin af stað nokkur verkefni. Þannig að vonandi mun nú eitthvað létta á pressunni á þessu hjá okkur,“ segir Óli. Íbúum á Húsavík hefur fjölgað nokkuð á undanförnum árum en ferðaþjónustan kallar líka á tímabundið vinnuafl þegar mest er að gera. Óli segir Húsvíkinga bjartsýna nú tæpum áratug eftir hrun. „Já, ég held ég geti alveg sagt að það ríkir svona jákvæð stemming í sveitarfélaginu. Ekki hvað síst hér á Húsavík á meðan þessi uppgangstími, uppbyggingartími hefur verið. Það er bjartsýni hér og margt spennandi framundan hjá okkur,“ segir Óli Halldórsson. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 13,8% frá yfirstandandi ári og verður 7.288 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2018 sem Þjóððskrá Íslands birti í dag. Fasteignamatið hækkar á 98,3% eigna en lækkar á 1,7% eigna frá fyrra ári.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira