Óboðleg vinnubrögð þriggja flokka Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vandi verður óhjákvæmilega til þegar einhver ráðherra breytir vali mats- eða hæfnisnefndar við stöðuveitingar. Þá er algengt að orðræða hefjist um pólitískt geðþóttaval. Hana munum við í áratugi. Við því getur ráðherrann aðeins brugðist með hlutlægum, faglegum og skýrum rökum. Það gerði ráðherra dómsmála ekki nú þegar skipað var í Landsrétt í fyrsta sinn. Ráðherra hefði átt að byggja bæði á upplýsingum um umsækjendur frá nefndinni og sjálfstæðri skoðun. Það er eðlileg rannsóknarskylda. Ávallt gildir fyrsti skriflegur rökstuðningur sem vali ræður en eftiráskýringar og mótsagnir duga skammt. Lög um Landsrétt voru unnin í sátt á Alþingi með Ólöfu heitinni Nordal í mikilvægu hlutverki og stjórnarandstöðu sem tók undir samfélagskröfu um millidómstig. Núverandi dómsmálaráðherra hefur rofið samfélagssáttina með gamalkunnri óbilgirni. Enginn efast um rétt ráðherra til stöðuveitinga né heldur snýst þetta vandræðamál um hvern og einn umsækjanda. Það varðar skort á ljósum og gildum rökum fyrir fjórum tilfærslum á hæfnislista matsnefndar. Fyrst fjölluðu rök ráðherra um dómarareynslu en þau duga skammt, sé hlustað á mál þingmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og nefndarálit lesin. Þá greip ráðherra til munnlegra raka um kynjakvóta og á þau leggja stjórnarliðar áherslu. Ljóst má vera að kynjajafnrétti getur vissulega falist í að skipta út tveimur körlum fyrir tvær jafn hæfar konur. En tveir karlar víkja til viðbótar. Sú ákvörðun er ekki studd haldbærum rökum í máli ráðherra. Að sjálfsögðu áttu stjórnarflokkarnir að gefa þinginu ráðrúm til að fara betur yfir rök og ólík bréf ráðherra, og svo alla embættisfærslu hennar, og taka loks ákvörðun um lyktir á aukaþingdögum eftir miðjan júní. Viðreisn og Björt framtíð, sem báðir hafa heitið nýjum vinnubrögðum og minna fúski, koma illa út úr stuðningi við ferlið. Það einkennist af frávísun á allri gagnrýni og skýrum vilja til að keyra endanlegt val ráðherra í gegn á Alþingi, á tveimur til þremur dögum.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun