Erlent

Sjö sagðir látnir eftir árásina á íranska þinghúsið og grafhýsi Khomeini

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónarvottar segja að þrír menn hafi hafið skothríð í þinghúsinu og þá hafi maður sprengt sjálfan sig í loft upp við grafhýsi Khomeini.
Sjónarvottar segja að þrír menn hafi hafið skothríð í þinghúsinu og þá hafi maður sprengt sjálfan sig í loft upp við grafhýsi Khomeini. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á íranska þinghúsið og grafhýsi erkiklerksins Ayatollah Khomeini í Teheran í morgun.

Óstaðfestar fréttir herma að sjö manns hið minnsta hafi látist og fjölmargir særst í árásinni. Þetta er haft eftir írönskum ríkisfjölmiðlum.

Sjónarvottar segja að þrír menn hafi hafið skothríð í þinghúsinu og þá hafi maður sprengt sjálfan sig í loft upp við grafhýsi Khomeini.

Talsmaður leyniþjónustu Írans segir að tekist hafi að koma í veg fyrir þriðju árás hryðjuverkasamtaka, þó að ekki fékkst upp gefið hvaða samtök um ræðir.

Óljósar fréttir hafa borist úr þinghúsinu, meðal annars að fjórum mönnum sé þar haldið í gíslingu og að maður hafi sprengt sjálfan sig í loft upp. Í frétt BBC segir að þetta hafi ekki fengist staðfest.

Fréttastofan Tasnim segir frá því að búið sé að handtaka tvo árásarmenn í þinghúsinu.


Tengdar fréttir

Sprengju- og skotárás í Íran

Einn hið minnsta er látinn og nokkrir eru særðir eftir tvær árásir vopnaðra manna í Tehran, höfuðborg Írans, í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×