Erlent

Bæta námið með lotukennslu

Finnsk hugmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VIlli
Finnsk hugmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/VIlli
NOREGUR Skólayfirvöld í Ósló hyggjast ráða 50 nýja kennara sem eiga að taka að sér lotukennslu fyrir nemendur í 1. til 4. bekk sem eru orðnir á eftir í námi. Hugmyndin tekur mið af kennslu í Finnlandi. Nú þurfa 10. bekkingar í Noregi þrefalt meiri sérkennslu en þeir sem eru í 1. bekk. Vitað er að námsörðugleikar aukast sé ekki tekið fljótt á þeim. Með ráðningu nýju kennaranna á að snúa dæminu við. Þeir munu starfa í 15 af 110 grunnskólum Óslóar. – ibs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×