Betri batahorfur fyrir lungnakrabbamein sem greinast fyrir tilviljun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. maí 2017 11:18 Sjúklingar sem greinast fyrir tilviljun með lungnakrabbamein við tölvusneiðmyndun hafa mun betri lífshorfur en þeir sjúklingar sem greinast vegna einkenna eins og brjóstverkja, blóðhósta eða endurtekinna lungnasýkinga Vísir/Getty Sjúklingar sem greinast fyrir tilviljun með lungnakrabbamein við tölvusneiðmyndun hafa mun betri lífshorfur en þeir sjúklingar sem greinast vegna einkenna eins og brjóstverkja, blóðhósta eða endurtekinna lungnasýkinga. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps af Landspítala og Háskóla Íslands. Grein hópsins birtist á dögunum í European Respiratory Journal Open Research. Þar segir að þriðjungur þeirra sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins er greindur fyrir tilviljun, það er að segja, við myndrannsóknir hjá einstaklingum sem hafa ekki einkenni sjúkdómsins. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum og það sem dregur flesta til dauða. Reykingar eru taldar valda 90% lungnakrabbameina en á Íslandi greinast um 160 tilfelli ár hvert. Einkenni lungnakrabbameins geta verið lúmsk og getur verið töluverð töf á greiningu. Stundum er lungnakrabbamein þó greint án þess að einkenni komi fram en batahorfur þeirra sjúklinga hafa ekki verið rannsakaðar áður hér á landi. Rannsókn hópsins náði til allra sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins á 20 ára tímabili, 1990 – 2010. Samtals var um að ræða 508 tilfelli og þar af voru 174 greindir fyrir tilviljun, þ.e. án einkenna, eða 34% hópsins. Af þeim hópi greindust flest tilvikin í kjölfar hefðbundinnar röntgenmyndatöku af lungum (75%) eða tölvusneiðmyndar af brjóstholi (24%). Oftast var um uppvinnslu vegna hjartasjúkdóma að ræða (30%) en einnig voru þessar myndrannsóknir hluti af undirbúningi fyrir skurðaðgerð (14%) og stigunarannsóknum annarra krabbameina (13%) eða eftir áverka á brjóstholi (10%). Í ljós kom að á þessu 20 ára tímabili breyttist hlutfall tilviljunargreindra lungnakrabbameinstilvika af heildarfjölda lítið jafnvel þó aðgengi að myndrannsóknum hafi aukist verulega á tímabilinu. Þó jókst hlutfall tilviljanagreindra æxla sem greindust á tölvusneiðmynd um rúm 15% á rannsóknartímabilinu. Æxlin sem sem greindust fyrir tilviljun á tölvusneiðmynd reyndust næstum tveimur sentímetrum minni en hjá sjúklingum með einkenni og höfðu sjaldnar dreift sér til annarra líffæra. Þá reyndust fimm ára lífshorfur þeirra sem greindust fyrir tilviljun bestar hjá þeim sem greindust á tölvusneiðmynd, eða 68% samanborið við 57% hjá þeim sem greindust með krabbameinið á lungnamynd og 41% hjá þeim sem höfðu einkenni lungnakrabbameins. Fyrsti höfundur greinarinnar er Andri Wilberg Orrason, sérnámslæknir á Landspítala, en Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítala, stýrði rannsókninni. Aðrir höfundar greinarinnar eru læknarnir Kristján Baldvinsson, Húnbogi Þorsteinsson, Martin Ingi Sigurðsson og Steinn Jónsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Sjúklingar sem greinast fyrir tilviljun með lungnakrabbamein við tölvusneiðmyndun hafa mun betri lífshorfur en þeir sjúklingar sem greinast vegna einkenna eins og brjóstverkja, blóðhósta eða endurtekinna lungnasýkinga. Þetta er niðurstaða rannsóknarhóps af Landspítala og Háskóla Íslands. Grein hópsins birtist á dögunum í European Respiratory Journal Open Research. Þar segir að þriðjungur þeirra sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins er greindur fyrir tilviljun, það er að segja, við myndrannsóknir hjá einstaklingum sem hafa ekki einkenni sjúkdómsins. Lungnakrabbamein er annað algengasta krabbameinið á Íslandi hjá báðum kynjum og það sem dregur flesta til dauða. Reykingar eru taldar valda 90% lungnakrabbameina en á Íslandi greinast um 160 tilfelli ár hvert. Einkenni lungnakrabbameins geta verið lúmsk og getur verið töluverð töf á greiningu. Stundum er lungnakrabbamein þó greint án þess að einkenni komi fram en batahorfur þeirra sjúklinga hafa ekki verið rannsakaðar áður hér á landi. Rannsókn hópsins náði til allra sjúklinga sem gengust undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins á 20 ára tímabili, 1990 – 2010. Samtals var um að ræða 508 tilfelli og þar af voru 174 greindir fyrir tilviljun, þ.e. án einkenna, eða 34% hópsins. Af þeim hópi greindust flest tilvikin í kjölfar hefðbundinnar röntgenmyndatöku af lungum (75%) eða tölvusneiðmyndar af brjóstholi (24%). Oftast var um uppvinnslu vegna hjartasjúkdóma að ræða (30%) en einnig voru þessar myndrannsóknir hluti af undirbúningi fyrir skurðaðgerð (14%) og stigunarannsóknum annarra krabbameina (13%) eða eftir áverka á brjóstholi (10%). Í ljós kom að á þessu 20 ára tímabili breyttist hlutfall tilviljunargreindra lungnakrabbameinstilvika af heildarfjölda lítið jafnvel þó aðgengi að myndrannsóknum hafi aukist verulega á tímabilinu. Þó jókst hlutfall tilviljanagreindra æxla sem greindust á tölvusneiðmynd um rúm 15% á rannsóknartímabilinu. Æxlin sem sem greindust fyrir tilviljun á tölvusneiðmynd reyndust næstum tveimur sentímetrum minni en hjá sjúklingum með einkenni og höfðu sjaldnar dreift sér til annarra líffæra. Þá reyndust fimm ára lífshorfur þeirra sem greindust fyrir tilviljun bestar hjá þeim sem greindust á tölvusneiðmynd, eða 68% samanborið við 57% hjá þeim sem greindust með krabbameinið á lungnamynd og 41% hjá þeim sem höfðu einkenni lungnakrabbameins. Fyrsti höfundur greinarinnar er Andri Wilberg Orrason, sérnámslæknir á Landspítala, en Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítala, stýrði rannsókninni. Aðrir höfundar greinarinnar eru læknarnir Kristján Baldvinsson, Húnbogi Þorsteinsson, Martin Ingi Sigurðsson og Steinn Jónsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira