Grillaður aspas með parmesan-osti Starri Freyr Jónsson skrifar 14. maí 2017 15:00 Afar einföld og fljótleg uppskrift. Á þessum árstíma fyllast verslanir landsins af ferskum aspas frá Evrópu. Aspas er einstaklega ljúffengur einn og sér eða sem meðlæti með ýmsu kjöti og fiskmeti. Einfaldleikinn er oft í fyrirrúmi þegar hann er eldaður og hér er afar einföld og fljótleg uppskrift að grilluðum aspas sem er fengin af vefnum Krydd og krásir. Grillaður aspas með parmesan-osti, ólífuolíu og sítrónu 1 búnt aspas (450 g) Safi úr ½ sítrónu Ólífuolía, u.þ.b. helmingi meira magn en sítrónusafinn Parmesan-ostur skorinn í örþunnar skífur Sjávarsalt Nýmalaður svartur piparHrærið sítrónusafa og ólífuolíu saman. Skerið trénaða endann af aspasinum og grillið á útigrilli eða grillpönnu þar til fallegar rendur koma á hann. Snúið honum einu sinni. Um leið og hann er tilbúinn er hann settur á fat eða beint á diskana. Hellið sítrónusafanum og olíunni yfir, saltið og piprið og stráið örþunnum parmesan-skífum yfir. Frábær forréttur eða sem meðlæti með kjöti og fiski. Aspas er einstaklega ljúffengur. Grillréttir Uppskriftir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Á þessum árstíma fyllast verslanir landsins af ferskum aspas frá Evrópu. Aspas er einstaklega ljúffengur einn og sér eða sem meðlæti með ýmsu kjöti og fiskmeti. Einfaldleikinn er oft í fyrirrúmi þegar hann er eldaður og hér er afar einföld og fljótleg uppskrift að grilluðum aspas sem er fengin af vefnum Krydd og krásir. Grillaður aspas með parmesan-osti, ólífuolíu og sítrónu 1 búnt aspas (450 g) Safi úr ½ sítrónu Ólífuolía, u.þ.b. helmingi meira magn en sítrónusafinn Parmesan-ostur skorinn í örþunnar skífur Sjávarsalt Nýmalaður svartur piparHrærið sítrónusafa og ólífuolíu saman. Skerið trénaða endann af aspasinum og grillið á útigrilli eða grillpönnu þar til fallegar rendur koma á hann. Snúið honum einu sinni. Um leið og hann er tilbúinn er hann settur á fat eða beint á diskana. Hellið sítrónusafanum og olíunni yfir, saltið og piprið og stráið örþunnum parmesan-skífum yfir. Frábær forréttur eða sem meðlæti með kjöti og fiski. Aspas er einstaklega ljúffengur.
Grillréttir Uppskriftir Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira