Erlent

Sautján ára stúlka dæmd fyrir hryðjuverkabrot í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Danskir fjölmiðlar segja stúlkuna hafa ætlað sér að gera sprengjuárásir í tveimur skólum í Kaupmannahöfn.
Danskir fjölmiðlar segja stúlkuna hafa ætlað sér að gera sprengjuárásir í tveimur skólum í Kaupmannahöfn. Vísir/AFP
Dómstóll og kviðdómur í Holbæk í Danmörku hafa fundið sautján ára stúlku seka um hryðjuverkabrot. Stúlkan, sem var fimmtán ára þegar brotin voru framin, hafði keypt inn efni sem hún hafði ætlað sér til sprengjugerðar.

Danskir fjölmiðlar segja stúlkuna hafa ætlað sér að gera sprengjuárásir í tveimur skólum í Kaupmannahöfn. Í málflutningi saksóknara kom fram að leit hennar á netinu og kaup á efnum hafi átt sér stað á svipuðum tíma.

Þessu til viðbótar hafði hún rætt um mögulega sprengjuárás við fyrrverandi samnemenda og kennara, auk þess að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS á samfélagsmiðlum.

Stúlkan var handtekin á síðasta ári, þar sem hún viðurkenndi að hafa keypt efnin. Hún neitaði þó að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk. Í varðhaldi á hún að hafa beitt starfsmann ofbeldi.

Refsing verður ákvörðuð á fimmtudag. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda hefur dönsk kona aldrei áður hlotið dóm fyrir hryðjuverkabrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×