Maður á alltaf að fylgja hjarta sínu Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2017 10:00 Elísa Elíasdóttir heillaðist af íðilfögrum fiðluleik í gegnum klassíska útvarpsstöð sem heyrðist oft á heimili hennar í barnæsku og hóf fiðlunám fimm ára gömul. MYNDIR/EYÞÓR Elísa Elíasdóttir er fáheyrður dugnaðarforkur. Hún er úr Ölfusinu og ein afar fárra á heimsvísu sem útskrifast með háskólagráður á tvö aðalhljóðfæri; fiðlu og píanó. Elísa verður með fiðluna undir vanga í kvöld þegar hún spilar perlur fiðlubókmenntanna. „Mamma segist ekki vera ábyrg fyrir því að kynna mig fyrir fiðlunni og vildi þvert á móti að ég færi á hljóðfæri sem hljómaði vel við æfingar því fiðlan ískrar og sargar í höndum barna til að byrja með. Það er líka útvarpinu að þakka að ég heillaðist af fiðlunni því heima ómaði oftar en ekki klassísk útvarpsstöð sem dró mig að með fögrum fiðluleik.“ Þetta segir Elísa sem ólst upp á miklu menningarheimili þar sem tónlist fyllti vistarverur hússins á uppvaxtaárunum. „Heimilið hefur alltaf ómað af tónlist og söng og er mikil tónlist í fjölskyldunni. Mamma mín, Ester Ólafsdóttir, er organisti og píanókennari, og til hennar komu iðulega hljóðfæraleikarar og söngvarar til æfinga. Þá spilar bróðir minn á selló og enn í dag spilum við mamma og bróðir minn saman á stofutónleikum heima, fyrir pabba, og nágrannana sem við buðum til að hlusta á okkur sem litlir krakkar. Við spilum líka saman við sérstök tilefni innan stórfjölskyldunnar; brúðkaup, afmæli og jarðarfarir.“ Elísa er alin upp á listelsku heimili og af söngelskri fjölskyldu. Ásamt móður sinni og bróður heldur hún gjarnan stofutónleika fyrir pabba sinn og saman spila þau á píanó, fiðlu og selló við brúðkaup, afmæli og jarðarfarir innan stórfjölskyldunnar.MYND/EYÞÓRFann fiðlu með sálElísa var fimm ára þegar hún hóf Suzuki-fiðlunám. Ári seinna bættist við píanónám og hefur hún stundað fiðlu- og píanónám jafnhliða síðan. Það var frekar seint sem ég tók ákvörðun um að læra tónlist á háskólastigi. Ég byrjaði í lífefnafræði við Háskóla Íslands en fann fljótt að ég yrði að velja og hafna á milli námsins og hljóðfæranna. Ég tímdi ekki að sleppa takinu af tónlistinni því hún á hug minn allan og það er fátt annað sem ég týni tímanum við. Hjarta mitt slær með tónlistinni og maður á jú alltaf að fylgja hjartanu,“ segir Elísa sem er annar nemandi Listaháskóla Íslands sem útskrifast með B.Mus-háskólagráðu á tvö hljóðfæri. Aðalkennarar Elísu eru Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Peter Máté á píanó. „Það er afar óvenjulegt að fólk stundi háskólanám á tvö aðalhljóðfæri og þekkist varla. Ég er þakklát og ánægð með hversu skólinn hefur verið sveigjanlegur og leyft mér að stunda námið á mínum forsendum. Fiðla og píanó eru afskaplega krefjandi hljóðfæri og allur minn frítími fer í æfingar en mér þykir góð hvíld í því að geta skipt á milli hljóðfæra,“ Elísa sem æfir sig oftast í skólanum. „Mér finnst gott að fara á „vinnustað“ til að æfa mig, inn í tómt herbergi þar sem ekkert truflar, enginn bankar, enginn sími hringir og ekkert drasl kallar á tiltekt. Eiga svo verðskuldað frí þegar heim kemur.“ Á heimili Elísu stendur píanó foreldra hennar en fiðluna fann hún í Þýskalandi eftir mikla leit. „Verðbil á „alvöru“ fiðlum er frá hundruðum þúsunda til hundraða milljóna. Því skiptir stuðningur og áhugi fjölskyldunnar miklu fyrir nemendur. Það tók mig meira en ár að finna rétta hljóðfærið því fiðlur hafa sinn eigin persónuleika og sál. Sumar eru bjartar en aðrar dimmar; sumar hlýjar og aðrar kaldar. Hver og ein fiðla er listaverk sem unnið er af mikilli nákvæmni. Ég prófaði þær margar til að finna minn eigin sálufélaga og þegar ég fann fiðluna mína hjá þýskum fiðlusmið vissi ég að hún væri sú rétta.“ En þótt Elísa sé heilluð af fiðlunni sinni segir hún ógjörning að gera upp á milli hljóðfæranna. „Píanó er ásláttarhljóðfæri með annars konar hlutverk en fiðlan sem syngur langar línur og getur tjáð sig eins og söngvari.Rómantík í uppáhaldiElísa þvertekur fyrir að klassískir hljóðfæraleikarar séu alvarlegir og segir mikið um sprell og gleði þar sem hljóðfæraleikarar koma saman. „Ég er bættari sem manneskja fyrir að hafa kynnst bæði fiðluleikurum og píanóleikurum sem vinna og æfa að mestu einir á meðan fiðluleikarar spila oftar með öðrum. Ég hef eignast marga vini og kynnst mörgu áhugaverðu og metnaðarfullu fólki, ekki síst eftir að ég fór lengra í náminu. Það einkennir fólk sem hefur valið sérstaklega að leggja mikið á sig til að stunda hljóðfæranám samhliða framhalds- eða háskólanámi að vera skipulagt og agað og það er mjög gefandi að vera í kringum slíkar manneskjur.“ Til mikils sé ætlast af hljóðfæranemum og mikill agi sé í náminu. „Maður mætir ekki í tíma viku eftir viku án þess að æfa sig því annars verða engar framfarir. Sá mikli agi er til að ná fram ákveðinni færni sem á endanum leiðir til frelsis á hljóðfærið. Ég upplifi þetta sjálf í aðdraganda tónleikanna í kvöld, að þegar kemur að lokametrunum eftir þrotlaust æfingaferli er ég loks orðin svo örugg og frjáls að ég get sett sálina í fiðluleikinn.“ Á næsta námsári verður Elísa áfram í fiðlunámi meðfram útskriftarferlinu á píanó og mun næsta vor halda útskriftartónleika á píanó og útskrifast með B.Mus-gráðu á bæði hljóðfærin. „Mér þykir skemmtilegast að spila barokk og tónlist frá rómantíska tímabili tónlistarsögunnar. Bach er meistarinn en ég hef líka dálæti á Brahms, Liszt, Chopin og Rachmaninoff. Á tónleikunum mun ég leika áheyrilega tónlist, þar á meðal afar rómantískt stykki eftir Kreisler og fiðlusónötu eftir Fauré. Einnig lítið verk sem Kristján Harðarson, nemandi á öðru ári í tónsmíðum, samdi sérstaklega fyrir mig og þessa tónleika.“Langar út í buskannÍ sumar fer Elísa í starfsnám til Austurríkis þar sem hún verður í tveimur hljómsveitum og fylgist með kennslu við tónlistardeildir framhalds- og háskóla. Þar gefst henni einnig færi á að æfa sig í þýsku. „Tónlist er stærsta áhugamálið en þó ekki þannig að ég geti ekki hugsað um annað. Ég hef gaman af ferðalögum og tungumálanámi og hef tvisvar farið í skiptinám, til Austurríkis og Kanada. Þá hef ég yndi af eldamennsku og að bjóða vinum að smakka það sem ég galdra fram í pottunum. Almenn útivera togar líka í mig, ekki síst í íslenskri náttúru sem mér finnst mögnuð. Ég hlakka til að geta farið í lengri ferðir með tjald og nesti í sumar; eitthvað út í buskann og taka ljósmyndir.“ Eftir útskrift frá Listaháskólanum vonast Elísa til að víðfeðmar dyr tækifæra opnist. „Bachelor-háskólagráða er hið nýja stúdentspróf og þess óbeint krafist að maður mennti sig meira. Maður fær til dæmis ekki lengur kennsluréttindi nema að taka meistarapróf. Ég ætla þó að einbeita mér að því að klára þetta fyrst,“ segir Elísa hlæjandi og sæl með áfangann. „Ég veit að foreldrar mínir eru stoltir af mér. Við erum samheldin fjölskylda og þau hafa stutt mig mikið og hvatt mig áfram. Það er stórt og erfitt skref að ákveða að fara í listnám og skiptir miklu að hafa gott fólk í kringum sig; heiðarlegar manneskjur sem benda manni á alla möguleika og hvetja mann áfram í því sem maður ákveður að gera.“ Útskriftartónleikar Elísu eru haldnir af tónlistardeild Listaháskóla Íslands og fara fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, klukkan 20 í kvöld. „Allir eru hjartanlega velkomnir, það er frítt inn og næg sæti í Salnum. Það er mikil vinna að setja upp svona tónleika og vonandi að sem flestir komi til að hlýða á perlur fiðlubókmenntanna,“ segir Elísa, spennt fyrir að stíga á sviðið með fiðluna sína að vopni. Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Elísa Elíasdóttir er fáheyrður dugnaðarforkur. Hún er úr Ölfusinu og ein afar fárra á heimsvísu sem útskrifast með háskólagráður á tvö aðalhljóðfæri; fiðlu og píanó. Elísa verður með fiðluna undir vanga í kvöld þegar hún spilar perlur fiðlubókmenntanna. „Mamma segist ekki vera ábyrg fyrir því að kynna mig fyrir fiðlunni og vildi þvert á móti að ég færi á hljóðfæri sem hljómaði vel við æfingar því fiðlan ískrar og sargar í höndum barna til að byrja með. Það er líka útvarpinu að þakka að ég heillaðist af fiðlunni því heima ómaði oftar en ekki klassísk útvarpsstöð sem dró mig að með fögrum fiðluleik.“ Þetta segir Elísa sem ólst upp á miklu menningarheimili þar sem tónlist fyllti vistarverur hússins á uppvaxtaárunum. „Heimilið hefur alltaf ómað af tónlist og söng og er mikil tónlist í fjölskyldunni. Mamma mín, Ester Ólafsdóttir, er organisti og píanókennari, og til hennar komu iðulega hljóðfæraleikarar og söngvarar til æfinga. Þá spilar bróðir minn á selló og enn í dag spilum við mamma og bróðir minn saman á stofutónleikum heima, fyrir pabba, og nágrannana sem við buðum til að hlusta á okkur sem litlir krakkar. Við spilum líka saman við sérstök tilefni innan stórfjölskyldunnar; brúðkaup, afmæli og jarðarfarir.“ Elísa er alin upp á listelsku heimili og af söngelskri fjölskyldu. Ásamt móður sinni og bróður heldur hún gjarnan stofutónleika fyrir pabba sinn og saman spila þau á píanó, fiðlu og selló við brúðkaup, afmæli og jarðarfarir innan stórfjölskyldunnar.MYND/EYÞÓRFann fiðlu með sálElísa var fimm ára þegar hún hóf Suzuki-fiðlunám. Ári seinna bættist við píanónám og hefur hún stundað fiðlu- og píanónám jafnhliða síðan. Það var frekar seint sem ég tók ákvörðun um að læra tónlist á háskólastigi. Ég byrjaði í lífefnafræði við Háskóla Íslands en fann fljótt að ég yrði að velja og hafna á milli námsins og hljóðfæranna. Ég tímdi ekki að sleppa takinu af tónlistinni því hún á hug minn allan og það er fátt annað sem ég týni tímanum við. Hjarta mitt slær með tónlistinni og maður á jú alltaf að fylgja hjartanu,“ segir Elísa sem er annar nemandi Listaháskóla Íslands sem útskrifast með B.Mus-háskólagráðu á tvö hljóðfæri. Aðalkennarar Elísu eru Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu og Peter Máté á píanó. „Það er afar óvenjulegt að fólk stundi háskólanám á tvö aðalhljóðfæri og þekkist varla. Ég er þakklát og ánægð með hversu skólinn hefur verið sveigjanlegur og leyft mér að stunda námið á mínum forsendum. Fiðla og píanó eru afskaplega krefjandi hljóðfæri og allur minn frítími fer í æfingar en mér þykir góð hvíld í því að geta skipt á milli hljóðfæra,“ Elísa sem æfir sig oftast í skólanum. „Mér finnst gott að fara á „vinnustað“ til að æfa mig, inn í tómt herbergi þar sem ekkert truflar, enginn bankar, enginn sími hringir og ekkert drasl kallar á tiltekt. Eiga svo verðskuldað frí þegar heim kemur.“ Á heimili Elísu stendur píanó foreldra hennar en fiðluna fann hún í Þýskalandi eftir mikla leit. „Verðbil á „alvöru“ fiðlum er frá hundruðum þúsunda til hundraða milljóna. Því skiptir stuðningur og áhugi fjölskyldunnar miklu fyrir nemendur. Það tók mig meira en ár að finna rétta hljóðfærið því fiðlur hafa sinn eigin persónuleika og sál. Sumar eru bjartar en aðrar dimmar; sumar hlýjar og aðrar kaldar. Hver og ein fiðla er listaverk sem unnið er af mikilli nákvæmni. Ég prófaði þær margar til að finna minn eigin sálufélaga og þegar ég fann fiðluna mína hjá þýskum fiðlusmið vissi ég að hún væri sú rétta.“ En þótt Elísa sé heilluð af fiðlunni sinni segir hún ógjörning að gera upp á milli hljóðfæranna. „Píanó er ásláttarhljóðfæri með annars konar hlutverk en fiðlan sem syngur langar línur og getur tjáð sig eins og söngvari.Rómantík í uppáhaldiElísa þvertekur fyrir að klassískir hljóðfæraleikarar séu alvarlegir og segir mikið um sprell og gleði þar sem hljóðfæraleikarar koma saman. „Ég er bættari sem manneskja fyrir að hafa kynnst bæði fiðluleikurum og píanóleikurum sem vinna og æfa að mestu einir á meðan fiðluleikarar spila oftar með öðrum. Ég hef eignast marga vini og kynnst mörgu áhugaverðu og metnaðarfullu fólki, ekki síst eftir að ég fór lengra í náminu. Það einkennir fólk sem hefur valið sérstaklega að leggja mikið á sig til að stunda hljóðfæranám samhliða framhalds- eða háskólanámi að vera skipulagt og agað og það er mjög gefandi að vera í kringum slíkar manneskjur.“ Til mikils sé ætlast af hljóðfæranemum og mikill agi sé í náminu. „Maður mætir ekki í tíma viku eftir viku án þess að æfa sig því annars verða engar framfarir. Sá mikli agi er til að ná fram ákveðinni færni sem á endanum leiðir til frelsis á hljóðfærið. Ég upplifi þetta sjálf í aðdraganda tónleikanna í kvöld, að þegar kemur að lokametrunum eftir þrotlaust æfingaferli er ég loks orðin svo örugg og frjáls að ég get sett sálina í fiðluleikinn.“ Á næsta námsári verður Elísa áfram í fiðlunámi meðfram útskriftarferlinu á píanó og mun næsta vor halda útskriftartónleika á píanó og útskrifast með B.Mus-gráðu á bæði hljóðfærin. „Mér þykir skemmtilegast að spila barokk og tónlist frá rómantíska tímabili tónlistarsögunnar. Bach er meistarinn en ég hef líka dálæti á Brahms, Liszt, Chopin og Rachmaninoff. Á tónleikunum mun ég leika áheyrilega tónlist, þar á meðal afar rómantískt stykki eftir Kreisler og fiðlusónötu eftir Fauré. Einnig lítið verk sem Kristján Harðarson, nemandi á öðru ári í tónsmíðum, samdi sérstaklega fyrir mig og þessa tónleika.“Langar út í buskannÍ sumar fer Elísa í starfsnám til Austurríkis þar sem hún verður í tveimur hljómsveitum og fylgist með kennslu við tónlistardeildir framhalds- og háskóla. Þar gefst henni einnig færi á að æfa sig í þýsku. „Tónlist er stærsta áhugamálið en þó ekki þannig að ég geti ekki hugsað um annað. Ég hef gaman af ferðalögum og tungumálanámi og hef tvisvar farið í skiptinám, til Austurríkis og Kanada. Þá hef ég yndi af eldamennsku og að bjóða vinum að smakka það sem ég galdra fram í pottunum. Almenn útivera togar líka í mig, ekki síst í íslenskri náttúru sem mér finnst mögnuð. Ég hlakka til að geta farið í lengri ferðir með tjald og nesti í sumar; eitthvað út í buskann og taka ljósmyndir.“ Eftir útskrift frá Listaháskólanum vonast Elísa til að víðfeðmar dyr tækifæra opnist. „Bachelor-háskólagráða er hið nýja stúdentspróf og þess óbeint krafist að maður mennti sig meira. Maður fær til dæmis ekki lengur kennsluréttindi nema að taka meistarapróf. Ég ætla þó að einbeita mér að því að klára þetta fyrst,“ segir Elísa hlæjandi og sæl með áfangann. „Ég veit að foreldrar mínir eru stoltir af mér. Við erum samheldin fjölskylda og þau hafa stutt mig mikið og hvatt mig áfram. Það er stórt og erfitt skref að ákveða að fara í listnám og skiptir miklu að hafa gott fólk í kringum sig; heiðarlegar manneskjur sem benda manni á alla möguleika og hvetja mann áfram í því sem maður ákveður að gera.“ Útskriftartónleikar Elísu eru haldnir af tónlistardeild Listaháskóla Íslands og fara fram í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs, klukkan 20 í kvöld. „Allir eru hjartanlega velkomnir, það er frítt inn og næg sæti í Salnum. Það er mikil vinna að setja upp svona tónleika og vonandi að sem flestir komi til að hlýða á perlur fiðlubókmenntanna,“ segir Elísa, spennt fyrir að stíga á sviðið með fiðluna sína að vopni.
Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira