Ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar Bolli Héðinsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn?
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun