Ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar Bolli Héðinsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn?
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun