Er íslenskan í hættu? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Varla nokkurt hinna lítið útbreiddu og sérstæðu tungumála heims þróast án áhrifa útbreiddu málanna, svo sem ensku, spænsku, rússnesku og kínversku. Í þeim efnum má eflaust greina framþróun og öfugþróun. Í síðarnefndu tilvikunum koma inn ný orð og hugtök sem skáka þeim hefðbundnu í miklum mæli og orðaforði „meðalþegnsins“ úr upprunamáli hans verður æ fátæklegri við að eitt eða tvö orð verða allsráðandi um tiltekið efni. Það gerist m.a. með því að margar sagnir, lýsingarorð og nafnorð missa merkingu, hverfa úr daglegu máli og gera nokkurra ára eða áratuga ritmál torskilið. Núna gera menn tónlist, kjúklingarétt og myndlist og labba á Everest, eiga góðan dag og lúkka vel eða illa. Um íslensku 22. aldar vil ég engu spá.Átaks er þörf Málfræðingar, rithöfundar og aðrir sem viðra skoðanir sínar á vegferð íslenskunnar eru ósammála um leitni þróunarinnar. Þrátt fyrir það telja margir landsmenn mikilvægt að halda vel á spöðum og greiða fyrir því að íslensk tunga verði lengi lifandi og margslungin. Veröld, stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, er þarft skref og fleiri koma til. Nefna má átak til betra læsis barna, fyrirhugaða eflingu íslenskra fræða með bættri aðstöðu háskólafólks og textun sjónvarpsefnis fyrir börn. En betur má ef duga skal. Þá er vert að benda á orð Vigdísar um að nota beri sjónvarp til þess að efla tungumálaþekkingu okkar og íslenskuna sjálfa. Með stafrænum miðlum og tölvuvæðingu má ýta af stað mikilli skriðu af fyrirliggjandi efni til áhorfenda, ungra sem aldinna. Hér á ég við hundruð klukkustunda af ágætu sjónvarpsefni, einkum alls konar fræðsluefni. Rétthafar þess flestir væru áreiðanlega til í að semja um lágar þóknanir ef þeir hefðu vissu fyrir flutningi og vildu efla tungumálið. Samhliða yrði að leggja verulegar upphæðir til framleiðenda og sjónvarpsstöðva svo vinna megi miklu meira af nýju innlendu efni til skemmtunar og fróðleiks, jafnt fræðsluþætti sem leikið efni, heimildarmyndir sem kennsluþætti. Félagslegt átak, vel styrkt af opinberu fé, er nú mikilvægara en nokkru sinni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun