Opið bréf til stjórnar Strætó Hólmfríður Halldórsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Góðan dag. Mig langar að kvarta undan þjónustu ykkar fyrir fatlaða. Ég held utan um reiðnámskeið fyrir fatlaða í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Við erum með námskeið alla daga nema sunnudaga og fáum því nemendur alla daga sem nota ykkar þjónustu. En tímasetningarnar ykkar eru algjör hörmung! Tímarnir okkar eru í klst. eða frá 14.45 til 15.45. Þið eruð að koma með nemendur allt frá 14.15 til 14.30. Flesta sækið þið milli 14.45 og 16. En þegar þið komið trekk í trekk og sækið kl. 16.30 er það ólíðandi! Það er nær alltaf sami nemandinn sem lendir í þessu, hann er fjölfatlaður í hjólastól og þarf að bíða í kuldanum og mikilli óvissu um hvort og hvenær hann verður sóttur. Eins hefur hann lent í því að þið komuð svo snemma, kl. 14.00, að við vorum ekki mætt og þið fóruð með hann heim aftur. Þetta er ekki vegna þess að bílarnir eru pantaðir svo snemma eða seint. Þessir einstaklingar sem eru að koma eru kannski búnir að bíða í viku eftir að komast á hestbak og hlakka mikið til. Þeir eru síðan keyrðir heim vegna þess að þið komið alltof snemma. Okkar starfsemi byggist á sjálfboðavinnu og höfum við ekki alltaf getu til að bíða eftir bílunum eða til að koma löngu fyrir tímann, við erum jú líka manneskjur sem höfum ýmislegt annað að gera en að bíða eftir ykkur. Eins er alveg kostulegt þegar þið eruð að senda þrjá bíla og allir eiga að keyra á sömu endastöð þegar nóg er að senda einn bíl. Eða þegar bílstjórinn var sendur af stað og látinn sækja nemanda í hjólastól, í allt of litlum bíl og nemandinn komst ekki inn í bílinn. Nei, honum hafði verið sagt frá þjónustuverinu að viðkomandi væri í samanbrjótanlegum stól og gæti setið í bílsæti. Það var jú rétt en það gleymdist að nemandinn komst ekki í bílinn nema keyrður inn í hjólastólnum! Ég held að þið verðið að endurskoða ykkar verklagsreglur og vinnubrögð. Bílstjórarnir eru margir að gefast upp, því auðvitað eru þeir skammaðir þegar þeir loksins mæta. En það er endalaust bætt á þá ferðum, þeir eiga kannski að vera 5 mín. úr Klettaskóla upp í Mosfellsbæ á háannatíma í umferðinni. Þó það sé gott á blaði er það ekki þannig í raun. Takið tillit til þeirra sem verið er að þjónusta. Sýnið þeim virðingu og munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Góðan dag. Mig langar að kvarta undan þjónustu ykkar fyrir fatlaða. Ég held utan um reiðnámskeið fyrir fatlaða í Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Við erum með námskeið alla daga nema sunnudaga og fáum því nemendur alla daga sem nota ykkar þjónustu. En tímasetningarnar ykkar eru algjör hörmung! Tímarnir okkar eru í klst. eða frá 14.45 til 15.45. Þið eruð að koma með nemendur allt frá 14.15 til 14.30. Flesta sækið þið milli 14.45 og 16. En þegar þið komið trekk í trekk og sækið kl. 16.30 er það ólíðandi! Það er nær alltaf sami nemandinn sem lendir í þessu, hann er fjölfatlaður í hjólastól og þarf að bíða í kuldanum og mikilli óvissu um hvort og hvenær hann verður sóttur. Eins hefur hann lent í því að þið komuð svo snemma, kl. 14.00, að við vorum ekki mætt og þið fóruð með hann heim aftur. Þetta er ekki vegna þess að bílarnir eru pantaðir svo snemma eða seint. Þessir einstaklingar sem eru að koma eru kannski búnir að bíða í viku eftir að komast á hestbak og hlakka mikið til. Þeir eru síðan keyrðir heim vegna þess að þið komið alltof snemma. Okkar starfsemi byggist á sjálfboðavinnu og höfum við ekki alltaf getu til að bíða eftir bílunum eða til að koma löngu fyrir tímann, við erum jú líka manneskjur sem höfum ýmislegt annað að gera en að bíða eftir ykkur. Eins er alveg kostulegt þegar þið eruð að senda þrjá bíla og allir eiga að keyra á sömu endastöð þegar nóg er að senda einn bíl. Eða þegar bílstjórinn var sendur af stað og látinn sækja nemanda í hjólastól, í allt of litlum bíl og nemandinn komst ekki inn í bílinn. Nei, honum hafði verið sagt frá þjónustuverinu að viðkomandi væri í samanbrjótanlegum stól og gæti setið í bílsæti. Það var jú rétt en það gleymdist að nemandinn komst ekki í bílinn nema keyrður inn í hjólastólnum! Ég held að þið verðið að endurskoða ykkar verklagsreglur og vinnubrögð. Bílstjórarnir eru margir að gefast upp, því auðvitað eru þeir skammaðir þegar þeir loksins mæta. En það er endalaust bætt á þá ferðum, þeir eiga kannski að vera 5 mín. úr Klettaskóla upp í Mosfellsbæ á háannatíma í umferðinni. Þó það sé gott á blaði er það ekki þannig í raun. Takið tillit til þeirra sem verið er að þjónusta. Sýnið þeim virðingu og munið að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar