Markmið að byggja brýr milli fólks Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. maí 2017 08:30 Sara Björg og Anna Sif áttu von á 150 manns á fyrstu fjölmenningarhátíðina í Breiðholtsskóla en það mættu yfir 800. Vísir/Ernir Mig langaði að kynnast foreldrum barnanna sem börnin mín eru að leika við, opna huga minna barna fyrir nýjum hlutum og standa vörð um börn með veikt bakland, hver sem uppruni þeirra er. Þetta er kynslóðin sem við erum að ala upp.“ Þannig lýsir Sara Björg Sigurðardóttir, í foreldrafélagi Breiðholtsskóla, því sem fyrir henni vakti þegar hún sótti um fjárstyrki vorið 2015 til að halda fjölmenningarhátíð í skólanum. Hún var þá nýkomin í Neðra-Breiðholtið og átti son í 1. bekk skólans. Í skólanum eru um 450 börn og um 140 þeirra eru tvítyngd, Sara Björg kveðst hafa viljað draga fram það jákvæða við að vera í fjölmenningarhverfi.Hópurinn frá Foreldrafélagi Breiðholtsskóla ásamt forseta Íslands á afhendingu Samfélagsverðlaunanna 2017. Í aftari röð eru Sara Björg, Nalaga Ski frá Sri Lanka, Benni frá Indlandi og Anna Sif. Í fremri röð eru Amanda og Angelo, börn Nalaga Ska, Sigurður og Bjarney, börn Söru Bjargar og Guðni Th. forseti Íslands. Vísir/Eyþór ÁrnasonÞegar styrkir fengust var eftir að kynna verkefnið og fá fólk til að taka þátt, bæði í Breiðholtsskóla, foreldrafélaginu og leikskólanum í hverfinu. Afraksturinn varð stór og mikil matarhátíð, þar mætti fólk prúðbúið og bauð upp á rétti sinnar þjóðar. Það hafði skilað inn áætlunum um hvað það langaði að elda, fékk til þess pening og hafði nokkuð frjálsar hendur. „Aðsóknin fór langt fram úr öllum áætlunum. Við áttum von á kannski 150 manns en það mættu yfir 800,“ lýsir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélagsins. „Markmiðið var byggja brýr milli fólks og við teljum það hafa tekist. Það sem mér fannst skipta svo miklu máli var að börnin fyndu stoltið við að kynna sitt föðurland fyrir samnemendum sínum og fengju að vera hluti af einhverju stóru. Það er þekkt að þátttaka foreldra í skólastarfi skilar miklu inn í námsárangur krakkanna og þarna náðum við að draga fullt af erlendu fólki inn í það starf. Það mættu líka mörg hundruð manns á hátíðina síðasta haust, hún var haldin í lok þemaviku í skólanum sem nefndist Tungumálið mitt. Þar skrifuðu börn alls konar orð á mörgum tungumálum, gerðu fána síns lands og fullt af öðrum og fræðandi hlutum.“Prúðbúnar stúlkur á fjölmenningarhátíð í Breiðholtsskóla.„Sjálfsmynd barnanna eflist með svona starfi. Það er það sem skiptir máli. Stærsta áskorunin var að virkja foreldrana í upphafi og fá þá til að vera með, vera ófeimna,“ lýsir Sara Björg. „Aðstæður fólks eru auðvitað mismunandi. Sumir hafa sest hér að til frambúðar, aðrir ætla að vera hér í nokkur ár að vinna og fara svo heim aftur. Svo er misjafnt hvernig aðstæður eru í heimalandinu. Maður getur ekki gert ráð fyrir því að allir séu komnir hingað upp á gleðina.“ En hvernig fór hún að því að ná til foreldra af ólíkum uppruna sem tala ólík tungumál? „Það var bara maður á mann. Ég hitti fólk á göngum skólans, í búðinni, sundlauginni, búningsklefunum, bókasafninu. Ég tala bara íslensku og ensku en ef maður nálgast fólk þannig að því líði vel og gefur sér tíma þá nær maður sambandi, hvað sem öllum tungumálum líður. Ég veit sjálf hvernig er að búa sem útlendingur í öðru landi og á auðvelt með að setja mig í annarra spor. Hef alltaf haft gaman af fólki.“Briet Olga frá Hvíta-Rússlandi og dóttir hennar í þjóðbúningum síns lands.„Börnin okkar lifa í allt öðru samfélagi en við gerðum og það sem dregur okkur Söru og fleiri í foreldrafélaginu áfram er hvatinn til að hafa áhrif á það samfélag og kynnast því. Þegar dóttir mín fermdist voru sex gerðir af fermingum í bekknum hennar. Börnin okkar alast upp við að skólafélagar þeirra tali annað tungumál heima hjá sér og búi jafnvel við aðra leturgerð en við. Þetta var ekki svona þegar við vorum litlar og það er ástæða til að gefa því gaum,“ segir Anna Sif. Silja er íslensk, hér sýnir hún nafnið sitt með ýmiss konar letri.„Það er slíka svo mikilvægt að hindra einangrun barna,“ segir Sara Björg. Erlendir foreldrar eru kannski ekki vanir því að börn séu í íþrótta- og tómstundastarfi eins og hér er orðin rótgróin hefð. Þeir átta sig ekki á hversu mikilvægt það er að upp á samneyti og tengsl við önnur börn. Það er staðreynd að ef aðlögun barna mistekst og þau ná ekki að finna sig þá endar það ekki alltaf nógu vel.“ „Þá erum við líka komin að viðhorfi fólks til peninga. Sumir safna peningum til að senda sínu fólki í gamla heimalandinu eða til að komast þangað í heimsókn. Þar með vinnur það mikið, þar með setur það ekki börnin sín í frístundir, þar með eru eldri börnin að passa yngri börnin. Oft eru foreldrarnir í láglaunastörfum og þurfa að vinna mikið. Svo mætti velta því upp af hverju Reykjavíkurborg ákvað að heimila fólki að nota frístundastyrkinn í dagsvistina eftir skóla, en skilyrtu hann ekki í íþrótta- og tómstundastarf og tónlist eins og áður.“Taílendingar kunna matarskreytingalistina.Spurðar hvort þær telji hátíðirnar hafa skilaði auknum kynnum innan skólahópsins svarar Anna Sif: „Ég held að börnin sjái um það sjálf á sínum forsendum.“ Sara Björg tekur undir það. „Já, kannski vita þau ekki hvað fordómar eru, en okkar markmið er líka að vekja foreldra til vitundar um að börnin okkar eru í fjölþjóðlegu umhverfi.“ Anna Sif kemur með dæmisögu. „Ég bauð bekkjarfélögum sonar míns í smá garðpartí og var með pylsur en áttaði mig ekkert á því að þarna voru múslímar líka sem borða ekki svínakjöt og ég hafði ekki fattað að kaupa kalkúnapylsur.“ Þær Sara Björg og Anna Sif eiga þrjú börn hvor og Anna Sif bendir á að skólinn sé viðverustaður hvers barns í tíu ár. Því skipti skólinn þær meira máli en ýmislegt annað. „Við erum hvorki í björgunarsveitum, stjórnmálastarfi né íþróttahreyfingunni en allir geta haft áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Við viljum hafa góð áhrif á líf barnanna í kringum okkur,“ segir hún. Sara tekur undir það. „Við berum samfélagslega ábyrgð á því að börnunum líði vel í skólanum og viljum að þau sem eru af erlendu bergi brotin aðlagist okkar samfélagi eins vel og hægt er, á sama tíma og við berum virðingu fyrir uppruna þeirra. Það er ekkert flókið.“ Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Mig langaði að kynnast foreldrum barnanna sem börnin mín eru að leika við, opna huga minna barna fyrir nýjum hlutum og standa vörð um börn með veikt bakland, hver sem uppruni þeirra er. Þetta er kynslóðin sem við erum að ala upp.“ Þannig lýsir Sara Björg Sigurðardóttir, í foreldrafélagi Breiðholtsskóla, því sem fyrir henni vakti þegar hún sótti um fjárstyrki vorið 2015 til að halda fjölmenningarhátíð í skólanum. Hún var þá nýkomin í Neðra-Breiðholtið og átti son í 1. bekk skólans. Í skólanum eru um 450 börn og um 140 þeirra eru tvítyngd, Sara Björg kveðst hafa viljað draga fram það jákvæða við að vera í fjölmenningarhverfi.Hópurinn frá Foreldrafélagi Breiðholtsskóla ásamt forseta Íslands á afhendingu Samfélagsverðlaunanna 2017. Í aftari röð eru Sara Björg, Nalaga Ski frá Sri Lanka, Benni frá Indlandi og Anna Sif. Í fremri röð eru Amanda og Angelo, börn Nalaga Ska, Sigurður og Bjarney, börn Söru Bjargar og Guðni Th. forseti Íslands. Vísir/Eyþór ÁrnasonÞegar styrkir fengust var eftir að kynna verkefnið og fá fólk til að taka þátt, bæði í Breiðholtsskóla, foreldrafélaginu og leikskólanum í hverfinu. Afraksturinn varð stór og mikil matarhátíð, þar mætti fólk prúðbúið og bauð upp á rétti sinnar þjóðar. Það hafði skilað inn áætlunum um hvað það langaði að elda, fékk til þess pening og hafði nokkuð frjálsar hendur. „Aðsóknin fór langt fram úr öllum áætlunum. Við áttum von á kannski 150 manns en það mættu yfir 800,“ lýsir Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélagsins. „Markmiðið var byggja brýr milli fólks og við teljum það hafa tekist. Það sem mér fannst skipta svo miklu máli var að börnin fyndu stoltið við að kynna sitt föðurland fyrir samnemendum sínum og fengju að vera hluti af einhverju stóru. Það er þekkt að þátttaka foreldra í skólastarfi skilar miklu inn í námsárangur krakkanna og þarna náðum við að draga fullt af erlendu fólki inn í það starf. Það mættu líka mörg hundruð manns á hátíðina síðasta haust, hún var haldin í lok þemaviku í skólanum sem nefndist Tungumálið mitt. Þar skrifuðu börn alls konar orð á mörgum tungumálum, gerðu fána síns lands og fullt af öðrum og fræðandi hlutum.“Prúðbúnar stúlkur á fjölmenningarhátíð í Breiðholtsskóla.„Sjálfsmynd barnanna eflist með svona starfi. Það er það sem skiptir máli. Stærsta áskorunin var að virkja foreldrana í upphafi og fá þá til að vera með, vera ófeimna,“ lýsir Sara Björg. „Aðstæður fólks eru auðvitað mismunandi. Sumir hafa sest hér að til frambúðar, aðrir ætla að vera hér í nokkur ár að vinna og fara svo heim aftur. Svo er misjafnt hvernig aðstæður eru í heimalandinu. Maður getur ekki gert ráð fyrir því að allir séu komnir hingað upp á gleðina.“ En hvernig fór hún að því að ná til foreldra af ólíkum uppruna sem tala ólík tungumál? „Það var bara maður á mann. Ég hitti fólk á göngum skólans, í búðinni, sundlauginni, búningsklefunum, bókasafninu. Ég tala bara íslensku og ensku en ef maður nálgast fólk þannig að því líði vel og gefur sér tíma þá nær maður sambandi, hvað sem öllum tungumálum líður. Ég veit sjálf hvernig er að búa sem útlendingur í öðru landi og á auðvelt með að setja mig í annarra spor. Hef alltaf haft gaman af fólki.“Briet Olga frá Hvíta-Rússlandi og dóttir hennar í þjóðbúningum síns lands.„Börnin okkar lifa í allt öðru samfélagi en við gerðum og það sem dregur okkur Söru og fleiri í foreldrafélaginu áfram er hvatinn til að hafa áhrif á það samfélag og kynnast því. Þegar dóttir mín fermdist voru sex gerðir af fermingum í bekknum hennar. Börnin okkar alast upp við að skólafélagar þeirra tali annað tungumál heima hjá sér og búi jafnvel við aðra leturgerð en við. Þetta var ekki svona þegar við vorum litlar og það er ástæða til að gefa því gaum,“ segir Anna Sif. Silja er íslensk, hér sýnir hún nafnið sitt með ýmiss konar letri.„Það er slíka svo mikilvægt að hindra einangrun barna,“ segir Sara Björg. Erlendir foreldrar eru kannski ekki vanir því að börn séu í íþrótta- og tómstundastarfi eins og hér er orðin rótgróin hefð. Þeir átta sig ekki á hversu mikilvægt það er að upp á samneyti og tengsl við önnur börn. Það er staðreynd að ef aðlögun barna mistekst og þau ná ekki að finna sig þá endar það ekki alltaf nógu vel.“ „Þá erum við líka komin að viðhorfi fólks til peninga. Sumir safna peningum til að senda sínu fólki í gamla heimalandinu eða til að komast þangað í heimsókn. Þar með vinnur það mikið, þar með setur það ekki börnin sín í frístundir, þar með eru eldri börnin að passa yngri börnin. Oft eru foreldrarnir í láglaunastörfum og þurfa að vinna mikið. Svo mætti velta því upp af hverju Reykjavíkurborg ákvað að heimila fólki að nota frístundastyrkinn í dagsvistina eftir skóla, en skilyrtu hann ekki í íþrótta- og tómstundastarf og tónlist eins og áður.“Taílendingar kunna matarskreytingalistina.Spurðar hvort þær telji hátíðirnar hafa skilaði auknum kynnum innan skólahópsins svarar Anna Sif: „Ég held að börnin sjái um það sjálf á sínum forsendum.“ Sara Björg tekur undir það. „Já, kannski vita þau ekki hvað fordómar eru, en okkar markmið er líka að vekja foreldra til vitundar um að börnin okkar eru í fjölþjóðlegu umhverfi.“ Anna Sif kemur með dæmisögu. „Ég bauð bekkjarfélögum sonar míns í smá garðpartí og var með pylsur en áttaði mig ekkert á því að þarna voru múslímar líka sem borða ekki svínakjöt og ég hafði ekki fattað að kaupa kalkúnapylsur.“ Þær Sara Björg og Anna Sif eiga þrjú börn hvor og Anna Sif bendir á að skólinn sé viðverustaður hvers barns í tíu ár. Því skipti skólinn þær meira máli en ýmislegt annað. „Við erum hvorki í björgunarsveitum, stjórnmálastarfi né íþróttahreyfingunni en allir geta haft áhrif á samfélagið með einhverjum hætti. Við viljum hafa góð áhrif á líf barnanna í kringum okkur,“ segir hún. Sara tekur undir það. „Við berum samfélagslega ábyrgð á því að börnunum líði vel í skólanum og viljum að þau sem eru af erlendu bergi brotin aðlagist okkar samfélagi eins vel og hægt er, á sama tíma og við berum virðingu fyrir uppruna þeirra. Það er ekkert flókið.“
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira