Lífið

Brast í grát þegar stjúpsonurinn bað hann um að ættleiða sig

Atli Ísleifsson skrifar
Falleg stund.
Falleg stund.
Bandarískur drengur bað óvænt stjúpföður sinn um að ættleiða sig í miðri afmælisveislu í síðasta mánuði.

Móðirin Porsche Williamson birti myndband af atvikinu þar sem sjá má son hennar spyrja stjúpföður sinn nokkurra spurninga áður en hann er spyr hvort stjúpfaðirinn vilji ættleiða sig.

Stjúpfaðirinn, Brandon Williamson, táraðist þegar hann fær spurninguna og má túlka af viðbrögðum hans að hann hafi svarað spurningunni játandi.

Sjá má myndbandið að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.