Hjólaði upp á Hnjúkinn á „fat bike“ Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 10:46 Ferðin upp hjá Símoni og félögum hans tók um ellefu tíma. Mynd/Tómas Guðbjartsson „Þetta vara bara hugdetta. Prófa að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Símon Halldórsson stálsmiður sem hjólaði upp á Hvannadalshnjúk á svokölluðu „fat bike“ í gær. Símon og félagar hans í Björgunarsveit Hafnarfjarðar lögðu af stað frá Sandfelli klukkan eitt, aðfaranótt laugardagsins og tók ferðin upp um ellefu tíma. „Við fórum fótgangandi, á skíðum og svo einn svona skrítinn á hjóli.“ Hann segir að það hafi verið gott útsýni á toppnum og mikið fjölmenni. „Svo vorum við hátt í fimm tíma á leiðinni niður. Það var mjög skemmtilegt, færið var blautt en ég náði að fara í gegnum þetta á ferðinni. Og í þessu mikla blíðskaparveðri,“ segir Símon sem hefur margoft áður farið á þennan hæsta tind landsins.En nú eru allir í línu á leiðinni upp. Hvernig gekk það hjá þér?„Það virkaði ekkert neitt sérlega vel. Ég festi mig við hjólið þannig að ef ég myndi óvænt fara ofan í sprungu þá yrði yfirborðið aðeins stærra. Við erum hins vegar farin að þekkja leiðina mjög vel þannig að á þekktum sprungusvæðum festi ég mig í línu með félögunum og leiddi hjólið. Ég hjólaði því ekki alla leið, enda er það ekkert hægt.“ Símon segir að hann hafi lengi stundað hjólreiðar og þannig hjólaði hann fyrst hringinn í kringum landið átján ára gamall á Hjólreiðahátíðinni miklu 1994, 17. júní. „Það var það fyrsta stóra sem ég gerði á þessu sviði. Síðan hefur þetta undið upp á sig. Maður hefur farið í túra hingað og þangað. Maður hefur alltaf verið í fjallamennsku líka. Þessi hugmynd að hjóla á Hnjúkinn var búin að vera í „hnakkanum“ á mér í smá tíma, að þetta þyrfti að gera. Menn hafa farið á vélsleða, bíl og vélhjólum en þetta var eftir.“ Hjólið sem Símon fór á keypti hann fyrir um einu og hálfu ári. „Ég hef farið á þessu upp á einhver fjöll og svo er þetta fínt líka innanbæjar og í „trailinu“ fyrir utan bæinn.“ Dekkin á hjóli Símonar eru 4,8 tommur að breidd. „Ég er líka með breiðustu gjarðirnar sem eru í boði sem gefa mér allt í lagi flot en menn verða alltaf að velja sér færin. Þetta er jú hjól en ekki skíði.“En hvað er næst á dagskrá hjá þér?„Dagskráin er bara opin. Maður er kannski með alls konar skrítnar hugmyndir en ekkert sem er ákveðið. Ég ætla að vinna í sumar og svo er spurning hvað maður geri í haust eða vetur – hvort maður fari eitthvað með hjólið til útlanda. Kannski til Austur-Evrópu, þar finnst mér skemmtilegt að vera. Það verður bara að koma í ljós.“ Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Þetta vara bara hugdetta. Prófa að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Símon Halldórsson stálsmiður sem hjólaði upp á Hvannadalshnjúk á svokölluðu „fat bike“ í gær. Símon og félagar hans í Björgunarsveit Hafnarfjarðar lögðu af stað frá Sandfelli klukkan eitt, aðfaranótt laugardagsins og tók ferðin upp um ellefu tíma. „Við fórum fótgangandi, á skíðum og svo einn svona skrítinn á hjóli.“ Hann segir að það hafi verið gott útsýni á toppnum og mikið fjölmenni. „Svo vorum við hátt í fimm tíma á leiðinni niður. Það var mjög skemmtilegt, færið var blautt en ég náði að fara í gegnum þetta á ferðinni. Og í þessu mikla blíðskaparveðri,“ segir Símon sem hefur margoft áður farið á þennan hæsta tind landsins.En nú eru allir í línu á leiðinni upp. Hvernig gekk það hjá þér?„Það virkaði ekkert neitt sérlega vel. Ég festi mig við hjólið þannig að ef ég myndi óvænt fara ofan í sprungu þá yrði yfirborðið aðeins stærra. Við erum hins vegar farin að þekkja leiðina mjög vel þannig að á þekktum sprungusvæðum festi ég mig í línu með félögunum og leiddi hjólið. Ég hjólaði því ekki alla leið, enda er það ekkert hægt.“ Símon segir að hann hafi lengi stundað hjólreiðar og þannig hjólaði hann fyrst hringinn í kringum landið átján ára gamall á Hjólreiðahátíðinni miklu 1994, 17. júní. „Það var það fyrsta stóra sem ég gerði á þessu sviði. Síðan hefur þetta undið upp á sig. Maður hefur farið í túra hingað og þangað. Maður hefur alltaf verið í fjallamennsku líka. Þessi hugmynd að hjóla á Hnjúkinn var búin að vera í „hnakkanum“ á mér í smá tíma, að þetta þyrfti að gera. Menn hafa farið á vélsleða, bíl og vélhjólum en þetta var eftir.“ Hjólið sem Símon fór á keypti hann fyrir um einu og hálfu ári. „Ég hef farið á þessu upp á einhver fjöll og svo er þetta fínt líka innanbæjar og í „trailinu“ fyrir utan bæinn.“ Dekkin á hjóli Símonar eru 4,8 tommur að breidd. „Ég er líka með breiðustu gjarðirnar sem eru í boði sem gefa mér allt í lagi flot en menn verða alltaf að velja sér færin. Þetta er jú hjól en ekki skíði.“En hvað er næst á dagskrá hjá þér?„Dagskráin er bara opin. Maður er kannski með alls konar skrítnar hugmyndir en ekkert sem er ákveðið. Ég ætla að vinna í sumar og svo er spurning hvað maður geri í haust eða vetur – hvort maður fari eitthvað með hjólið til útlanda. Kannski til Austur-Evrópu, þar finnst mér skemmtilegt að vera. Það verður bara að koma í ljós.“
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira