Sport

Sigurvegari Tour de France fullyrðir að það hafi verið keyrt viljandi á sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Froome hefur unnið Tour de France þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.
Froome hefur unnið Tour de France þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. vísir/epa
Chris Froome, sigurvegari hjólreiðakeppninnar Tour de France í fyrra, fullyrðir að bíl hafi verið ekið viljandi á sig í dag.

Hinn 31 árs gamli Froome greindi frá því á Twitter í dag að óþolinmóður ökumaður sem hafi elt hann upp á gangstétt hefði keyrt viljandi á hann. Ökumaðurinn hefði svo haldið för sinni áfram eins og ekkert hefði í skorist.

Froome segist hafa sloppið ómeiddur en hjólið sé eyðilagt. Því til sönnunar birti hann mynd af illa förnu hjólinu.

Froome var á ferðinni rétt hjá heimili sínu í Mónakó þegar ekið var á hann.

Froome er einn sigursælasti hjólreiðamaður síðari tíma. Hann hefur þrívegis hrósað sigri á Tour de France á síðustu fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×