Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 21:47 Sverrir Þór Sverrisson með bikarinn eftir leikinn í kvöld. vísir/tom „Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
„Mér líður stórkostlega en núna er ég í hálfgerðu spennufalli. Maður er bara dasaður,“ sagði kampakátur en dauðþreyttur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, eftir að hans stelpur lögðu Snæfell, 70-50, í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Domino´s-deildarinnar. Keflavík varð Íslandsmeistari með sigrinum en þær tóku seríuna, 3-1. Keflavíkurliðið var betra allan tímann en var búið að missa öruggt forskot niður í sex stig þegar minnst var undir lok þriðja leikhluta. „Mér fannst við vera farin að passa að missa þetta ekki niður í staðinn fyrir að keyra bara á körfuna og reyna að skora," sagði Sverrir. „Við vorum átta stigum yfir eftir þrjá leikhluta og töluðum um það þá að það voru bara 50 prósent líkur á að við myndum vinna þennan leik í kvöld. Við erum ekki að verja neitt. Við erum bara að spila í 40 mínútur að reyna að spila vörn og reyna að ná góðu skoti.“ Litlu slátrararnir í Keflavík fengu ekki á sig körfu fyrstu átta mínúturnar í fjórða leikhluta og sigldu þannig fram úr. Frammistaðan var hreint ótrúlega hjá ekki eldra liði en þetta. „Algjörlega. Þetta var geggjað,“ sagði Sverrir sem gat ekki svarað því strax hvort þetta eru átta bestu mínútur sem hann hefur séð frá liði sem hann er að þjálfa. „Ég var á svo miklu flugi og á eftir að horfa á þetta aftur rólegur en þær voru alveg geggjaðar. Emelía og Erna sátu framan af völlum fjórða leikhluta því Katla og Þóranna voru að spila svo frábæra vörn. Svo gat ég sett Emelíu inn þegar þær voru orðnar þreyttar. Þetta var frábært,“ sagði hann. Keflavíkurliðið var í molum þegar Sverrir tók við því í fyrra en viðsnúningurinn hefur verið ótrúlegur. „Ég kem inn á leiðinlegum tíma í fyrra. Það var allt í tómu rugli þannig við hreinsuðum úr hópnum. Ég fæ til mín Ernu og Salbjörgu sem eru stelpur sem ég hef þjálfað áður og veit hvernig eru. Þær eru frábærir karkatar og góðir liðsmenn. “ Hann vissi að þetta lið gæti gert eitthvað magnað. „Ég sá eftir sjö fyrstu leikina að við erum samkeppnishæf við alla. Markmiðið var að komast í úrslitakeppnina en ég sá eftir fyrstu umferðina að við gátum gert ótrúlega hluti,“ sagði Sverrir. „Ég ætlaði mér stærri hluti við stelpurnar en ég sagði við stelpurnar á fundinum í haust. Ég vissi að ef allt myndi smella hjá okkur gætum við gert eitthvað meira. Ég talaði samt aldrei við þær um að vinna tvöfalt eða neitt svoleiðis,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04