Reykjavík er ekki allt Ísland Ívar Ingimarsson skrifar 28. apríl 2017 08:58 Síðan um 1980 hefur verið stöðug fækkun íbúa á landsbyggðinni, fólk byrjaði að færa sig til borgarinnar þar sem þjónusta, afþreying og aðstaða byggðist upp. Kvótakerfinu var komið á um 1984 til að hagræða í greininni og við það hrundu byggðir víða um land og straumur fólks suður jókst. Fólki fækkaði, opinber þjónusta og störf fylgdu á eftir og niðurspírallinn hófst af fullum þunga. Síðan þessi þróun hófst hefur lítið breyst. Fólki úti á landi fjærst höfuðborginni fækkar ef Akureyri er undanskilin, vaxtar- og þensluskeið koma og fara, byggingakranar vinna 24 tíma á sólarhring í höfuðborginni en ekki úti á landi. Á síðustu árum hefur samt hafist breyting á þessu þegar ferðaþjónusta ruddi sér til rúms sem atvinnugrein af áður óþekktri stærðargráðu. Ungt fólk sá í henni ný tækifæri og þeir sem höfðu verið að berjast í greininni til fjölda ára sáu loksins ljósið eftir hark fyrri ára. Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga. Lengst af var ferðaþjónustan á Austurlandi sumaratvinnugrein og flestir rekstraraðilar gátu aðeins haft opið þrjá til fjóra mánuði af árinu. Þetta hefur verið að breytast hægt og rólega og á undanförnum tveimur til þremur árum hafa margir byrjað að hafa opið allt árið í von um að straumur ferðmanna haldi áfram að aukast. Heilsársstarfsfólki hefur fjölgað samhliða þessu en enn í dag er reksturinn samt erfiður og fyrirtækin á svæðinu eru rekin með tapi yfir vetrarmánuðina.Fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað. Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi horfa hvor á annan og trúa ekki sínum eigin augum og eyrum. Við búum og rekum fyrirtæki á svæði þar sem nýting hótela í heilsársrekstri er undir 20% fimm til sex mánuði á ári. Svæði þar sem rétt um 27% ferðamanna fara um og greinin er að byrja að fóta sig. Það segja ráðherrar fjármála og ferðamála að sé að vera búin að slíta barnsskónum. Ekkert samtal átti sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðan um 1980 hefur verið stöðug fækkun íbúa á landsbyggðinni, fólk byrjaði að færa sig til borgarinnar þar sem þjónusta, afþreying og aðstaða byggðist upp. Kvótakerfinu var komið á um 1984 til að hagræða í greininni og við það hrundu byggðir víða um land og straumur fólks suður jókst. Fólki fækkaði, opinber þjónusta og störf fylgdu á eftir og niðurspírallinn hófst af fullum þunga. Síðan þessi þróun hófst hefur lítið breyst. Fólki úti á landi fjærst höfuðborginni fækkar ef Akureyri er undanskilin, vaxtar- og þensluskeið koma og fara, byggingakranar vinna 24 tíma á sólarhring í höfuðborginni en ekki úti á landi. Á síðustu árum hefur samt hafist breyting á þessu þegar ferðaþjónusta ruddi sér til rúms sem atvinnugrein af áður óþekktri stærðargráðu. Ungt fólk sá í henni ný tækifæri og þeir sem höfðu verið að berjast í greininni til fjölda ára sáu loksins ljósið eftir hark fyrri ára. Ferðaþjónustan býr ekki bara til störf og atvinnutækifæri heldur fylgir henni líka mikil þjónusta og afþreying. Ekki bara fyrir ferðamenn, heldur líka landsmenn og það er eitthvað sem hefur ekki síst vantað í minni byggðakjarna á landsbyggðinni. Veitingastaðir opnuðu, afþreyingarfyrirtæki urðu til, farið var að fjárfesta í húsnæði og gera upp hús sem höfðu jafnvel staðið tóm í fjölda ára. Ferðaþjónustan byrjaði að glæða lífi svæði sem höfðu farið illa út úr hagræðingu í sjávarútvegi og atvinnuskorti liðinna áratuga. Lengst af var ferðaþjónustan á Austurlandi sumaratvinnugrein og flestir rekstraraðilar gátu aðeins haft opið þrjá til fjóra mánuði af árinu. Þetta hefur verið að breytast hægt og rólega og á undanförnum tveimur til þremur árum hafa margir byrjað að hafa opið allt árið í von um að straumur ferðmanna haldi áfram að aukast. Heilsársstarfsfólki hefur fjölgað samhliða þessu en enn í dag er reksturinn samt erfiður og fyrirtækin á svæðinu eru rekin með tapi yfir vetrarmánuðina.Fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Á þessum tímapunkti tilkynnir ráðherra að ferðaþjónustan sé búin að slíta barnsskónum. Atvinnugrein sem græðir á ofsavexti í fjölda ferðamanna geti ekki verið á „undaþágu“ varðandi virðisaukaskatt og minka verði fjölda ferðamanna inn í landið hvort sem fyrirtækin ráða við það eða ekki. Vaskinn skal hækka um meira en 100% með 15 mánaða fyrirvara, á sama tíma og gengið hefur styrkst um tugi prósenta og laun hækkað. Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi horfa hvor á annan og trúa ekki sínum eigin augum og eyrum. Við búum og rekum fyrirtæki á svæði þar sem nýting hótela í heilsársrekstri er undir 20% fimm til sex mánuði á ári. Svæði þar sem rétt um 27% ferðamanna fara um og greinin er að byrja að fóta sig. Það segja ráðherrar fjármála og ferðamála að sé að vera búin að slíta barnsskónum. Ekkert samtal átti sér stað við atvinnugreinina um fyrirhugaða hækkun skattsins. Engin greining á áhrifum hefur átt sér stað, ekkert tillit er tekið til mismunandi aðstæðna og staðsetningar fyrirtækja í greininni. Excel skjal embættismannanna virðist vera það sem trúa skal á í blindni. Excel skjalið tekur ekki tillit til mismunandi aðstæðna, landsbyggðirnar og höfuðborgin eru eitt, skjalið segir að Ísland allt árið sé raunveruleikinn, þegar staðreyndirnar segja allt annað. Staðreyndin er sú að excel skjalið mun stórskaða ferðaþjónustu á Austurlandi og á öðrum svæðum sem búa við svipaðan raunveruleika.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun