10 ára píanósnillingur Elín Albertsdóttir skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ásta Dóra spilar gömlu meistarana með miklum tilþrifum. Hún mun sýna gestum Hörpu hvers hún er megnuð í dag. MYND/EYÞÓR Ásta Dóra Finnsdóttir er 10 ára en er þegar farin að vekja athygli um allan heim fyrir snilli sína á píanó. Hún hefur fengið milljónir áhorfenda á netinu en í dag verður hún með sína fyrstu tónleika í Hörpu. Ásta Dóra komst í heimsfréttirnar fyrir ári þegar hún sýndi snilli sína á almenningspíanói í Canary-Wharf í London. Þar lék hún Tyrkneska marsinn – Rondo Alla Turca eftir Mozart án þess að slá feilnótu við mikinn fögnuð vegfarenda. Netmiðillinn Daily Mail sýndi myndband af viðburðinum og fjallaði um þennan unga píanósnilling. Myndbandið fór á flug í netheimum og sem dæmi hafa yfir þrjár milljónir manna horft á það í Taívan. Sjálf á Ásta Dóra ættir að rekja til Malasíu en þaðan er móðir hennar, Fey eða Chin Ming Teoh. Faðirinn, Finnur Þorgeirsson, er hins vegar Íslendingur og fjölskyldan býr í Garðabæ.Tónleikar í Hörpu Ásta Dóra hefur leikið á píanó frá fjögurra ára aldri. Hún er langt á undan jafnöldrum sínum í námi. Ásta Dóra stundar Suzuki-nám við Allegri Suzuki tónlistarskólann undir handleiðslu Kristins Arnar Kristinssonar. Hún lauk við námsefni skólans í fyrra en tónleikarnir í dag eru formleg útskrift úr síðustu bókinni í náminu en þær eru alls sjö. Þetta eru ákveðin tímamót því Ásta Dóra hefur ekki áður haldið einleikstónleika. Þeir verða í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpu og eru allir velkomnir að hlusta á hana spila og aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Bach, Mozart, Händel, Chopin, Debussy og Bartók. Ásta stundar nám á framhaldsstigi sem er nánast einsdæmi fyrir barn á þessum aldri.Einbeittur ungur píanósnillingur.MYND/EYÞÓREkkert píanó Hæfileikar Ástu Dóru komu snemma í ljós. „Það var ekkert píanó heima en ég fékk að æfa mig hjá ömmu og afa. Ég elskaði tónlist og langaði að spila. Pabbi sendi mig í tónlistarskóla og eftir fyrsta veturinn keypti hann píanó fyrir mig,“ segir þessi ungi snillingur. Faðir hennar bætir því við að foreldrarnir vildu sjá hvort áhuginn væri raunverulegur áður en fjárfest yrði í píanói en það kom reyndar fljótt í ljós að svo var. „Ég hlustaði mikið á tónlist. Fyrsti kennarinn minn var Anna Fossberg Kjartansdóttir. Hún kenndi mér fingrasetningu og hvernig ég ætti að bera mig að við hljóðfærið. Síðan tók Kristinn við sem kennarinn minn,“ segir hún. Ásta Dóra var ekki orðin fimm ára þegar hún byrjaði í Suzuki skólanum.Alveg kreisí „Mamma sagði mér að þegar ég var yngri hafi ég verið alveg kreisí við píanóið og vildi stöðugt vera að spila. Hún þurfti stundum að minna mig á að taka hlé. Núna æfi ég tvo tíma á dag,“ segir Ásta Dóra sem auk píanónámsins stundar nám í Alþjóðaskóla Íslands sem er í sama húsi og Sjálandsskóli. Enska er annað móðurmál Ástu Dóru og hún stundar nám á ensku og íslensku. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila fyrir áhorfendur. Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Ásta Dóra en hún er ekki óvön að koma fram á tónleikum og ýmsum uppákomum. „Ég hef leikið fyrir forsetann,“ segir hún stolt. „Á tónleikunum mínum í Hörpu ætla ég að leika upp úr heilli bók, sautján mismunandi verk. Það verða prelúdíur, rúmensk þjóðlög og allavega lög,“ segir hún kát en Ásta Dóra er ákveðin í að halda áfram píanónámi. Að sögn föður hennar hefur hún einstakt tóneyra og á auðvelt með að læra nótur. „Það tekur smá tíma að læra erfiðustu nóturnar, svolítið flókið en mjög skemmtilegt,“ segir hún.Ásta Dóra með forsetahjónunum, Guðna og Elisu, og foreldrum sínum, Finni og Fey. Ásta var ákaflega ánægð með að spila fyrir forsetann á Bessastöðum.Með frægum píanóleikara Ásta Dóra fór á tónleika með Mariu João Pires píanóleikara þegar hún kom hingað til lands og lék í Hörpu. Maria byrjaði að læra á píanó fjögurra ára eins og Ásta Dóra og er í dag einn eftirsóttasti píanóleikari heims. „Ég elskaði hvernig hún lék á píanóið,“ segir Ásta einlæg en hún fékk að hitta Mariu. Hún hefur sömuleiðis hitt Víking Heiðar. „Hann er ótrúlega fær. Mig langar til að leggja píanóleik fyrir mig eins og hann.“Spilað á lestarstöð Þegar Ásta Dóra settist við píanóið í London var hún á námskeiði í Royal Albert Hall. „Ég sá svona almenningspíanó á lestarstöðvum og var búin að spyrja mömmu nokkrum sinnum hvort ég mætti spila. Mér leist best á þetta í Canary-Wharf af því að það leit út eins og tveggja hæða strætó. Ég veit ekkert hvernig þetta komst í Daily Mail og var alveg steinhissa að sjá fréttina.“ Fyrir tilviljun var þekktur konsertmeistari staddur á lestarstöðinni þegar Ásta lék á píanóið. „Hann spjallaði við mig og gaf mér góð ráð,“ segir hún. Ásta Dóra er algjörlega ófeimin að koma fram. Hún vonast til að sjá sem flesta í Hörpu. „Ég ætla að gera mitt allra besta fyrir gesti og ég hlakka mikið til. Síðan verð ég með tónleika 6. maí hjá Píanó plús í Tónskóla Sigursveins,“ segir hún. Ásta Dóra hefur verið í Píanó plús verkefni hjá Nínu Margréti Grímsdóttur píanókennara síðan í september. Það er verkefni fyrir nemendur á framhaldsstigi, jafnvel háskólastigi. Ásta er yngsti nemandinn. Ásta Dóra var verðlaunahafi Nótunnar árin 2014, 2015 og 2016. Hún vann sinn flokk í EPTA-keppninni 2015. Ásta er með YouTube-síðu https://www.youtube.com/user/feyoneteoh Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Ásta Dóra Finnsdóttir er 10 ára en er þegar farin að vekja athygli um allan heim fyrir snilli sína á píanó. Hún hefur fengið milljónir áhorfenda á netinu en í dag verður hún með sína fyrstu tónleika í Hörpu. Ásta Dóra komst í heimsfréttirnar fyrir ári þegar hún sýndi snilli sína á almenningspíanói í Canary-Wharf í London. Þar lék hún Tyrkneska marsinn – Rondo Alla Turca eftir Mozart án þess að slá feilnótu við mikinn fögnuð vegfarenda. Netmiðillinn Daily Mail sýndi myndband af viðburðinum og fjallaði um þennan unga píanósnilling. Myndbandið fór á flug í netheimum og sem dæmi hafa yfir þrjár milljónir manna horft á það í Taívan. Sjálf á Ásta Dóra ættir að rekja til Malasíu en þaðan er móðir hennar, Fey eða Chin Ming Teoh. Faðirinn, Finnur Þorgeirsson, er hins vegar Íslendingur og fjölskyldan býr í Garðabæ.Tónleikar í Hörpu Ásta Dóra hefur leikið á píanó frá fjögurra ára aldri. Hún er langt á undan jafnöldrum sínum í námi. Ásta Dóra stundar Suzuki-nám við Allegri Suzuki tónlistarskólann undir handleiðslu Kristins Arnar Kristinssonar. Hún lauk við námsefni skólans í fyrra en tónleikarnir í dag eru formleg útskrift úr síðustu bókinni í náminu en þær eru alls sjö. Þetta eru ákveðin tímamót því Ásta Dóra hefur ekki áður haldið einleikstónleika. Þeir verða í Hörpuhorni á annarri hæð Hörpu og eru allir velkomnir að hlusta á hana spila og aðgangur er ókeypis. Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir Bach, Mozart, Händel, Chopin, Debussy og Bartók. Ásta stundar nám á framhaldsstigi sem er nánast einsdæmi fyrir barn á þessum aldri.Einbeittur ungur píanósnillingur.MYND/EYÞÓREkkert píanó Hæfileikar Ástu Dóru komu snemma í ljós. „Það var ekkert píanó heima en ég fékk að æfa mig hjá ömmu og afa. Ég elskaði tónlist og langaði að spila. Pabbi sendi mig í tónlistarskóla og eftir fyrsta veturinn keypti hann píanó fyrir mig,“ segir þessi ungi snillingur. Faðir hennar bætir því við að foreldrarnir vildu sjá hvort áhuginn væri raunverulegur áður en fjárfest yrði í píanói en það kom reyndar fljótt í ljós að svo var. „Ég hlustaði mikið á tónlist. Fyrsti kennarinn minn var Anna Fossberg Kjartansdóttir. Hún kenndi mér fingrasetningu og hvernig ég ætti að bera mig að við hljóðfærið. Síðan tók Kristinn við sem kennarinn minn,“ segir hún. Ásta Dóra var ekki orðin fimm ára þegar hún byrjaði í Suzuki skólanum.Alveg kreisí „Mamma sagði mér að þegar ég var yngri hafi ég verið alveg kreisí við píanóið og vildi stöðugt vera að spila. Hún þurfti stundum að minna mig á að taka hlé. Núna æfi ég tvo tíma á dag,“ segir Ásta Dóra sem auk píanónámsins stundar nám í Alþjóðaskóla Íslands sem er í sama húsi og Sjálandsskóli. Enska er annað móðurmál Ástu Dóru og hún stundar nám á ensku og íslensku. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að spila fyrir áhorfendur. Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Ásta Dóra en hún er ekki óvön að koma fram á tónleikum og ýmsum uppákomum. „Ég hef leikið fyrir forsetann,“ segir hún stolt. „Á tónleikunum mínum í Hörpu ætla ég að leika upp úr heilli bók, sautján mismunandi verk. Það verða prelúdíur, rúmensk þjóðlög og allavega lög,“ segir hún kát en Ásta Dóra er ákveðin í að halda áfram píanónámi. Að sögn föður hennar hefur hún einstakt tóneyra og á auðvelt með að læra nótur. „Það tekur smá tíma að læra erfiðustu nóturnar, svolítið flókið en mjög skemmtilegt,“ segir hún.Ásta Dóra með forsetahjónunum, Guðna og Elisu, og foreldrum sínum, Finni og Fey. Ásta var ákaflega ánægð með að spila fyrir forsetann á Bessastöðum.Með frægum píanóleikara Ásta Dóra fór á tónleika með Mariu João Pires píanóleikara þegar hún kom hingað til lands og lék í Hörpu. Maria byrjaði að læra á píanó fjögurra ára eins og Ásta Dóra og er í dag einn eftirsóttasti píanóleikari heims. „Ég elskaði hvernig hún lék á píanóið,“ segir Ásta einlæg en hún fékk að hitta Mariu. Hún hefur sömuleiðis hitt Víking Heiðar. „Hann er ótrúlega fær. Mig langar til að leggja píanóleik fyrir mig eins og hann.“Spilað á lestarstöð Þegar Ásta Dóra settist við píanóið í London var hún á námskeiði í Royal Albert Hall. „Ég sá svona almenningspíanó á lestarstöðvum og var búin að spyrja mömmu nokkrum sinnum hvort ég mætti spila. Mér leist best á þetta í Canary-Wharf af því að það leit út eins og tveggja hæða strætó. Ég veit ekkert hvernig þetta komst í Daily Mail og var alveg steinhissa að sjá fréttina.“ Fyrir tilviljun var þekktur konsertmeistari staddur á lestarstöðinni þegar Ásta lék á píanóið. „Hann spjallaði við mig og gaf mér góð ráð,“ segir hún. Ásta Dóra er algjörlega ófeimin að koma fram. Hún vonast til að sjá sem flesta í Hörpu. „Ég ætla að gera mitt allra besta fyrir gesti og ég hlakka mikið til. Síðan verð ég með tónleika 6. maí hjá Píanó plús í Tónskóla Sigursveins,“ segir hún. Ásta Dóra hefur verið í Píanó plús verkefni hjá Nínu Margréti Grímsdóttur píanókennara síðan í september. Það er verkefni fyrir nemendur á framhaldsstigi, jafnvel háskólastigi. Ásta er yngsti nemandinn. Ásta Dóra var verðlaunahafi Nótunnar árin 2014, 2015 og 2016. Hún vann sinn flokk í EPTA-keppninni 2015. Ásta er með YouTube-síðu https://www.youtube.com/user/feyoneteoh
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira