Ríkur vilji til að styrkja viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar Brexit Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2017 17:28 Greg Hands, ráðherra í breska utanríkisviðskiptaráðuneytinu, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í London í dag. utanríkisráðuneytið Ríkur vilji er til að styrkja frekar viðskiptatengsl Íslands og Bretlands í kjölfar yfirvofandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og David Jones, ráðherra sem fer með mál er varða úrsögn Breta úr ESB í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherrarnir hafi verið sammála um að efla þegar samráð ríkjanna í viðskiptamálum, einnig í málaflokkum á borð við sjávarútvegsmál og umhverfis- og orkumál. „Á fundi utanríkisráðherra með Greg Hands, ráðherra í utanríkisviðskiptaráðuneytinu, kom jafnframt fram mikill vilji til samráðs við Ísland fram að formlegri útgöngu svo undirbúa megi jarðveginn fyrir framtíðarviðræður landanna,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór að það sé í raun ómögulegt að hugsa til þess að nýjar viðskiptahindranir kunni að rísa milli Evrópuríkja að tveimur til þremur árum liðnum. „Slíkt væri úr takti við þróun viðskipta í Evrópu og fríverslunar í heiminum og á fundum mínum í London hefur komið skýrt fram að Bretar og Íslendingar horfa eins á hlutina og vilja vera í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegri fríverslun,“ segir utanríkisráðherra.David Jones, ráðherra sem fer með mál er varða úrsögn Breta úr ESB, og Guðlaugur Þór.utanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherra hitti einnig Hillary Benn, þingmann Verkamannaflokksins og formann Brexit-nefndar neðri deildar breska þingsins, þar sem útgöngumálin voru rædd sem og möguleikar á frekara samstarfi ríkjanna tveggja í sameiginlegum hagsmunamálum. Þá átti Guðlaugur Þór fund með Angus McNeal, þingmann úr skoska þjóðarflokknum og formanni utanríkisviðskiptanefndar neðri deildar breska þingsins, sem fyrir skömmu birti skýrslu sína um möguleika Breta á fyrirkomulagi fríverslunar eftir útgönguna úr ESB. Í skýrslu þingnefndarinnar er lagt til að Bretar íhugi alvarlega þann möguleika að gerast aðilar að EFTA á ný. „Þetta voru afar áhugaverðir fundir og jafnvel þótt aðild Breta að EFTA sé einungis ein af mögulegum leiðum sem Bretar hafa haft til skoðunar er ljóst að reynsla og árangur okkar EFTA-ríkjanna af alþjóðlegri fríverslun vekur mikla athygli,“ segir Guðlaugur Þór. Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra vera andstæðing þróunarsamvinnu Þingmaður Vinstri Grænna segir óskiljanlegt að Viðreisn og Björt Framtíð skuli samþykkja samdrátt í framlögum til þróunarmála. 19. apríl 2017 14:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ríkur vilji er til að styrkja frekar viðskiptatengsl Íslands og Bretlands í kjölfar yfirvofandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og David Jones, ráðherra sem fer með mál er varða úrsögn Breta úr ESB í dag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að ráðherrarnir hafi verið sammála um að efla þegar samráð ríkjanna í viðskiptamálum, einnig í málaflokkum á borð við sjávarútvegsmál og umhverfis- og orkumál. „Á fundi utanríkisráðherra með Greg Hands, ráðherra í utanríkisviðskiptaráðuneytinu, kom jafnframt fram mikill vilji til samráðs við Ísland fram að formlegri útgöngu svo undirbúa megi jarðveginn fyrir framtíðarviðræður landanna,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór að það sé í raun ómögulegt að hugsa til þess að nýjar viðskiptahindranir kunni að rísa milli Evrópuríkja að tveimur til þremur árum liðnum. „Slíkt væri úr takti við þróun viðskipta í Evrópu og fríverslunar í heiminum og á fundum mínum í London hefur komið skýrt fram að Bretar og Íslendingar horfa eins á hlutina og vilja vera í fararbroddi þegar kemur að alþjóðlegri fríverslun,“ segir utanríkisráðherra.David Jones, ráðherra sem fer með mál er varða úrsögn Breta úr ESB, og Guðlaugur Þór.utanríkisráðuneytiðUtanríkisráðherra hitti einnig Hillary Benn, þingmann Verkamannaflokksins og formann Brexit-nefndar neðri deildar breska þingsins, þar sem útgöngumálin voru rædd sem og möguleikar á frekara samstarfi ríkjanna tveggja í sameiginlegum hagsmunamálum. Þá átti Guðlaugur Þór fund með Angus McNeal, þingmann úr skoska þjóðarflokknum og formanni utanríkisviðskiptanefndar neðri deildar breska þingsins, sem fyrir skömmu birti skýrslu sína um möguleika Breta á fyrirkomulagi fríverslunar eftir útgönguna úr ESB. Í skýrslu þingnefndarinnar er lagt til að Bretar íhugi alvarlega þann möguleika að gerast aðilar að EFTA á ný. „Þetta voru afar áhugaverðir fundir og jafnvel þótt aðild Breta að EFTA sé einungis ein af mögulegum leiðum sem Bretar hafa haft til skoðunar er ljóst að reynsla og árangur okkar EFTA-ríkjanna af alþjóðlegri fríverslun vekur mikla athygli,“ segir Guðlaugur Þór.
Tengdar fréttir Segir utanríkisráðherra vera andstæðing þróunarsamvinnu Þingmaður Vinstri Grænna segir óskiljanlegt að Viðreisn og Björt Framtíð skuli samþykkja samdrátt í framlögum til þróunarmála. 19. apríl 2017 14:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Segir utanríkisráðherra vera andstæðing þróunarsamvinnu Þingmaður Vinstri Grænna segir óskiljanlegt að Viðreisn og Björt Framtíð skuli samþykkja samdrátt í framlögum til þróunarmála. 19. apríl 2017 14:00