Handbolti

KA/Þór dugar jafntefli í lokaumferðinni til að komast beint upp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jónatan Magnússon er þjálfari KA/Þórs.
Jónatan Magnússon er þjálfari KA/Þórs. vísir/arnþór
Næstsíðasta umferð 1. deildar kvenna í handbolta fór fram í dag.

Topplið KA/Þórs vann tveggja marka sigur á HK, 24-22, fyrir norðan.

Fjölnir, liðið í 2. sæti, vann fimm marka sigur, 29-24, á Víkingi í Dalhúsum.

KA/Þór og Fjölnir mætast í lokaumferðinni. Norðanstúlkum dugar jafntefli til að verða deildarmeistarar og komast beint upp í Olís-deildina. Vinni Fjölnir hins vegar fer liðið beint upp.

Þá tryggði FH sér sæti í umspili um sæti í Olís-deildinni með 31-25 sigri á ÍR í Kaplakrika.

Þá vann Afturelding stórsigur á ungmennaliði Vals, 23-14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×