Borgarstjóri segir málefnum flugvallarins haldið í skotgröfunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2017 14:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Stefán Borgarstjóra finnst merkilegt að átján þingmenn úr fjórum flokkum ætli að halda málefnum Reykjavíkurflugvallar í skotgröfunum með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð vallarins í Vatsmýri. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa þingmenn úr fjórum flokkum lagt fram þingályktunartillögu um að þjóðin fái að ákveða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir málefnum flugvallarins haldið í skotgröfunum. „Mér finnst merkilegt að þetta margir þingmenn vilji halda flugvallarumræðunni í þessum skotgröfum, hvort að völlurinn eigi að vera eða ekki Í Vatnsmýri, þegar sameiginleg vinna ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair benti á prýðilegan flugvallarkost sem verið er að fljúga yfir núna til þess að fullkanna. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að ná breiðri sátt um þann valkost frekar en að einblína umræðuna við með eða á móti Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri,“ segir Dagur. Í þingályktunartillögunni kemur fram að markmið hennar sé að þjóðin fái að hafa áhrif á hvar miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði í fyrirsjánlegri framtíð og að ljóst sé að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innanlands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Dagur segir að með ályktuninni sé verið að draga málið aftur til baka. „Ég held að núna séum við að komast á þann tímapunkt að öll gögn í málinu séu fyriliggjandi og hægt að fara að taka stórar ákvarðanir til langs tíma með aðkomu margra í breiðri sátt og þess vegna var ég svolítið undrandi að einhverjir vilji setja málið aftur á bak á þennan stað. Samfylking auk tvegga stjórnarflokkana, Viðreisnar og Bjartar framtíðar, koma ekki að tillögunni. „Mér finnst það endurspegla það sem hefur loðað við flugvallarmálið allt of lengi, það hefur verið í skotgröfunum allt of lengi. Mér finnst leiðinlegt að fólk vilji halda því þar í staðinn fyrir að far í miklu lausnamiðaðri nálgun,“ segir Dagur. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningmanna tillögunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi ekki útilokað að breytingar yrðu gerðar á tillögunni en í henni er einungis gert ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreisðlu en ekki bindandi en vilji hans er að ráðherra samgöngumála verði bundinn af ákvörðun þjóðarinnar. Dagur segist ætla bíða og sjá hvað gerist. Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Borgarstjóra finnst merkilegt að átján þingmenn úr fjórum flokkum ætli að halda málefnum Reykjavíkurflugvallar í skotgröfunum með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð vallarins í Vatsmýri. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa þingmenn úr fjórum flokkum lagt fram þingályktunartillögu um að þjóðin fái að ákveða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir málefnum flugvallarins haldið í skotgröfunum. „Mér finnst merkilegt að þetta margir þingmenn vilji halda flugvallarumræðunni í þessum skotgröfum, hvort að völlurinn eigi að vera eða ekki Í Vatnsmýri, þegar sameiginleg vinna ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair benti á prýðilegan flugvallarkost sem verið er að fljúga yfir núna til þess að fullkanna. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að ná breiðri sátt um þann valkost frekar en að einblína umræðuna við með eða á móti Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri,“ segir Dagur. Í þingályktunartillögunni kemur fram að markmið hennar sé að þjóðin fái að hafa áhrif á hvar miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði í fyrirsjánlegri framtíð og að ljóst sé að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innanlands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Dagur segir að með ályktuninni sé verið að draga málið aftur til baka. „Ég held að núna séum við að komast á þann tímapunkt að öll gögn í málinu séu fyriliggjandi og hægt að fara að taka stórar ákvarðanir til langs tíma með aðkomu margra í breiðri sátt og þess vegna var ég svolítið undrandi að einhverjir vilji setja málið aftur á bak á þennan stað. Samfylking auk tvegga stjórnarflokkana, Viðreisnar og Bjartar framtíðar, koma ekki að tillögunni. „Mér finnst það endurspegla það sem hefur loðað við flugvallarmálið allt of lengi, það hefur verið í skotgröfunum allt of lengi. Mér finnst leiðinlegt að fólk vilji halda því þar í staðinn fyrir að far í miklu lausnamiðaðri nálgun,“ segir Dagur. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningmanna tillögunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi ekki útilokað að breytingar yrðu gerðar á tillögunni en í henni er einungis gert ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreisðlu en ekki bindandi en vilji hans er að ráðherra samgöngumála verði bundinn af ákvörðun þjóðarinnar. Dagur segist ætla bíða og sjá hvað gerist.
Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15