Trump: Árásin móðgun við mannkynið 5. apríl 2017 22:26 Donald Trump segir viðhorf sín gagnvart Sýrlandsforseta gjörbreytt. vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu. Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu.
Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00