Trump: Árásin móðgun við mannkynið 5. apríl 2017 22:26 Donald Trump segir viðhorf sín gagnvart Sýrlandsforseta gjörbreytt. vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu. Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir efnavopnaárásina í Sýrlandi í gærmorgun, þar sem sjötíu létu lífið, móðgun við mannkynið. Hann vill Bashar al-Assad Sýrlandsforseta burt og segir að binda þurfi enda á ofbeldið í Sýrlandi. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Þar sagði hann árásina hafa haft mikil áhrif á sig og að viðhorf hans gagnvart al-Assad séu nú gjörbreytt, en Sýrlandsstjórn hefur verið sökuð um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum. Því hefur al-Assad hins vegar alla tíð neitað. „Ég skal segja ykkur það að árásin á börnin í gær hafði mikil áhrif á mig. Mikil áhrif,“ sagði Trump. „Viðhorf mitt gagnvart Sýrlandi og Assad hefur breyst mjög mikið... Við erum að tala um að viðhorfið er nú á allt öðru stigi en áður.“ Aðspurður sagðist Trump ekki vilja svara til um hvort hann hafi íhugað hernaðaríhlutun til að koma Sýrlandsforseta frá, né hvort eða hvernig hann myndi gera það. Þá fengust heldur ekki svör um hvernig hann hyggst enda ofbeldið í landinu. Vesturlönd og uppreisnarmenn hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Einkenni hinna látnu benda sterklega til þess að um hafi verið að ræða sarín, sem er margfalt sterkara en blásýra og ræðst á taugakerfið, lamar vöðva og getur drepið fólk á nokkrum mínútum. Mikil reiði er í alþjóðasamfélaginu vegna árásarinnar sem gerð var í sýrlenska bænum Khan Sheikun í gær. Tuttugu börn eru á meðal hinna látnu.
Sýrland Tengdar fréttir Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00 Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40 Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41 Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Bretar og Frakkar ítreka að Assad verði að víkja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag funda um efnavopnaárás í Sýrlandi í gær. 5. apríl 2017 12:00
Tugir létust í efnavopnaárás í Sýrlandi Talið er að að minnsta kosti 67 manns, þar af fjöldi barna, hafi látist í efnavopnaárás á bæinn Khan Sheikhun Idlib-héraði í Norður-Sýrlandi í dag. Þá er talið að yfir 200 manns hafi særst í árásinni. 4. apríl 2017 15:40
Rússar kenna uppreisnarmönnum um efnavopnaárásina Rússnesk yfirvöld telja sýrlenska uppreisnarherinn bera ábyrgð á efnavopnaárás á sýslenska bæinn Khan Sheikhoun í gær. 5. apríl 2017 07:41
Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Talið er að saríngasi hafi verið varpað á íbúa sýrlenska bæjarins Khan Sheikhoun. Sýrlenski herinn neitar því að hafa beitt efnavopnum. Stjórnarandstaðan fer fram á tafarlausa rannsókn öryggisráðs SÞ. 5. apríl 2017 07:00